Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARMÓTTAKA
lýsingum áverka. Pó við höfum flest starfað lengi,
finnst engu okkar auðvelt að koma sem vitni í
dómsmáli. Hins vegar hafa bæði þeir sem eru
verjendamegin og sækjendamegin lært heilmikið á
þeim tíma sem liðinn er frá því móttakan opnaði.
Þeir skilja málin og röksemdafærsluna betur nú en
áður.“
Hvernig byggið þið ykkur upp til að mœta þessu
álagi?
„Við styrkjum hvert annað og ræðum saman
þannig að við vitum hvaða reynslu hver fyrir sig
öðlast með því að fara fyrir rétt. Berum saman
bækur okkar um spurningar, framkomu, svör og
heimildir sem við vitnum í. Síðan má segja að það
sé verulegur styrkur í því hvernig móttakan er
byggð upp varðandi vinnubrögð. Skýrslueyðu-
blöðin sem við fyllum út eru stöðluð og fyllt út á
nákvæman hátt sem tryggir góð vinnubrögð og
vekur traust.“
Þannig að þið þurfíð ekki að vera á nálum yfir að
gleyma einhverju?
„Nei, alls ekki. Við höfum líka alltaf
hjúkrunarfræðing með okkur við móttöku
brotaþolans og samvinnan er góð. Með tímanum
höfum við líka náð betri tökum á þessu fjölþætta
hlutverki. Auk læknisstarfs og réttarlæknis-
rannsóknar metum við andlegt ástand konunnar
eða karlsins - oft er viðkomandi í losti - en það
geta líka verið allt frá tiltölulega litlum við-
brögðum, ef í hlut á sterkur einstaklingur, til
einstaklings í sjálfsmorðshættu. Þetta þarf að meta
og vísa viðkomandi áfram ef eitthvert hættuástand
er á ferðinni. Hið venjulega læknishlutverk felst í
að huga að áverkum og meðhöndla meiðsl og sár,
tognanir og þvíumlíkt. Meðan við gerum þessar
skoðanir þarf að vinna hinar réttarlæknisfræðilegu
athuganir og skoðanir og taka sýni jafnóðum.
Þannig að það geta komið stundir þegar manni
finnst að brotaþolinn sé afskiptur. Þá þarf að sýna
fram á að verið sé að gera það besta sem hægt er,
því sýni þurfa auðvitað að vera rétt merkt og vel
frá þeim gengið.“
Er ekki boðið upp á einhvers konar handleiðslu?
„Jú, læknahópurinn hittist reglulega og við
eigum eftir að taka saman reynslu okkar af því.
Eins og algengt er með lækna þá finnst þeim að
þeir eigi að geta ráðið við allt, sérstaklega eigið
álag. í fyrstu vorum við svolítið efins um þetta
fyrirkomulag, en þetta hefur reynst mjög gagnlegt,
ekki síst félagslega séð. Við sem erum í
læknateyminu vinnum hvert á sínum vinnustað,
hittumst mjög sjaldan og sum hver mundum við
ekki hittast nema af því þessir fundir eru haldnir.
Við höfum gagn og gaman af fundunum, tölum
saman og hlæjum, erum líka að greiða úr hagnýtum
málum, gera ráðstafanir, áætlanir og taka
ákvarðanir. Auk þess getum við létt á okkur og
rætt um erfiða hluti."
Hvað rekurfólk til þess að vera í þessu ofan á fullt
starf?
„Ég held að fyrst og fremst hafi ég haft þá
tilfinningu frá upphafi að þarna væri hægt að gera
gagn. Og ennþá held ég að flestum okkar finnist að
svo sé. Við fáum svörun við vinnu okkar tiltölulega
fljótt. Hittum konuna sem við tókum á móti aftur
eftir tvær vikur og finnum að hún er fegin að hafa
komið. Móttakan hefur nýst henni. En hvort
nauðgunum fækkar eða ekki er auðvitað mjög
erfitt að meta. Ég á frekar von á að svo sé. Það að
þessum málaflokki er almennilega sinnt og brota-
þolar finna að þeir eiga einhvern vettvang leiðir ef
til vill til einhverrar viðhorfsbreytingar. Þótt
tíðnitölur segi það ekki beint, þar sem ekki er hægt
að segja til um hve margir voru ótaldir áður, þá er
það mín trú.“
Hvað með karlana?
„Ennþá held ég að þeir séu ragari við að koma
en konurnar en það er vonandi að breytast.“
Er Neyðarmóttakan ekki orðin þjónusta sem allir
reikna með?
„Jú, ég held að það sé reynsla þeirra sem hafa
komið og aðstandenda eða vina sem koma með, að
þjónustan sé búin að sanna sig. Neyðarmóttakan er
komin til að vera.“
- aób
Ósk Ingvarsdóttir er ekki í
vafa wn að Neyðarmót-
takan hefur reynst gagnleg.
Læknablaðið 2000/86 877