Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HELSINKIYFIRLÝSINGIN
Helsinkiyfirlýsingin,
athugasemd við þýðingu
Á SÍÐASTA ÁRSFUNDI ALÞJÓÐAFÉLAGS LÆKNA
(World Medical Association, WMA) í Edinborg var
Helsinkiyfirlýsingin í endurskoðaðri mynd samþykkt
eftir að hafa verið í töluverðri umfjöllun undanfarin
tvö ár. Alþjóðafélag lækna hefur birt hana á þremur
tungumálum, ensku, frönsku og spænsku og má sjá
þessar útgáfur á heimasíðu Alþjóðafélagsins:
www.wma.net
f síðasta tölublaði Læknablaðsins birtist íslensk
þýðing Arnar Bjarnasonar á yfirlýsingunni en svo
sem kunnugt er hefur hann verið einn helsti
sérfræðingur íslenskra lækna í siðfræði heilbrigðis-
rannsókna. Á einum stað hefur þýðingin þó verið
ónákvæm þannig að merking breytist í grund-
vallaratriðum og er því þessi athugasemd gerð. Síðari
málsgrein 17. greinar yfirlýsingarinnar hljóðar svo í
hinni ensku útgáfu:
„Physicians should cease any investigation if the
risks are found to outweigh the potential benefits or
if there is conclusive proof of positive and beneficial
results.“
í íslenskri þýðingu eins og hún birtist í
Læknablaðinu hljóðar þýðingin svo:
„Læknar ættu að hætta hverri slíkri könnun ef í
ljós kemur að áhættan vegur þyngra en hugsanlegar
hagsbætur eða ef ekki er nein endanleg sönnun fyrir
jákvæðum og heillavænlegum árangri.“
Eins og sjá má er um að ræða grundvallarmun
efnislega í síðari hluta setningarinnar. í umræðum
í Edinborg var sérstaklega rætt um þetta atriði.
Menn eru sammála um að ef læknar taka þátt í
rannsóknum þar sem borin er saman ný meðferð
við gamla eða ef borin er saman meðferð við enga
meðferð (oftast lyf gagnvart lyfleysu) beri þeim að
hætta rannsókninni ef í ljós kemur í henni miðri
(interin analysis) staðfesting á að nýja meðferðin
taki hinni gömlu hiklaust fram. Það felur þá í sér
að þátttakendum sé ekki boðið upp á að vera
áfram í hópi sem sannanlega kernur lakar út en
meðferðarhópurinn heldur hafi þess kost að fá
nýju meðferðina, annað væri læknum ósiðlegt.
Það er skoðun undirritaðs að ef þýðandi telur
að um misskilning sé að ræða í frumútgáfu eigi
hann að geta þess í athugasemd við þýðinguna.
JÓN Snædal
Sjúkraþjálfun
Breytt greiðsluþátttaka TR
Undanfarin þrjú ár hefur verið miðað við að
sjúkraþjálfari sem hefur samning við Trygginga-
stofnun ríkisins (TR), geti samkvæmt beiðni frá lækni
tekið sjúkling til meðferðar og meðhöndlað hann í
allt að 36 skipti án þess að til komi sérstakt samþykki
frá TR fyrir greiðsluþátttöku almannatrygginga.
Undantekning frá þessari reglu hefur verið sjúkra-
þjálfun vegna íþróttaslysa sem bótaskyld eru hjá TR.
Þar sem gert er ráð fyrir að íþróttafólk sé almennt í
betra formi en aðrir, hefur hjá því verið miðað við allt
að 18 skipti án sérstakrar samþykktar.
Kostnaður almannatrygginga vegna sjúkra-
þjálfunar hefur aukist verulega undanfarið. Að-
haldsaðgerða er því þörf. Ákveðið hefur verið að
frá og með 1. janúar 2001 verði almennt miðað við
að sjúkraþjálfari geti meðhöndlað slasað íþrótta-
fólk allt að 12 sinnum og aðra allt að 20 sinnum án
sérstaks samþykkis TR. Greiðsluþátttaka
almannatrygginga í frekari þjálfun verður ekki
samþykkt nema meðferðarlæknir votti að hennar
sé þörf. Hins vegar er rétt að benda læknum á, að
ef þeir telja þegar í upphafi ljóst að þörf sé á
langvarandi sjúkraþjálfun (til dæmis hjá alvarlega
fötluðu barni), geta þeir tekið það fram í beiðni
sinni og sett þar fram meðferðaráætlun. Á sama
hátt er rétt að benda á, að telji læknir að þörf sé á
færri skiptum eða rétt að endurmeta stöðuna eftir
færri skipti en að ofan greinir, getur hann tekið
það fram í beiðni sinni (og tilgreint skipta-
fjöldann).
Frá tryggingayfirlœkni
Læknablaðið 2000/86 887