Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 33

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 33
FRÆÐIGREINAR / GÆÐASTJÓRNUN Gæðastjórnun sýklalyfjagjafa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1994-1997. Fjárhagsleg áhrif Inga S. Þráinsdóttir1, Smári Björgvinsson2, Kristján Linnet2, Anna Þórisdóttir', Bessi Jóhannesson2, Haraldur Briem' ‘Smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavikur, 2apótek Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Haraldur Briem sóttvarnalæknir, landlæknisembættinu, Laugavegi 116,105 Reykjavík. Netfang: hbriem@landlaeknir.is Lykilorð: gœðastjórmm, sýlalyfjagjöf, kostnaður. Ágrip Markmið: Að kanna áhrif leiðbeininga og eftirlits með gjöf sýklalyfja á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á kostnað og magn gefinna sýklalyfja. Með markvissri notkun sýklalyfja er stefnt að því að bæta meðferð sjúklinga, koma í veg fyrir ónauðsynlega sýklalyfja- meðferð, fækka legudögum, draga úr umhverfis- spjöllum og óþarfa kostnaði við lækningar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til áranna 1994 til 1997 og fór fram á þeim deildum sjúkrahússins þar sem sýklalyf eru mikilvægur hluti meðferðar. Gefnar voru út leiðbeiningar um notkun sýklalyfja í reynslumeðferð og í fyrirbyggjandi skyni við skurðaðgerðir. Dregið var úr aðgengi sýklalyfja af J01 flokki með því að geyma birgðir af þeim á einungis einni legudeild og gjörgæsludeild. Þurftu læknar að fylla út sérstök eyðublöð til að panta lyfin. Eyðublöð þessi voru síðan notuð til að hafa eftirlit með sýklalyfjagjöfinni og fylgjast með breytingum á henni. Lyfjafræðingur og smitsjúkdómalæknir fóru yfir notkun sýklalyfja á viðkomandi deild og fóru eftir atvikum á deildirnar til að kanna frekar ýmsar ástæður fyrir notkun sýklalyfjanna með hliðsjón af ástandi sjúklings og niðurstöðum ræktana. Komu þeir ábendingum á framfæri ef þurfa þótti. Alls fór eftirlitið fram á átta deildum spítalans. Það hófst á mismunandi tímum frá maí 1995 til mars 1996. Niðurstöður: Kostnaður vegna sýklalyfja lækkaði að jafnaði eftir að eftirlit með notkun þeirra hófst. Með tímanum hafði kostnaðurinn hins vegar tilhneigingu til að hækka aftur. Mestur heildarsparnaður náðist á skurðdeildum sjúkra- hússins eða um 8,5 milljónir króna. Á lyflækn- ingadeildum nam heildarsparnaðurinn 2,3 milljónum króna á tímabilinu. Að frádregnum kostnaði við starfsmannahald vegna eftirlitsins var raunsparnað- urinn um 6 milljónir króna. Heildarmagn gefinna sýklalyfja lækkaði á öllum deildum miðað við notkun skilgreindra dagskammta (SDS) um 3-14%. Ályktanir: Raunsparnaður vegna eftirlits með gjöf sýklalyfja á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var um 6 milljónir króna á tímabilinu 1994-1997. Jafnframt hefur hlutur sýklalyfja af heildarlyfjakostnaði Sjúkrahúss Reykjavíkur lækkað eftir að eftirlit með sýklalyfjagjöfum hófst þrátt fyrir að meðalkostnaður við hvern ráðlagðan dagskammt sýklalyfs hafi hækkað á einstökum deildum á tímabilinu. Þá hefur ENGLISH SUMMARY Quality control of antimicrobial usage in Reykjavik Hospital in 1994 — 1998: economic impact Þráinsdóttir IS, Björgvinsson S, Linnet K, Þórisdóttir A, Jóhannesson B, Briem H Læknablaöiö 2001; 87: 33-8 Aims: To investigate the effect of guidelines and supervision of the prescription of antimicrobial agents at Reykjavik Hospital on the cost and the amount used of these agents. Material and methods: The investigation was conducted from 1994 to 1997. Guidelines were issued for the prescription of antimicrobial agents in empirical treatment and for prophylactics in surgery. The availability of these agents was reduced and the physicians had to order these drugs by filling out a special application form. These forms were later on used for the supervision by a pharmacist and an infectious disease physician of the use of antmicrobial agents and to monitor any change in the prescription of the agents. If needed the supervisors gave advice to the clinicians responsible for the patients' care. The supervision took place at eight of the wards of the hospital and started at different times during May 1995 to March 1996. Results: The cost of the usage of antimicrobial agents was reduced after the introduction of the supervision. However, as time passed from the implementation of the supervision the cost tended to increase again. The greatest cost reduction was achieved at the departments of surgery or 8.5 million lcelandic crowns. At the departments of medicine the cost reduction was 2.3 million crowns. By correcting for the cost of supervisory staff the real cost decrease was approximately 6 million crowns. The total amount of prescribed antimicrobial agents measured by the Standardised Daily Dosage was reduced in all the concerned wards by 3-14%. Conclusions: The real cost decreases after the implementation of supervision of the prescription of antimicrobial agents was approximately six million lcelandic crowns during 1994 to 1997. Also, the proportion of antimicrobial agents in the total cost of drugs was reduced after the supervision started in spite of increasing mean cost per Standardised Daily Dosage increased at the departments during the study period. The goal of reducing the amount of antimicrobial agents prescribed was also achieved. Key words: quality control, antimicrobials, cost. Correspondence: Haraldur Briem. E-mail: hbriem@landlaeknir.is Læknablaðið 2001/87 33 L

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.