Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARMÓTTAKA
Heimsókn í Neyðarmóttöku
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar var opnuð
þann 8. mars 1993 og þar með skipaði ísland sér í hóp
þeirra þjóða sem bjóða upp á hvað besta aðstöðu á
þessu sviði bráðaþjónustu. Reynsla áranna sem liðin
eru hefur sýnt svo ekki verður um villst að mikil þörf
er á slíkri sérhæfðri þjónustu við fórnarlömb
nauðgana. Neyðarmóttakan hefur verið skilgreind
sem bráðaþjónusta með eftirfylgni og starfsemi
hennar er í sífelldri þróun. Læknablaðið heimsótti
móttökuna nýverið í fylgd með Guðrúnu Agnars-
dóttur yfirlækni móttökunnar og Eyrúnu Jónsdóttur
umsjónarhjúkrunarfræðingi. Erindið var að skoða þá
aðstöðu sem til staðar er, hvernig ferlið er frá því
leitað er til móttökunnar og fræðast um starfsemina.
Guðrún og Eyrún hafa starfað að þessum málum í
hartnær áratug, bæði við skipulag og rekstur
móttökunnar.
Flestir sem koma í Neyðarmóttökuna koma fyrst
inn á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi,
sem margir þekkja. Afgreiðslunni þar hefur verið
breytt, ekki síst vegna þessa nýja viðbótarhlutverks
hennar, og nú er hægt að gefa sig fram við
afgreiðsluna án þess að ótal eyru á biðstofunni blaki
þegar greint er frá erindinu. Þjónusta sú sem stendur
til boða er bæði ókeypis og nafnlaus, frá fyrstu stund
fær málið númer og öll gögn, bæði sýni og skýrslur,
eru geymd undir því númeri, ekki nafni. Ef lögreglan
er komin í málið fylgir hún fórnarlambinu inn á
Slysadeild um inngang sjúkrabfla þannig að ekki þarf
að fara um afgreiðsluna. Skjólstæðingar Neyðar-
móttökunnar hafa forgang á slysa- og bráða-
móttökunni nema þegar um alvarleg slys eða sjúk-
dómstilvik er að ræða. Fórnarlömbum nauðgana og
aðstandendum þeirra er fylgt inn í notalegt
móttökuherbergi þar sem hjúkrunarfræðingur úr
teymi starfsfólks Neyðarmóttökunnar tekur á móti
þeim. Nú eru 12 hjúkrunarfræðingar í þessu teymi,
þannig að alltaf næst fljótt í einhvern þeirra á bakvakt
eða við störf á slysadeildinni. Annað starfsfólk í
teyminu er sjö kvensjúkdómalæknar, fimm ráðgjafar,
tveir sálfræðingar og fjórir lögfræðingar. Allt þetta
fólk hefur fengið sérstaka þjálfun til að takast á við
hið erfiða hlutverk sem það hefur tekið að sér.
Misjafnt er hve lengi hver og einn dvelur á
Neyðarmóttökunni, en það getur verið allt að einum
sólarhring ef viðkomandi þarf tíma til að jafna sig
eftir nauðsynlega skoðun og skýrslutöku.
Oftast konur
Það kemur í hlut hjúkrunarfræðings að kanna
málsatvik og mynda fyrstu tengsl við konuna eða
karlinn sem varð fyrir nauðguninni. í flestum
tilvikum er um konu að ræða og í tveimur af hverjum
þremur tilvikum undir 25 ára aldri. Ef um einstakling
yngri en 18 ára er að ræða er barnarverndarnefnd
Félagsþjónustunnar ávallt gert viðvart eins og lög
gera ráð fyrir og í samráði við skjólstæðing. I þessari
Eyrún Jónsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir í notalegum húsakynnum Neyðarmóttökunnar, þar sem aðstandendur geta
beðið meðan skoðun ferfram. Megnið af húsbúnaðinum er gjafir frá velunnurum.
Læknablaðið 2000/86 873