Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 17

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 17
FRÆÐIGREINAR /BEINÞYNNING árangri meðferðar (9). Unnt er að komast hjá þessari skekkju að hluta með því að mæla lendarliðbolina frá hlið en ekki aftan frá. Nákvæmni slíkra mælinga er þó síðri sem takmarkar þessa aðferð verulega. Kölkun í meginslagæð hefur óverulega skekkju í för með sér (4). Meðal eldri einstaklinga með mörg samföll er DEXA mæling á hrygg ekki gagnleg þar sem sam- fallið og afleiðing þess geta valdið falskri hækkun á beinþéttni. Mæling á mjöðm gefur mest meðal aldraöra Meðal aldraðra er áhættan á mjaðmarbrotum það sem skiptir mestu máli. Framskyggnar hóprann- sóknir hafa sýnt að beinþéttnin mæld í mjöðm (nærendi lærleggs = lærleggsháls, lærhnútur og beinið milli lærhnúta) hefur mesta forspárgildi um brot á þeim stað, áhættan nær þrefaldast fyrir hvert staðalfrávik þar samanborið við tvöfalda áhættu fyrir hvert staðalfrávik í mælingu á öðrum stað (3). Slit- gigtarbreytingar trufla mun síður mælingu á þessum stað. Því er mjöðmin sá mælistaður sem ákjósan- legast er að nota meðal aldraðra ef unnt er (6). Ef sterkur grunur er um beinþynningu í hrygg, svo sem vegna prednisólonmeðferðar, getur við- bótarmæling á lendhrygg vissulega verið gagnleg. Eðlilegt er þá að nota lægsta mælda beinþéttnigildið til greiningar og ákvörðunar á meðferð. Mæling með sneiðmyndatækni kann að vera næmari aðferð til mælingar á beintapi samfara prednisólonnotkun en þar á móti kemur að nákvæmni mælingarinnar er síðri en DEXA (4). Mat á samföllum á hryggjarliðbolum Stórar framskyggnar hóprannsóknir benda til að einungis fjórða hvert samfallsbrot sé greint klínískt (10). Þetta getur bæði stafað af því að brotin kunni að vera einkennalítil en einnig getur verið erfitt að greina orsakir bakverkja sem geta verið af mörgum toga. Einnig er oft erfitt að meta tap á líkamshæð klínískt vegna ónógra upplýsinga en rannsóknir benda til að lækkun á hæð sé óáreiðanlegur mælikvarði um samföll nema hæðartapið sé meira en 4 sm (10). Aðurnefndar hóprannsóknir hafa einnig sýnt að saga um fyrri samfallsbrot meira en tvöfaldar líkurnar á frekari brotum (3,10,11). Þessi aukna áhætta gerir það mjög mikilvægt að geta metið útlit hryggjarliðbolanna. Slíkar upplýsingar er að sjálf- sögðu unnt að fá með venjulegri röntgenmynd af hrygg. Nýjustu DEXA tækin með betri aðgreiningu gefa þó möguleika á að meta útlit hryggjarliðbola (T4-L5) með svipuðum gæðum og röntgenmyndir, nema ef sjúklingur er mjög digurholda. Þess vegna getur slík formmæling á hryggjarliðbolum með DEXA (morphometria) samtímis gefið upplýsingar um útlit hryggjarins ásamt beinþéttnimælingu í Table I. Diagnostic categories according to the WHO classification (2).__________ Normal BMD T-score greater than -1.0 Osteopenia BMD T-score between -1.0 and -2.5 Osteoporosis BMD T-score below -2.5 Manifest osteoporosis BMD T-score below -2.5 + presence of fragility fracture BMD = bone mineral density. T-score = number of standard deviations from the mean BMD of young women. Table II. Common risk factors for osteoporosis in the elderly. Genetic, lifestyle Medical disorders Drugs Low body weight Chronic neurological and rheumatic disorders Corticosteroids Poor nutrition COPD Anticonvulsants Excessive alcohol Smoking Inactivity Chronic renal failure Hypogonadism Chemotherapy Table III. Clinical indications for bone densitometry (Table II). • Presence of one or more strong risk factors • Radiological evidence of osteopenia and/or vertebral fracture • Previous fragility fracture • Height loss • Monitoring treatment lendhrygg (12). Líklegt er að þessi viðbótarmæling verði notuð í vaxandi mæli í heildarmati á beinþynningu. Klínískt mat og mismunagreining Grunur um beinþynningu skyldi sérstaklega vakna þegar einstaklingur hefur hlotið beinbrot við lítinn áverka eða hefur einn eða fleiri áhættuþætti um beinþynningu til staðar (tafla II). Þá er vissulega ástæða til að íhuga beinþéttnimælingu (tafla III). Enda þótt greining á beinþynningu sé gerð með beinþéttnimælingu gefur slík mæling enga vitneskju um hvað valdi eða hvenær beintap varð. Áður en nokkur meðferð er hafin verður því að útiloka hugsanlegar ástæður fyrir lágum beinmassa. Slíkar ástæður finnast í um það bil 20% kvenna með lága beinþéttni en mun oftar meðal karla sem orsök eða í 40-50% tilfella (13). Nákvæm sjúkrasaga er því mikilvæg með sérstakri áherslu á næringarsögu og lífsstfl, lyfjasögu, fjölskyldusögu, sögu um innkirtla- eða illkynja sjúkdóma, tauga- eða stoðkerfissjúk- dóma og fyrri beinbrot. Líkamleg skoðun getur einnig gefið mikilvægar upplýsingar. Blóðrannsóknir eru einnig mikilvægar í mismunagreiningu á ástæð- um þunnra beina (sjá töflu IV). Notkun beinumsetningarvísa Enda þótt mæling á beinumsetningarvísum komi ekki að gagni við greiningu á beinþynningu geta þeir verið gagnlegir við mat á hvenær ástæða sé til meðferðar og við mat á árangri meðferðar. Mæliað- L Læknablaðið 2001/87 17

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.