Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 68
SMASJAI N Kynferöisofbeldi vaxandi vandamál Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum lendir ein af hverjum fimm konum í heiminum í því á lífsleiðinni að vera nauðgað eða að reynt sé að nauðga henni. Pessar tölur koma fram í skýrslu SÞ um ástand fbúa heimsins árið 2000. Tölurnar benda einnig til þess að vandamálið sé vaxandi, þrátt fyrir yfirlýst markmið SÞ að berjast gegn hvers konar kynferðisofbeldi. Opinberar tölur sýna ekki nema hálfan sannleikann og afstaða yfirvalda er víða talin ámælisverð. í sumum fylkjum Bandaríkjanna telst kynferðisáreiti fangavarða við kvenfanga ekki glæpsamlegt. í Perú er fórnarlömb- um nauðgunar í sumum tilvikum sjálfum gert að birta árásarmanninum kæruna. í Pakistan neitar lögreglan oft að skrá nauðganir og dómari þar í landi vísaði kæru frá þar sem hann taldi að fórnar- lambið hefði ekki sýnt nógu mikinn mótþróa. í sumum löndum snýst rann- sókn nauðgunarmála fyrst og fremst um það hvort fórnarlambið hafi verið hrein mey fyrir árásina. { umfjöllun British Medical Journal er sjónum meðal annars beint að læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki og möguleikum þess til að bæta ástand- ið. Aukin umræða og upplýsingaflæði er meðal þess sem talið er hjálpa til að svipta hulunni af ástandinu eins og það er og leiða í ljós að um alþjóðlegt vandamál er að ræða. Einnig er fjallað um þá kröfu ýmissa samtaka að fólk í heilbrigðisþjónustu geti veitt fórnar- lömbum kynferðisofbeldis ráðgjöf og stuðning. Það getur skipt sköpum um meðferð slíkra rnála og þar með líðan fórnarlamba hvort þau fá fullnægjandi læknisskoðun, hvort kostur er á sál- fræðiþjónustu í kjölfarið og hvort heilsugæslan fylgir því eftir að fórnar- lömb ofbeldis komi í eftirskoðun og fái viðeigandi aðstoð í kjölfar fyrstu hjálpar. BMJ 2000;321:1034-1035. (28. október) 882 Læknablaðið 2000/86 Einkavæðing engin lausn „Ég er undrandi á allri þeirri umræðu hér á landi sem er í gangi um einkavæðingu. Stór hluti Islendinga virðist vera sannfærður um að allt einkarekið sé betra en það sem er ríkisrekið. Einkavæðing á sjálfsagt fullan rétt á sér í mörgum greinum en ég hef vissan fyrirvara á varðandi heilbrigðisþjónustu. Ef við berum saman einkavæðingu í Sviss og Bandaríkjunum annars vegar og almenna kerfið á Norðurlöndum hins vegar þá held ég að norræna heilbrigðiskerfið sé miklu betra. Það býður upp á tiltölulega góða þjónustu fyrir lágmarkskostnað. Auðvitað er hægt að taka einhverja hluti úr þjón- ustunni og einkavæða þá en hún verður ekki einkarekin nema hún sé boðin út. Rekstur bráðasjúkrahúss er til dæmis ekki hægt að bjóða út á íslandi því það er enginn aðili hér nógu stór til þess að geta hugsanlega tekið að sér slíka þjónustu. Ef erlendir aðilar myndu bjóða í slíka þjónustu yrðu þeir fljótlega í jafnsterkri einokunaraðstöðu og ríkisreknu heilbrigðisstofnanirnar eru nú. Það er lítið vit í að bjóða út þjónustu sem ríkið verður að bjóða upp á hvort sem er. í fámennu landi eins og íslandi er einungis hægt að bjóða út tiltölulega lítinn hluta af læknisþjónustunni til einkaaðila, til dæmis minni skurðaðgerðir á tiltölulega frískum sjúklingum. Þær einkareknu stofnanir sem stunda slíka starfsemi geta oft sérhæft sig í mjög afmarkaðri þjónustu sem getur boðið upp á (en tryggir ekki) góðan faglegan árangur og hagkvæmni. En þessi starfsemi er oft aðeins fyrir hendi á dagvinnutíma, en er lokuð á kvöldin, á nóttunni og um helgar. Ennfremur mennta eða þjálfa þessar stofn- anir sjaldnast það starfsfólk sem þær þurfa á að halda heldur geta boðið starfsfólki sem hefur hlotið menntun og starfsþjálfun á hinum opinberu spítulum betri kjör en það á kost á á ríkisreknum sjúkrastofnunum, það er oft dagvinnu án nætur- og helgidaga- vaktaskyldu og hærri grunnlaun. Því er samanburður á einkarekstri og rekstri opinberra sjúkrahúsa, sem bjóða upp á læknisþjónustu allan sólarhringinn, allan ársins hring, bæði fyrir tiltölulega fríska og eldri, oft óréttlátur. í Sviss fleyta einkarekin dagssjúkrahús til dæmis rjómann ofan af með því að meðhöndla nær eingöngu sjúklinga sem lítil áhætta fylgir og þeim fylgir einnig lítill kostnaður í opinberum rekstri. Einkareknar stofnanir hafa víðast hvar lítinn áhuga á sjúklingum sem mikil áhætta fylgir og senda þá því gjarnan frá sér til meðferðar á opinberum stofnunum sem eiga og verða að sinna öllum sjúklingum sem þurfa hjálp. Auðvitað má leggja þeim einhverjar skyldur á herðar varðandi móttöku bráðveikra eða varðandi þjálfun starfsfólks en reynslan hefur víðast hvar sýnt að einkarekstur sjúkrahúsa er afskaplega dýr þjónusta hvemig sem á hana er litið.“ Nokkuö góð heilbrigðis- þjónusta á íslandi „Mér finnst umræðan í þjóðfélaginu gagn- vart heilbrigðisþjónustunni vera ótrúlega neikvæð. Ég er að vísu bara búinn að vera hér á íslandi í nokkra mánuði eftir tveggja áratuga fjarveru en ég hef samt haft tækifæri til að kynna mér margt af þvi sem íslensk heilbrigðisþjónusta hefur upp á að bjóða. íslensk heilbrigðisþjónusta er ekki full- komin, en ég álít að hún sé góð miðað við hverju er eytt í hana. Það er að sjálfsögðu hægt að bæta hana en ég held að það verði ekki gert nema að litlu leyti með hagræð- ingu. Það er tiltölulega vel farið með fé, starfsfólk vinnur almennt vel, aðstaðan er ódýr og lítil yfirbygging. Mér finnst það talsvert áhyggjuefni hversu neikvæð umræð- an í þjóðfélaginu er.“ -aób Af samningaviðræðum LR og TR RÉrr áður en blaðið fór í prentun hafði Læknablaðið samband við Þórð Sverrisson formann samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur sem á í samningaviðræðum við Tryggingastofnun ríkisins. Hann sagði að enn væru ýmis vandamál óleyst varðandi greiðslur og umsamdar einingar fyrir árið 2000. Algerlega væri ósamið fyrir árið 2001. Ekki er víst hvernig nýja sjúklingatryggingin verður meðhöndluð í samningunum. LR hefur sett fram hugmyndir en ekki fengið viðbrögð við þeim enn. Ekki náðist í Ingunni Vilhjálmsdóttur vegna samninga sérfræðinga á sjúkrahúsum en vonandi verður hægt að flytja jákvæðar fréttir af þeim samningum í næsta blaði. A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.