Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 7
FRÁ RITSTJÓRN Höfum við gengið til góðs? Fyrir 1960 var ekki um um auðugan garð að gresja þegar kom að getnaðarvömum. Fjölskyldur þessa tíma voru barnmargar og ekki óalgengt að barn fæddist árlega, einkum á fyrstu árum í hjónabandi. Langar brjósta- gjafir voru helsta von kvenna um að fresta næstu þungun. A þessum tíma voru fóstureyðingar nánast óþekktar og einu skiptin sem fóstureyðing var svo mikið sem hugleidd, var ef lífi móður var stefnt í hættu með þunguninni. Jafnvel undir slíkum kringumstæðum var erfitt að fá fóstureyðingu framkvæmda. Yfirlæknir Kvennadeildar hafði úrslitavald varðandi ákvarðanatöku en annar læknir deildarinnar þurfti jafnframt að samþykkja umsóknina. Oft urðu verulegar tafir á afgreiðslu umsókna um fóstureyðingar og því voru margar framkvæmdar unt miðbik meðgöngu en þá er tíðni fylgikvilla hærri en við þekkjum í dag. þegar flestar fóstureyðingar eru framkvæmdar fyrir 12 vikna meðgöngulengd. Svo kom svo frelsið! Eða svo teljum við okkur trú um. P-pillan kom á markað upp úr 1960 og nú gátu konur í fyrsta sinn í sögunni stjórnað bam- eignum. Engu að síður fór tíðni fóstureyðinga vaxandi á Islandi, þrátt fyrir að aðgengi væri enn takmarkað. Árið 1975 voru sett lög um fóstureyð- ingar sem heimila fóstureyðingar vegna félagslegra ástæðna upp að 16 vikum samkvæmt vottorði læknis og félagsráðgjafa eða tveggja lækna. Á þessum túna varð einnig framþróun í gerð p-pill- unnar þannig að heildarhormónamagn pillunnar minnkaði og tíðni alvarlegra fylgikvilla lækkaði. í dag er p-pillan óumdeilanlega öruggasta og besta getnaðarvörnin sem völ er á. En hvers vegna eru þá framkvæmdar hátt í eitt þúsund fóstureyðingar á ári Islandi í dag? Er aðgengi að p-pillunni og öðrum getnaðarvörnum ekki nógu gott, eru þær of dýrar eða standa heilbrigðisstéttir sig ekki í stykkinu við að kynna getnaðarvarnir? Hvert svo sem svarið kann að vera þá er ljóst að einn kostur til að fyrirbyggja þunganir er lítt kynntur, en það er neyðarpillan svokallaða. Neyðargetnaðarvöm sem byggir á Yuzpe aðferð- inni hefur verið skráð hér á landi frá 1998, en það er pilla sem inniheldur 50 míkróg etinýlestradíól og 0,25 mg levonórgestrel. Tvær töflur em teknar sem fyrst eftir óvarðar samfarir og aftur 12 tímum síðar. Því fyrr sem töflurnar eru teknar því meiri líkur eru á að hægt sé að fyrirbyggja þungun, en eftir 72 tíma er þýðingarlaust að taka töflurnar. Með þessum Höfundur er sérfræöingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum á Landspítala Hringbraut. hætti minnka líkur á þungun um 75%, en 8% líkur eru á þungun eftir óvarðar samfarir (1). Önnur út- gáfa af neyðargetnaðarvörn er háskammta levon- órgestrel (0,75 mg), sem minnkar líkur á þungun um 85% (2). Levonórgestrel hefur færri auka- verkanir en Yuzpe aðferðin, en er hins vegar ekki skráð hér á landi. Það er nokkuð ljóst að þær aðstæður sem leiða til þess að þörf er á neyðar- getnaðarvörn eru óvæntar og ber upp á öllum tímum sólarhringsins. Því er lykilatriði að aðgengi að neyðargetnaðarvörn sé auðvelt. Hægt þarf að vera að hlaupa beint út í næsta apótek og fá töflurnar umbúðalaust eða einfaldlega eiga þær uppi í skáp og geta gripið til þeirra þegar þörf krefur. í dag er neyðargetnaðarvörn lyfseðilsskyld en lyfsalar geta afgreitt lyfið „í neyð“. í reynd eru fáir lyfsalar sem nýta sér þennan rétt. Enn ein aðferð neyðargetnaðarvarnar er uppsetning kopar- lykkju, en þannig má koma í veg fyrir þungun með 99% árangri allt að sjö dögum eftir óvarðar samfarir (1,2). En hvers vegna erum við enn í dag að gera fóstureyðingu sem aðgerð með tilheyrandi svæf- ingu þegar hægt er að framkvæma fóstureyðingu með lyfjum? Antiprógesterónlyfið mífepristón og prostaglandínefnið mísóprostól hafa verið notuð saman með góðum árangri til að framkalla fóstur- lát á fyrstu átta til níu vikum meðgöngunnar. Allt að 97% kvenna missa fóstur í kjölfar lyfjagjafar, en hjá 3-5% kvenna verður ófullkomið fósturlát sem krefst hefðbundinnar aðgerðar (3). Kostimir em ótvíræðir. Hægt er að komast hjá svæfingu, ekki þarf að víkka út legháls með áhöldum og síðast en ekki síst þá er auðveldara fyrir konuna að halda atburðinum sem sínu einkamáli. Mífepristón þarf að gefa á sjúkrahúsi en hins vegar er ekki þörf á innlögn. Mísóprostól er fáanlegt hér á landi undir sérheitinu Cytotec® og er skráð til að vemda magaslímhúð þegar bólgueyðandi lyf em notuð, en mífepristón hefur ekki verið skráð hér á landi. Við búum við þann raunveruleika að við fram- kvæmum allt að 1000 fóstureyðingar á ári. Því ættum við að leggja metnað okkar í að aðgerðin sé sem öruggust og gefi konum kost á að halda atburðinum sem einkamáli eftir því sem frekast er unnt. Á sama tíma þurfum við að auka upplýsingar um getnaðarvamir til almennings og stórbæta aðgengi að þeim til að sem fæstra fóstureyðinga sé þörf. Heimildir 1. Davis V, Dunn S. Emergency postpcoital contraception. J Soc Obstet Gynaecol Can 2000; 22:544-8. 2. IPPF Medical Bulletin 2000; 34. 3. Silvestre L, Dubois C, Renault M, Rezvani Y, Baulieu EE, Ulmann A. Voluntary interruption of pregnancy with mifepristone (RU486) and a prostaglandin analogue A large scale French experience. N Engl J Med 1990; 322:645-8. Hildur Harðardóttir Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofnanir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og inyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar niyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litinynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með úlprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrcstur efnis í janúarhefti Læknablaðsins 2001 er 10. desember. Læknablaðið 2000/86 827
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.