Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 18

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 18
FRÆÐIGREINAR / BEINPYNNING Table IV. Some common laboratory tests secondary forms of osteoporosis. used in a differential diagnosis of • Blood cell count • Serum creatinine • Sedimentation rate • Serum protein electrophoresis • Serum calcium • Serum 25-OH-vitamin D • Serum phosphate • Serum parathyroid hormone • Serum alkaline phosphatase • Serum testosterone • Serum bone-specific alkaline phosphatase Table V. Biochemical markers of bone turnover. Bone formation Bone resorption Serum Serum Total and bone — specific alkaline Carboxy terminal (CTX) teleopeptide phosphatase of type 1 collagen Osteocalcin Tartrate resistant-acid phosphatase Carboxy (PICP) and aminoterminal (PINP) propeptide of type 1 collagen Uríne CTX and aminoterminal (NTX) teleopeptide crosslinks Pyridino and deoxypyridinoline crosslinks Table VI. Techniques for measuring bone density. Advantage Disadvantage DEXA Several sites: - Lumbar spine - Hip, forearm - Total body Low radiation Good precision DEXA Rather expensive equipment Areal density (g/cm2) Osteoarthritic interference QCT* True volumetric Good sensitivity Can measure separately cortical and cancellous bone QCT Costly equipment, fairly high radiation Lack of prospective studies for peripheral QCT QUS** No radiation Small, portable, relatively inexpensive equipments QUS ? What it measures Indirect measure of hip and vertebrae * QCT = quantitative computed tomography. ** QUS = quantitative ultrasound. ferðum á beinumsetningu hefur fleygt fram á síðustu árum. Slíkir vísar mæla annað hvort sértæka ensím- virkni í beinmyndunarfrumum (osteoblasts) eða beinúrátum (osteoclasts) eða mæla efni í beini sem berast út í blóðið eða skiljast út í þvagi, endur- speglandi myndun eða niðurbrot beins (tafla V) (14) Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að beinumsetning eins og hún mælist með þessum vísum eykst eftir tíðahvörf og helst hækkuð meðal aldraðra. Þessir vísar hafa neikvæða fylgni við beinþéttnina en sú fylgni er þó ekki sterk (15). Sumar nýlegar hóprannsóknir benda þó til þess að magn þessara vísa í blóði eða þvagi sé sjálfstæður forspárþáttur um beinbrot, óháð beinþéttniniðurstöðum (16). Enn fremur benda þessar hóprannsóknir til að lág beinþéttni samfara hækkun á beinumsetningu sé enn sterkari forspárþáttur um beinbrot (17). Mæling á slíkum beinumsetningarvísum kann því að veita viðbótarupplýsingar sem að gagni kunna að koma við ákvörðun um sértæka meðferð, sérstaklega þegar sú ákvörðun liggur ekki á ljósu af niðurstöðum beinþéttnimælingarinnar einnar saman, til dæmis þegar erfitt er að túlka DEXA niðurstöður vegna slitgigtar. Beinumsetningarvísar kunna einnig að vera gagnlegir við mat á árangri meðferðar eftir þijá til sex mánuði sem er of stuttur tími til að endurtekin DEXA mæling sé gagnleg (14). Aðaltakmörkun á notkun þessara mælinga hefur þó verið sú hversu breytilegar niðurstöðurnar eru frá sama einstaklingi en þó er unnt að draga úr því með því að taka eingöngu fastandi morgunsýni. Aðferðir til mælinga á beinþéttni Venjuleg röntgenmyndataka er ekki nægilega næm til greiningar á beinþynningu nema því aðeins að beintapið sé orðið verulegt, meira en þriðjungur (4). DEXA (dual energy absorptiometry: tvíorku- dofnunarmæling): Eðlisfræðilegi grunnur DEXA er mæling á dofnun í röntgengeisla með hárri og lágri photon-orku þegar þeir fara í gegnum líkamsvefi. Því minna geislamagn sem fer í gegnum beinið því meira er steinefnamagnið sem undir flestum kringum- stæðum endurspeglar beinþéttnina í einingunni g/cm2. Helstu kostir DEXA mæliaðferðarinnar eru áreiðanleg kvörðun, stuttur rannsóknartími (fáeinar mínútur hver mæling), góð nákvæmni (precision) 1- 2% og lítil geislun (<1 pSv) (4). Ókostirnir eru hins vegar tækjakostnaðurinn sem er verulegur. Einnig skyldi það haft í huga að DEXA mælir steinefna- magn beina í tvívídd (flatarþéttleiki) en ekki í þrívídd (tafla VI). Kostnaðurinn við mælinguna verður að teijast viðunandi (4-5000 íslenskar krónur) og ætti ekki að vera takmarkandi þáttur í notkun þessarar rannsóknar hérlendis. Kostnaðarþátttaka sjúklings er hin sama og við röntgenmyndatöku eða 100-1000 krónur. DEXA mæling er nú framkvæmd bæði á Landspítala Fossvogi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Beinþéttnisneiðniyndataka (quantitative comput- ed toinography, QCT): Sneiðmyndatækni hefur þann kost að mæla raunverulega beinþéttni (þrívíddar- mæling) (4). Hóprannsóknir hafa þó ekki sýnt til þessa að slík mæling hafi sterkara forspárgildi um beinbrot en mæling með DEXA (tvívíddarmæling þar sem stærð beina kemur inn í). Sneiðmynda- tæknin gefur einnig möguleika á að mæla sérstaklega frauðbein og skelbein, til dæmis í hryggjarliðbolum (18). Geislun er hins vegar þó nokkur (>50 pSv) sem takmarkar notkun þess, til dæmis meðal barna, en aðaltakmarkanimar eru þó aðgengi að rannsóknar- tæki og kostnaður sem er verulega meiri en við DEXA. Notagildi á sneiðmyndun útlimabeina í 18 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.