Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 42

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 42
FRÆÐIGREINAR / TÓBAKSVARNIR Tafla 1: Tóbaksneysla heilsugæslulækna á íslandi. Spurning: Hefur þú einhvern tímann reykt (af og til eöa daglega) I eitt ár samfellt? Spurning: Reykir þú I dag? 46% (68/127)* Reykja daglega 7% (9/127) Reykja sjaldnar 8% (10/127) Allar núverandi reykingar 15% (19/127) Spurning: Notar þú neftóbak eöa munntóbak í dag? 2% (2/127) Öll núverandi tóbaksnotkun 17% (21/127) * Tveir svöruöu ekki spurningunum um eigin tóbaksneyslu. Tafla II: / hvaóa mæli grennslast heilsugæslulæknar fyrir sjúklinga? Meöferöarvenjur og þröskuldar. um reykingavenjur Spurning: Gerum ráö fyrir aö þú hittir fullorðinn sjúkling sem hefur/ hefur ekki nein einkenni sem tengd hafa verið reykingum, spyrðu þá sjúklinginn hvort hann/hún reyki? Hlutfall sjúklinga sem eru spuröir (meðaltal): Af sjúklingum sem ekki hafa nein einkenni sem líklegt er aö rekja megi til reykinga % (staðalfrávik) Af sjúklingum sem hafa einkenni sem líklegt er aö rekja megi 25% (27,12) til reykinga % (staöalfrávik) 93% (9,49) Þröskuldar: Hlutfall þeirra sem eru aö einhverju leyti sammála fullyrðingunni (það er, eru ekki algerlega ósammála): Umræöur um reykingar taka oft of langan tíma % (hlutfall) 50% (63/126)* Mér finnst ég ekki vera nógu vel að mér I efninu % (hlutfall) Þaö er ekki innan míns verksviðs að ræöa við fólk um 33% (42/126) reykingavenjur þess % (hlutfall) Ég er ekki fullkomlega sannfærð(-ur) um aö reykingar 12% (15/126) séu stórt heilsufarsvandamál % (hlutfall) 4% (5/126) Mér finnst óþægilegt aö spyrja fólk út I reykingavenjur þess % (hlutfall) 30% (38/126) * Þrír svöruöu ekki spurningunni. landi voru ábyrg fyrir gagnasöfnun í samvinnu við félög heilsugæslulækna. í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi var valið slembiúrtak 1000 heilsugæslulækna en á íslandi voru allir starfandi heilsugæslulæknar, sem voru félagar í Félagi íslenskra heimilislækna, með í úrtakinu. Eftirfarandi spurningar mældu hve oft heilsu- gæslulæknar taka upp reykingar í klínísku viðtali: A) Gerum ráð fyrir að þú hittir fullorðinn sjúkling sem ekki hefur nein einkenni sem tengd hafa verið reykingum, spyrðu þá sjúklinginn hvort hann/hún reyki? B) Gerum ráð fyrir að þú hittir fullorðinn sjúkling sem hefur einkenni sem tengd hafa verið reykingum, spyrðu þá sjúklinginn hvort hann/hún reyki? C) Ef þú veist að sjúklingurinn reykir, ræðir þú þá við hann/hana um gildi þess að hætta að reykja? Svarsmöguleikarnir voru; „nei aldrei“ og „já í um það bil__% tilfella“. Eftirfarandi spurning greindi hve oft læknarnir buðu sjúklingum sínum upp á mismunandi stuðning: Ef þú veist að sjúklingurinn reykir og hefur hug á að hætta að reykja, hve algengt er að þú bjóðir honum/henni eftirfarandi aðstoð?: A) Ég rétti sjúklingnum bækling um reykbindindi. B) Ég bíð sjúklingnum upp á að koma aftur með það að markmiði að styðja hann/hana í viðleitninni til að hætta að reykja. C) Ég bíð sjúklingnum upp á að taka þátt í námskeiði í reykbindindi á heilsugæslustöðinni (stofunni). D) Ég vísa sjúklingnum á námskeið í reykbindindi hjá öðrum aðilum. E) Ég ræði við sjúklinginn um hugsanlega dagsetningu fyrir reykbindindið. F) Ég legg upp meðferðaráætlun með nikótínlyfjum. G) Ef þú hjálpar sjúklingum að hætta að reykja á annan hátt en ofan, hvemig? Svarsmögu- leikarnir voru: „Oft/oftast“, „stundum“, „sjaldan", „aldrei“. Auk framangreindra spurninga var spurt um þröskulda sem læknar hafa áður gefið upp sem drag- bíta á tóbaksvarnastarf í ýmsum erlendum rannsókn- um. Pátttakendur voru beðnir að taka afstöðu til mikilvægis þessara þröskulda með því að svara að hvaða marki þeir væru sammmála: „Algjörlega sammála“, „frekar sammála", „frekar ósammála“ og „algerlega ósammála". Pátttakendur tóku afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga: „Petta er alltof tímafrekt“, „mér finnst ég ekki vera nógu vel að mér í efninu“, „það er ekki innan míns verksviðs að ræða við fólk um reykingavenjur þess“, „læknar hafa ekki rétt til að eiga frumkvæðið að því að upplýsa sjúklinga um heilsufarslegar afleiðingar þess lífsstfls sem það hefur valið“, „mér finnst óþægilegt að ræða um efnið“, „ég er ekki fullkomlega sannfærð(-ur) um að reykingar séu stórt heilsufarsvandamál“, „það er ekki erfiðisins virði að standa í svona ráðgjöf þar sem alltof fáir hætta að reykja þrátt fyrir stuðninginn“, „æskilegast væri að geta vísað sjúklingum á aðila sem sérhæfa sig í að aðstoða fólk við að hætta að reykja" og „ef annað, hvað?“. Einnig var spurt um það hvort þátttakendur hefðu tekið þátt í námskeiðum eða á annan hátt reynt að auka þekkingu sína með það fyrir augum að vera betur í stakk búin(-n) að hjálpa sjúklingum að hætta að reykja? Hvort þeir hefðu tekið þátt í að aðstoða fólk við að hætta að reykja sem stjórnendur eða fyrirlesarar á námskeiðum í reykbindindi. Hve mikinn tíma þeir hefðu notað síðastliðinn mánuð til samræðna eða fyrirlestra um reykbindindi og að lokum var spurt um eigin tóbaksneyslu. Helstu lykil- spurningarnar eru birtar í töflum. Níðurstöður Svarshlutfall var 77% (129/167). Af þeim sem svöruðu reyktu 14% (19/127) að minsta kosti af og til, en 7% (9/127) reyktu daglega (tafla I). Heilsugæslulæknarnir sögðust að jafnaði spyija rúmlega níu af 10 sjúklingum að því hvort þeir reyktu ef viðkomandi hafði einhver sjúkdómseinkenni sem sýnt hefur verið fram á að tengjast reykingum (tafla II). Hefðu sjúklingar hins vegar engin slík einkenni voru þrír af fjórum aldrei inntir eftir því hvort þeir reyktu (tafla II). Algengasta ástæðan sem gefin var upp fyrir því að grennslast ekki fyrir um reykingar var að slíkar umræður taki oft langan tíma (tafla II). 42 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.