Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG STJÓRNUN fram yfir fjárlög. Þetta hlutfall er mun lægra en verðbólga, sem er um 5%, lægra en almennar launahækkanir í landinu, sem eru 6-7%, og um það bil helmingi lægra en hækkun á lyfjum og rekstrar- vörum sjúkrahúsa. Mér finnst aðalvandamálið vera það að ekki hafa verið lagðar nógu skýrar línur um hvers konar starfsemi þurfi að tryggja, hvers konar þjónusta eigi að vera í boði og hvað hún eigi að kosta. Það væri kannski ekki óeðlilegt að gerð yrði einhvers konar úttekt á þeirri starfsemi sem fer fram á Landspítalanum. Það verður að meta þörfina, ekki aðeins fyrir kaup á tækjum og húsnæði heldur einnig fyrir starfsfólk. Það er auðvitað vandkvæðum bundið á meðan starfsemin er á mörgum stöðum en einnig er nauðsynlegt að nota þessi tímamót, þegar verið er að slá saman tveimur stofnunum með svipaða starfsemi, til að endurskipuleggja það sem þarf. Fjárveitingar til rekstrar byggjast á gömlum merg og án þess að við vitum nákvæmlega hvort þær endurspegla þörfina sem er fyrir hendi. Vissar deildir hafa ákveðin stöðu- gildi, en það er í raun gamalt hugtak og stjórnendur sjúkrahúsanna hafa í raun ekki getað notað það árum saman annars staðar en í fjárlagatillögum. Margar deildir eru með fleiri starfsmenn í vinnu en þær hafa stöðugildi fyrir en það eru ekki deildimar sjálfar sem hafa tekið ákvörðun um það heldur stjórnir sjúkra- húsanna. Grundvellinum hefur hins vegar ekki verið breytt til samræmis við breytta þörf.“ Endurmats er þörf „Endurmat eins og ég tel að sé nauðsynlegt væri án efa framkvæmt í hvaða einkafyrirtæki sem er við aðra eins uppstokkun og nú á sér stað. Með því að fara yfir alla þætti starfseminnar er hægt að gera sér grein fyrir hvernig þjónustu er hægt að veita sjúklingum og hvað hún kostar en forgangsröðun verkefna og þjónustu er hins vegar pólitísk ákvörðun. Mögulega kæmi það út úr vandaðri könnun að sumar deildir hefðu of margt starfsfólk fyrir þá þjónustu sem verið er að veita, en aðrar of fátt starfsfólk." Er ekki alltafhœtta á að enginn þorí að sleppa því sem einu sinni hefur fengist í ijósi reynslunnar? Treysti því ekki að fá framlög til baka ef umsvifm aukast á ný? „Það er auðvitað vandamál í allri starfsemi hvort sem er í framleiðslu eða þjónustu, allir eru hræddir við að skerða sitt og sína köku. Það er mjög erfitt að skapa nauðsynlegt traust til að koma á breytingum. Til dæmis var á háskólasjúkrahúsinu í Bem ákveðinn pottur af lækningastöðum, 50 talsins, sem áttu að vera hreyfanlegar á móti þeim sem voru bundnar við einstakar deildir.“ Urðu þœr hreyfanlegar? „Það var erfitt að tryggja það. Einu skiptin sem losnaði um þær var þegar skipt var um yfirmenn á deildunum. Þá var sett á laggirnar nefnd sem fór í gegnum starfsemi deildarinnar í smáatriðum, hvort hún hefði uppfyllt þau kröfur sem ætlast var til og hvort hún hefði haft það sem til þurfti af fé, mannafla og tækjum. Þá kom kannski fram að þremur stöðum var ofaukið eða fimm vantaði. Þannig var hægt að færa til stöður á milli deilda.“ Reynsla annarra Pegar þú vitnar í reynslu erlendis frá fer ekki hjá því að sú spurning vakni hvort unnt sé að Iœra meira af reynslu annarra þjóða? „Ég hef kynnst ýmsu á allmörgum stöðum í heiminum og því miður er ekki til neitt ákjósanlegt líkan til að fara eftir. I Bandaríkjunum eru nánast öll rekstrarform fyrir hendi, allt frá því að eitthvert fyrirtæki eða stofnun taki að sér alla heilbrigðis- þjónustu á ákveðnu svæði (managed care) þar með talið heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu, yfir í sér- hæfða litla spítala. I Sviss er blanda af opinberu kerfi og einkareknu. I þessum tveimur löndum einka- rekstrarins er dýrasta heilbrigðisþjónusta í heimi. Biðlistamir eru að vísu styttri en annars staðar en kostnaðurinn er mikill, í Sviss um 10-11% af heildar- þjóðarframleiðslunni og í Bandaríkjunum allt að 15%. í báðum löndunum er að finna bestu heil- brigðisþjónustu í heimi og einnig þá lélegustu í vestrænum löndum. Mér finnst hvorki rekstrar- né stjórnunarlíkan þeirra til fyrirmyndar. Norðurlöndin eru lang líkust okkur, heilbrigðiskerfið þar og kröf- urnar sem gerðar eru til þess líkastar þeim sem við þekkjum. Danir hafa þó farið illa að ráði sínu á síðastliðnum árum og skorið niður útgjöld til heilbrigðisþjónustu til að spara. Fyrir nokkrum árum tók ég á móti danskri þingmannanefnd sem heimsótti háskólaspítalann í Bern. Þeir voru frá flestum stjórnmálaflokkum sem áttu mann á þingi og voru að kynna sér öðruvísi rekstrarform spítala en tíðkast í Danmörku. Það sem kom mér mest á óvart í samtölum við þetta fólk var að allir sem einn, sama úr hvaða stjórnmálaflokki þeir voru, voru fullvissir um að heilbrigðisþjónustan í Danmörku væri bæði slök og allt of dýr. Þeir voru yfir sig hrifnir af því sem þeir sáu á háskólaspítalanum í Bern. Þegar ég sagði þeim að þessi starfsemi kostaði 50% meira en sams konar þjónusta í Danmörku áttu þeir erfitt með að trúa því. I Svíþjóð hafa verið reynd ýmis stjórnunarlíkön en ég þekki ekki neitt kerfi sem sátt er um að sé gott, því miður. Eitt af því sem Svíar hafa reynt er að láta allar deildir kaupa og selja sína þjónustu, þannig að röntgendeildin til dæmis selur röntgenmyndatökur, en aðrar deildir, svo sem lyfja- og skurðdeild fá peninga til að kaupa sér þjónustuna, svo og aðra þjónustu eins og til dæmis á gjörgæslu- og svæfingu. Þetta stjórnunarform hefur mér vitanlega hvergi leitt til hagræðingar en alls staðar til gífurlega aukins kostnaðar vegna skriffinnsku. Víða hefur því verið horfið aftur frá slíku kerfi.“ Læknablaðið 2000/86 881
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.