Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN sjálft sem þeim finnst ógnvekjandi í miskunnarlausri kröfugerð sinni. Þunglyndir unglingar, sem reyna að fyrirfara sér en er bjargað, tala sjaldnast um Dauðann, svo sjálf- sagður er hann. Hann er orðinn eins og þaulsetinn leigjandi í sál þeirra sjálfra sem stjórnar athöfnum og hugsunum daglegs lífs. Dauðinn verður eina fót- festan á lífssvellinu. Slíkt hjálpræði Dauðans finna sérstaklega þeir unglingar sem langar til að fyrirfara sér vegna leiðinda „taedium vitae“. Endalaus dauða- svefn verður eins og friðsælt sæluhús í lífsþokunni þar sem takmarkalaus friður ríkir í skarkala og von- brigðum daglegs lífs. Það er löngu þekkt að sjálfsvíg geta verið eins og smitandi faraldur þar sem sjálfsmorð eins hrindir öðrum inn í eilífðina og svo áfram koll af kolli. Margar sagnir bæði frá íslandi og öðrum löndum eru til um slíkt. Þegar foreldri fyrirfer sér aukast líkur á því að börn þeirra feti í sömu dapurlegu sporin síðar á lífsleiðinni. Sjálfsvíg unglinga geta orðið til að sveipa verknaðinn dýrðarljóma í augum eftirlifandi vina og kunningja. Jarðarför, grátur, sorg og músík verður eins og tilkomumikil leiksýning þar sem hinn látni leikur í fyrsta og síðasta skiptið á ævi sinni lang- þráð aðalhlutverk. Dauðinn verður skyndilega eftir- sóknarverður og sjálfsvígið aðgöngumiði að leiksviði sorgarinnar þar sem hinn látni fær að standa einn smástund og lifa í minningunni um langt skeið. Háttemi dauðans hefur gjörbreyst á síðustu áratugum. Hann hefur fjarlægst úr venjulegri tilveru fólks en tekið sér bólfestu á sjúkrahúsum og sérstökum stofnunum. Þessi fjarlægð gerir hann enn óraunverulegri en hann var áður. Ég tel að þessi fjarlægð dauðans geri sjálfsvígið að eftirsóknar- verðum kosti þegar einhver vandamál kveðja dyra. Fólk veltir fyrir sér sjálfsvígi án þess að gera sér fulla grein fyrir endanleika dauðans vegna þess hversu óraunverulegur og fjarlægur hann er orðinn. Sumt ungt fólk, sem ég hef talað við eftir misheppnaða sjálfsvígstilraun, segist ekki hafa ætlað að hverfa á brott úr þessum heim fyrir fullt og allt heldur einungis sofna um stund, hefna sín á umhverfinu og koma svo aftur eins og ekkert hefði í skorist. Einhver líkti lífinu við lestarferð. Enginn fer þó sjálfviljugur eða vitandi vits um borð eftir að hafa legið lengi yfir lestaráætluninni og ákveðið hvert förinni er heitið. Eftir nokkra stund vakna menn til lífsins í lestarklefa, virða fyrir sér samferðamenn sína og reyna að gera sitt besta við þessar kringumstæður. Enginn man hvenær eða hvemig hann komst um borð. Sjálfsvitundin er eins og jurt sem lengi þarf að hlúa að áður en sjálfið verður til. Lestin er búin að vera á ferðinni í mörg þúsund ár. Margir sem ferðast með lestinni gera það alls ekki vegna þess að ferða- lagið sé þess virði eða skemmtilegt, heldur eru þeir of ragir að hoppa út úr vagninum. Yfir hverri einustu dyrum stendur skrifað að leyfilegt sé að hoppa: „Springen erlaubt - Sautez s'il vous plait - Permersso saltare - Please adjust your clothes before jumping off.“ Stundum finnst mér reyndar furðu sæta að fleiri skuli ekki fyrirfara sér en raun ber vitni, sem kannski er til merkis um þol mannsins gagnvart mótlæti. Langstærstur meirihluti fólks sættir sig við lestar- ferðina eins og hún er þótt oft sé freistandi að hoppa út um næstu dyr. Flestir velja að gera það ekki heldur bíða þess að einhverjir sjúkdómar eða óhöpp komi og fleygi þeim nauðugum út. Jafnvel þótt trúarbrögð og samfélag leggi allt kapp á að hindra menn í að velja þessa leið er hún samt fær og greið, gild sem örþrifaráð, og margir sem velja hana. Það hlýtur að vera skylda hvers samfélags að koma í veg fyrir sjálfsvíg með öllum tiltækum ráðum; neyðarmóttöku og viðtalaþjónustu og kembileit að áhættuhópum eða einstaklingum sem teljast vera í meiri hættu en aðrir. Því miður mun okkur aldrei takast að koma í veg fyrir sjálfsvíg ungs fólks eða annarra. Dauðavitundin býr innra með okkur öllum og þol einstaklingsins gagnvart áföllum, leiðindum og vonleysi er mjög mismunandi. Einhverjir munu á öllum tímum taka þá ákvörðun að ljúka lestarferð síns eigin lífs löngu áður en það er tímabært. Mestu skiptir þó að átta sig á því að hvert sjálfsvíg eða sjálfs- vígstilraun er ákaflega flókið fyrirbæri þar sem lífs- löngun einstaklingsins er ekki nægilega mikil. Allar aðgerðir sem efla tilfinningu fólks fyrir lífinu sjálfu og sjálfsögðum endalokum þess, dauðanum, eru því af hinu góða. Læknablaðið 2001/87 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.