Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 34

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 34
FRÆÐIGREINAR / GÆÐASTJÓRNUN Tafla I. Heildarkostnaöur vegna sýklalyfjagjafa afJOl flokki eftir deildum. Deild 1994 1995 1996 1997 SBK 7.148 7.388 6.891 8.523 Almenn lyflækningadeild 3.645 2.295 2.993 3.027 Almenn skurölækningadeild 7.771 7.612 5.160 4.055 Öldrunarlækningadeild 612 462 552 327 Hjartalækningadeild 1.250 1.496 783 1.035 Bæklunar- og þvagfæraskurölækningadeild 3.133 3.393 3.766 2.957 HNE og HT 3.235 2.279 1.982 2.690 Allt verö er í þúsund krónum. SBK = smitsjúkdóma-, blóösjúkdóma- og krabbameinslækningadeildir. HNE = háls- nef- og eyrnalækningadeild. HT = heila- og taugaskurölækningadeild. Grá svæöi tákna þau ár sem sýklalyfjaeftirlitiö var virkt. Hálfgrá svæöi tákna þau ár sem eftirlitiö var virkt hluta ársins. Tafla II. Meðalkostnaður sýklalyfja afJOl flokki á hvern legudag eftir deildum. Deild 1994 1995 1996 1997 SBK 869 844 857 1.050 Almenn lyflækningadeild 655 389 419 393 Almenn skurölækningadeild 927 814 616 448 Öldrunarlækningadeild 95 51 68 42 Hjartalækningadeild 141 156 80 104 Bæklunar- og þvagfæraskurðlækningadeild 400 339 387 302 HNE og HT 364 307 254 328 Allt verö er í krónum. SBK = smitsjúkdóma-, blóösjúkdóma- og krabbameinslækningadeildir. HNE = háls- nef- og eyrnalækningadeild. HT = heila- og taugaskurölækningadeild. Grá svæöi tákna þau ár sem sýklalyfjaeftirlitiö var virkt. Hálfgrá svæöi tákna þau ár sem eftirlitiö var virkt hluta ársins. einnig náðst það markmið að draga úr magni gefinna sýklalyfja. Inngangur Á undanförnum áratugum hefur verið leitað leiða til að draga úr vaxandi kostnaði vegna notkunar sýklalyfja á sjúkrahúsum enda hefur hann verið nokkuð stór hluti rekstrarkostnaðar þeirra. Þegar árið 1965 hófst eftirlit með notkun sýklalyfja á Borgarsjúkrahúsinu í Boston og voru niðurstöður þess birtar tæpum 10 árum síðar (1). Eftir það hefur slíku sýklalyfjaeftirliti verið komið á víða, þó fyrst og fremst í Bandaríkjunum, og hefur það beinst að mismunandi þáttum notkunar sýklalyfja (2-6). Árið 1995 hófst eftirlit með notkun sýklalyfja á Borgarspítalanum (nú Landspítali Fossvogi) (7). Samtímis voru gefnar út ábendingar um reynslu- meðferð með sýklalyfjum og fyrirbyggjandi sýkla- lyfjagjöf (8). Tilgangur eftirlitsins var að bæta með- ferð sjúklinga, forðast ónauðsynlega sýklalyfjameð- ferð, fækka legudögum, forðast umhverfisspjöll og draga úr óþarfa kostnaði við lækningar. Rannsókn þessi beindist að því að kanna kostnaðaráhrif sýklalyfjaeftirlitsins og jafnframt að meta áhrif þess á magn sýklalyfja sem notuð voru á tímabilinu 1994 til 1997 en talið er að líkur á ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum sé háð magni lyfjanna sem eru í umferð á hverjum tíma (9,10). Efniviður og aöferðir FramkvœmdÚtbúið var sérstakt pöntunareyðublað (sjá viðauka) fyrir sýklalyf af J01 flokki sem læknar viðkomandi deilda þurftu að fylla út fyrir hvern þann sjúkling sem fá átti slík lyf ásamt skýringu á beiðninni um sýklalyfjagjöf. Þar voru einnig skráðar allar breytingar á tímalengd og formi sýklalyfjagjafa. Fyrstu deildirnar sem féllu undir slíkt eftirlit voru smitsjúkdóma-, blóðsjúkdóma- og krabbameins- lækningadeildum í maí 1995 og síðan bættust við ein af annarri; almenn lyflækningadeild í júní 1995, almenn skurðlækningadeild og öldrunarlækninga- deild, báðar í október 1995, hjartadeild í nóvember 1995, bæklunar- og þvagfæraskurðlækningadeild í desember 1995 og að síðustu háls-, nef- og eyrna- lækningadeild ásamt heila- og taugaskurðlækn- ingadeild í mars 1996. Deildir þær sem lutu eftirlitinu höfðu að jafnaði ekki birgðir af sýklalyfjum í lyfjaskápum sínum líkt og áður tíðkaðist heldur fengu þær lyf þau sem nota átti send daglega frá apótekinu. Sú undantekning var þó þar á að smitsjúkdóma-, blóðsjúkdóma- og krabbameinslækningadeildir ásamt gjörgæsludeild höfðu nokkrar birgðir til staðar sem hægt var að grípa til ef ný sýklalyfjagjöf hófst eftir lokunartíma apóteksins. Alla jafna fóru lyfjafræðingur og smitsjúkdóma- læknir yfir notkun sýklalyfja fyrrnefndra deilda daglega. Fóru þeir eftir atvikum á deildirnar til að kanna nánar ýmsar ástæður fyrir notkun sýkla- lyfjanna svo sem ástand sjúklings og niðurstöður ræktana. Var ábendingum komið á framfæri ef þurfa þótti. Lyfjatæknar apóteksins tóku einnig þátt í eftir- litsvinnunni við innslátt á upplýsingum af eyðublaði í tölvu, útskrift upplýsinga og fleira. Skráning: Úr tölvuskráningu legudeildarkerfisins fengust upplýsingar um fjölda legudaga á hverjum legugangi, eftir mánuðum og árum. Einnig fengust til samanburðar upplýsingar um hvar sjúklingar hverrar sérgreinar lágu, skipt eftir sömu tímaeiningum. Leiðrétt var fyrir flutningi sérgreina milli ganga sjúkrahússins samkvæmt upplýsingum um slíka flutn- inga sem fengust hjá hjúkrunarframkvæmdastjórum lyflækninga- og handlækningasviða. Upplýsingar um kostnað hverrar deildar af notkun sýklalyfja fyrir hvern mánuð fengust úr sér- skráningu apóteksins á verði hvers lyfs, lyfjaflokks og fjölda skilgreindra dagskammta. Skilgreindur dag- skammtur (SDS) telst daglegur meðalviðmiðunar- skammtur hvers sýklalyfs sem miðast við megin- ábendingu notkunar þess (11). Á hluta rannsóknartímabilsins var af hálfu apóteks sjúkrahússins lagt 10% álag á verð lyfja til að mæta þjónustukostnaði. I kostnaðarútreikningum var leiðrétt fyrir þessari álagningu apóteksins. Úrvinnsla: Við kostnaðargreiningu var stuðst við útreikninga á hreinum (absolut) sparnaði, raun- spamaði (cost minimization/real cost decreases) og áætluðum sparnaði (cost avoidance analysis) (12). Til 34 Læknablaðið 2001/87 j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.