Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2001, Page 49

Læknablaðið - 15.01.2001, Page 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld. Kallaði hann það Gœðaskipti. Maðurinn kemur sífellt í lífinu á vegamót, þar sem leiðir skiptast til hvorrar handar. Langoftast er sitthvað, sem mælir með og á móti báðum leiðum. Ferðalag okkar um víðáttur vísinda, þekkingarauka og efnahagslegra framfara hefur fært okkur að krossgötum. Á þessum krossgötum skerast leiðir hinnar læknisfræðilegu kunnáttu mannsins og getu til að fást við flókin viðfangsefni alvarlegra sjúkdóma annars vegar og hins vegar viljinn til að kosta hverju sem er til að knýja fram lækningu þessara sjúkdóma. Fram til þessa hefur verið rikur vilji til þess á Vesturlöndum að mæta framförum í læknisfræði með auknum fjárframlögum. En allra lína, sem ekki liggja samsíða, bíða þau örlög að skerast. Pær krossgötur liggja nú að baki, hvað okkur varðar í velferðar- ríkjum Vesturlanda. Geta læknavísindanna hefur farið fram úr þeim fjármunum, sem þjóðfélagið á okkar dögum er reiðubúið að gjalda fyrir þessa læknisdóma. Og samkvæmt lögmálinu um eðli hlutanna, þá hljóta línurnar að fjarlægjast í fyllingu tímans. Sýnist svo vera í þessum efnum sem öðrum eftir því, sem okkur er auðið að ráða í framtíðina. Þessi staðreynd kallar okkur að viðfangsefni dagsins. I lögum er kveðið á um að allir þegnar íslenska ríkisins skuli eiga völ á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við endurskoðun þessara laga er nú rætt um að draga úr þessari skuldbindingu ríkisins og semja hana að veruleika nútímans. Nú er rætt um, að markmið laganna um heilbrigðisþjónustu skuli vera að tryggja landsmönnum jafnan aðgang að sem beztri heil- brigðisþjónustu eins og henni verður við komið á hverjum tíma til að efla og vernda andlega, félagslega og líkamlega heilbrigði. Hið andlega reiptog er hafið. Eitt birtingarform þess er umræðan um for- gangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Og menn veigra sér við að taka á þeim spurningum, sem varpað er fram. Þjóðfélagið virðist ætlast til þess, að læknar svari þeim í kyrrþey eins og þeir hafa gert fram að þessu og svo mjúklega, að það snerti helst engan nema að tjaldabaki. Læknar og hjúkrunarfólk hafa þess í stað tekið á móti með háværum hætti og krafizt svara um það, hvernig fara eigi með takmarkaða fjármuni. Og öllum reynist erfitt að fóta sig við þessar nýju aðstæður og leiðin sýnist torsótt með brauðið dýra út úr þokunni. Eg efast um, að köld rökhyggja byggð á skyn- seminni einni geti leitt okkur út úr þeim vanda, sem við blasir. Úrlausnarefnið hlýtur að vera í ríkum mæli siðferðislegs eðlis. Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni fæst um síðir við sjálfselsku og siðgæði. Páll S. Árdal rekur í ritgerð sinni Siðferði og mannlegt eðli kenningar Þrasýmakkosar í samræðum við Sókrates í inngangi Ríkisins eftir Platón. „Kenningar Þrasýmakkosar," segir hann, „byggjast á þeirri skoðun að öll hegðun manna mótist af sjálfselsku. Menn ota sínum tota í einu og öllu og reyna eftir megni að tryggja eigin velferð. Við þetta bætist, að hagsmunir manna stangast ávallt á; mannlífið er sífelld keppni um ver- aldleg gæði. Sá er því mestur gæfumaður, sem getur hagað málum sínum þannig, að allir aðrir stuðli að velferð hans.“ Hver maður getur einungis höndlað hamingjuna á kostnað annarra. Svar Platóns við þessari kenningu Þrasýmakkosar var forsögnin um fyrirmyndarríkið, þar sem vizkan og skynsemin skyldu ráða ríkjum. ... Þó heimspekingar síðari ára hafi hrakið þessar kenningar Grikkjanna og kristindómurinn gert kröfu um ábyrgð á meðbræðrum sem svarað verður handan grafar, þá verður ekki framhjá mannlegum breyskleika gengið. Forgangsröðun í heilbrigðis- þjónustunni er og verður mannanna verk, bundið þeim takmörkum, sem þroska, gildum, siðum og venjum hvers samfélags eru sett á hverjum tíma. Umræður okkar og niðurstöður á þessum vettvangi og samálit þjóðfélagsins alls um það, hvernig gæðum læknavísindanna skuli deilt með þegnunum, mun verða ein þeirra stærða, sem komandi kynslóðir munu leggja kvarða sinn á og dæma siðferðisþrek áa sinna eftir.“ (S.S.; 1995) ...til framtíðar Sagt hefur verið, að stjórnvöld eigi einungis tvo kosti á okkar dögum til að auka við heilbrigðisþjónustuna með öðrum orðum lil að stytta biðlistana. Annar er sá að íþyngja þegnunum enn frekar með aukinni skattheimtu. Hinn er að fá „nýja peninga“ í kerfið, sem þegnarnir leggja fram af fúsum og frjálsum vilja til að þiggja þessa sömu þjónustu, þegar þeim hentar. í síðara tilvikinu er um raunverulega einkavæðingu að ræða, þar sem bæði þjónustan og fjármögnun hennar eru alveg utan við hlutskipti annarra þegna þjóðfélagsins. En er raunin sú? Vera má að þjónustan, sem veitt er og andvirði hennar, sem úr vasa sjúklingsins kemur, sé ekki annarra mál en þeirra, sem í hlut eiga. Svo kann að virðast í fljótu bragði. En til þess að þetta megi verða, þarf þá ekki að vera framboð á þjónustu umfram þarfir allra? Allsnægtaborð? Lögð hefur verið áherzla á það, að í heilbrigðis- þjónustunni ríki lögmál skortsins, úrræðin verði takmörkuð í samanburði við þekkinguna til að veita þau. Á það hefur verið bent hér að framan og eru menn almennt sammála því atriði. Ef fólki verður auðveldað að nálgast þessi úrræði í krafti fjármuna sinni, hvernig er þá hægt að koma því í kring með því að það komi ekki niður á einhverjum? Þetta er erfitt viðfangsefni og nauðsynlegt að gæta varúðar. Læknabladið 2001/87 49

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.