Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2001, Page 24

Læknablaðið - 15.01.2001, Page 24
FRÆÐIGREINAR / SYKURSTERAR Number of patients Age in years Figure 1. Age and sex distribution of 191 patients taking continuos oral corticosteroids for at least three months. gert vart við sig. Höfundar vilja hvetja lækna til að nýta sér nýja meðferðarmöguleika gegn beinþynn- ingu í tengslum við sykursterameðferð. Með virkri forvarnarmeðferð strax í upphafi sykursterameð- ferðar, einkum hjá áhættuhópum, mætti ef til vill draga úr þessum alvarlega fylgikvilla og fækka þannig ótímabærum beinbrotum. Inngangur Þann 21. september 1948 gaf bandaríski gigtlækn- irinn Philip Showalter Hench einum iktsýkisjúklinga sinna efnasamband er samstarfsfélaga hans, efna- fræðingnum Edward Calvin Kendall, hafði tekist að einangra úr berki nýrnahettna (1). Efni þetta nefndu þeir Compound E. Efnasambandið hafði undraverð áhrif á liðargigtareinkenni sjúklingsins samanborið við kólesterólblöndu, sem þeir notuðu sem lyfleysu. Compoimd E nefndu þeir síðar kortisón. Þeir félagar Hench og Kendall, ásamt svissneska efnafræðingnum Tadeus Reichstein, voru aðeins tveimur árum síðar heiðraðir með Nóbelsverðlaunum (2). Hálfri öld síðar gegna sykursterar enn mikilvægu hlutverki í meðferð margra langvinnra bólgusjúk- dóma og ýmissa bráðakvilla (3-5). Sykursterar virka bæði fljótt og vel sem bólgudempandi lyf, en þeim fylgja margir kvillar, sérstaklega hjá þeim er nota sykurstera til lengri tíma (4,6). Alvarlegastur þeirra er líklega ótímabær beinþynning. Sykursterar eru algengasta orsök beinþynningar af völdum læknis- meðferðar, að minnsta kosti hjá yngri einstaklingum (7,8). Ennfremur eru gigtarsjúklingar á sykurstera- meðferð í tvöfaldri hættu á beinbrotum fram yfir það sem beinþéttni þeirra segir til um (9,10). Á árunum 1995 og 1996 voru seldar hér á landi rúmlega 2,3 milljónir taflna af prednisólóni (munnlegar upplýsingar: Björn Aðalsteinsson, Delta hf.) og tæplega 400 þúsund dexametasóntöflur (munnlegar upplýsingar: Daníel Gunnarsson, Farmasíu ehf.). Ótalin eru þá önnur lyfjaform sykur- stera, svo sem til inndælingar, innöndunar eða til útvortis nota. Notkun þessa lyfjaflokks er því umtalsverð hér á landi. Eingöngu tvær erlendar rannsóknir liggja fyrir á umfangi langtímanotkunar sykurstera innan heilsugæslunnar (11,12). Fyrri rannsóknin var framkvæmd á átta tölvuvæddum heilsugæslustöðvum í nágrenni Nottinghamshire í Bretlandi (11), en seinni rannsóknin (12) byggist á efniviði úr breska heilsugæslugagnagrunninum (The UK General Practice Research Database (13)). Rannsóknir þessar sýna að 0,5-0,9% Breta eru á langtímameðferð með sykursterum. Á sama tíma hafa aðrar rannsóknir sýnt að meðferðarmöguleikar til varnar beinþynningu hjá sjúklingum á langtíma- sykursterameðferð eru vannýttir (6,14). Á síðustu árum hafa sérfræðingafélög í Bretlandi (15,16) og Bandaríkjum Norður-Ameríku (17,18) lagt fram tillögur um hvernig staðið skuli að forvörnum gegn beinþynningu af völdum langtíma- sykursterameðferðar. Hérlendis eru í undibúningi tillögur að hinu sama á vegum landlæknisembættsins (munnlegar upplýsingar: Sigurður Helgason, ritstjóri Klínískra leiðbeininga, landlæknisembættið). Við þessi tímamót er áhugavert að kanna þann hóp sjúklinga sem er í þörf fyrir langtímasykursterameð- ferð á Islandi. Markmið þessarar rannsóknar er í fyrsta lagi að kanna fjölda einstaklinga hér á landi sem þarfnast langtímasykursterameðferðar og í öðru lagi að kanna ábendingar fyrir meðferðinni. Ennfremur að gefa marktæka hugmynd um það til hvaða meðferðarráða er gripið til þess að fyrirbyggja beinþynningu af völdum langtímasykursterameðferðar. Efniviður og aðferðir Að fengnu samþykki yfirlækna og héraðslæknis Norðurlandshéraðs eystra voru upplýsingar fengnar frá öllum apótekum á Norð-Austurlandi um einstak- linga, sem fengið höfðu afgreidda sykurstera (prednisólón; H 02 A B 06) samkvæmt lyfseðli á 24 mánaða tímabili; 01.01.95-31.12.96. Þeim, sem fengið höfðu ávísað sykursterum oftar en einu sinni, var sent bréf síðla vetrar 1997 með upplýsingum um rannsóknina og samþykktaryfirlýsingu til undir- ritunar, þar sem sjúklingarnir gáfu leyfi til upplýs- ingasöfnunar úr sjúkraskrám. Einnig fylgdi umræddu bréfi spurningablað um neysluvenjur, sjá nánar að neðan. Þeir sem ekki svöruðu innan átta vikna fengu ítrekunarbréf. Á Norðurlandi eystra voru á rannsóknartíma- bilinu starfandi fimm sérfræðingar í lyflækningum og undirgreinum þeirra; tveir gigtlæknar, hjartalæknir, lungnalæknir og sérfræðingur í meltingarfærasjúk- dómum. Auk þess starfaði einn öldrunarlæknir á svæðinu og sérfræðingur í krabbameinslækningum kom í reglulegar vitjanir. Af 22 heilsugæslulæknum 24 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.