Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 51

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 51
UMRÆÐA & FRETTIR / EINKAVÆÐING Landspítalínn hf? í Læknablaðinu verður að pessi sinni rætt við tvo lækna sem hafa um margt mismunandi skoðanir á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu. Umræða um málið er á fleygiferð í samfélaginu og full ástæða til að Læknablaðið taki þátt í þeirri umræðu, ekki síst með því að hlusta á röksemdir lækna sem hlynntir eru eða andvígir vaxandi einkavæðingu heilbrigðisþjónust- unnar. Þorkell Bjarnason röntgenlæknir hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að einkavæða eigi sem allra mest í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Hann hélt meðal annars erindi um það á málþingi sem haldið var í tengslum við aðalfund Læknafélags íslands á liðnu hausti (sjá Læknablaðið 10/2000). Hann hefur sjálfur verulega reynslu af einka- rekstri í heilbrigðisþjónustu en árið 1993 stofnaði hann ásamt fleiri röntgenlæknum Röntgen Domus Medica. Læknablaðið spurði Þorkel hverjar væru helstu ástæður þess að hann teldi einkarekstur heppilegri en ríkisrekstur í heilbrigðisþjónustu. „Þjónustan myndi batna með auknum einka- rekstri og kostnaðurinn lækka. Eitt aðalvandamálið í okkar heilbrigðiskerfi er að ríkið er bæði kaupandi og seljandi að þjónust- unni. Það gengur ekki gagnvart sjúklingnum að sami aðili sitji við eitt skrifborð og segi hvaða þjónustu eigi að veita og sitji síðan við annað skrifborð og segi að það sé ekki hægt að veita hana vegna þess að ekki séu til peningar. Það á ekki að fara eftir fjölda þorska í sjónum hvort sjúklingar fá heilbrigðisþjónustu eða ekki. Það bara gengur ekki.“ Hvers vegna er einkavœðing betri lausn en einhver önnur? Porkell Bjamason. „Þegar ég tala um einkavæðingu þá er ég að tala um rekstur þjónustunnar. Seljandi þjónust- unnar á að mínu mati að vera einkaaðili, en ég vil ekki hrófla við skyldutryggingunum og velferðar- kerfinu. Jafnræði á að gilda bæði fyrir veitendur og neytendur þjónustunnar. Ég vildi sjá Landspítalann seldan og breytt í hlutafélag. Vandamálið gæti að vísu orðið kaup- endurnir. Ég er sannfærður um að hægt er að spara fleiri krónur með því að selja Landspítalann en Landsbankann. Reksturinn yrði að mínu mati mun markvissari ef það yrði gert, því þá færi saman rekstrarleg og fagleg ábyrgð. í dag vantar um einn og hálfan milljarð til heilbrigðiskerfisins á íslandi miðað við fjárlög. Rekstur Landspítalans er um 19 milljarðar og hallinn í dag 600-800 mill- jónir. Peningum er ekki mokað þangað með skófl- um, heldur vélskóflum.“ Og þú telur að það myndi breytast með einkarekstri? „Það er engin spurning. Fimm fyrstu árin sem við störfuðum í Röntgen Domus spöruðum við heilbrigðiskerfinu um 300 milljónir og er það varlega áætlað.“ Ertu þá að tala um einhvers konar útboð á rekstri? „Það verður án efa farið út í einhvers konar útboð á heilbrigðisþjónustu, en vandamálið er að ríkið er þá að bjóða á móti einkaaðilum. Sam- kvæmt reglugerðum eiga opinberir aðilar að að- skilja sinn rekstur bæði rekstrarlega og stjórnunar- lega ef þeir stunda samkeppni að einhverju ráði. Hins vegar má sjá að það er enginn vandi að fela eða millifæra tölur án þess nokkur viti af. Það er að vísu verið að reyna að koma á kerfi núna til að reyna að finna út hvað hlutirnir kosta. Ef farið er fram úr fjárlögum er bara bætt úr því með auka- fjárveitingum. Mér finnst að þeir sem kaupa þjónustuna, það er Tryggingastofnun, eigi að geta samið um ákveðið verð fyrir þá þjónustu sem keypt er, hvort sem það eru aðgerðir eða rann- sóknir, og keypt þær hvort sem er af ríkisfyrir- tækjum eða einkaaðilum úti í bæ.“ Nú er hœgt að hugsa sér þrenns konar útfœrslu á heilbrigðisþjónustu, ríkisrekna, einkarekna eða blöndu afþessu hvoru tveggja. Hvað sérð þúfyrir þér að eigi við hér á landi? „Ég held að blandað kerfi sé langbest til að byrja með að minnsta kosti.“ Munu þá einkastofnanirnar ekki geta fleytt rjómann ofan af en kennslu- og rannsóknarskylda sitja eftir hjá hinum? Læknablaðið 2001/87 53

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.