Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EINKAVÆÐING Mér finnst heldur ekki reiknað með að nein þróun eigi sér stað eða fjölgun rannsókna. Það er eins og tryggingakerfið geri ekki ráð fyrir að aldursdreifingin er að breytast, fólki fjölgar og það verður eldra en áður og rannsóknafjöldi eykst með tilliti til aldurs. Þetta er að gerast víðast hvar um heiminn, ekki aðeins á Islandi. Ofan á þetta kemur tæknibyltingin og það er ekki heldur gert ráð fyrir henni í útreikningum á kostnaði." Hafið þið ekki einhvern farveg fyrir nýjar hugmyndir, til dœmis vegna nýrrar tœkni? „Við ræðum þær vissulega, en það er eins og að lenda á vegg. Það er eins og hugmyndir okkar séu ekki til.“ í Noregi er hámarksbið þrír mánuðir Hvað viltu segja um reynslu nágrannaþjóða okkar af einkarekstri? „Ég segi stundum að það geti bjargað okkur að við hermum allt eftir Svíum. Þeir eru komnir nokkuð langt í að einkavæða bæði á sjúkrahúsum og í rannsóknarvinnu. Sama máli gegnir um Noreg. í íslenskum lögum segir að fólk skuli fá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, sem er besta mál. Vandinn er sá að í lögin vantar ákvæði sem er að finna meðal annars í norskum lögum, um að það skuli gerast innan þriggja mánaða. Norðmenn eru í dag að senda þúsundir sjúklinga til ýmissa Evrópulanda í aðgerðir þar. Hér á landi er litið á biðlista sem tæki í rekstri heilbrigðis- þjónustunnar og fólkið sem er á þeim fær ekki einu sinni númer. Það er að mínu mati ekkert annað en rugl.“ Hvað um að þetta kerfi hafi aukið á skriffinnsku og þar með kostnað í Svíþjóð? „Trúlega hefur það gerst. Hins vegar er þar um að ræða tilraun til að gera reiknisskil milli deilda og hafa yfirsýn yfir hvað hlutirnir kostuðu í raun og veru og það var í sjálfu sér gott. Þó einhverjar slíkar tilraunir hafi verið gerðar hér á landi þá hafa menn ekki hugmynd um hver kostnaður á hvern sjúkling er, þeir þekkja aðeins heildarkostnaðinn. Menn verða að taka sér tak og kostnaðargreina ríkisrekna heilbrigðisþjónustu." Hvað segir þú um einkareksturinn í Banda- ríkjunum? „Bandaríska heilbrigðiskerfið er það besta sem völ er á í heiminum en jafnframt það dýrasta. Tveir liðir valda því einkum hve dýrt það er, vá- tryggingafélögin og lögfræðingarnir. Seinna vandamálið erum við að byrja að sjá hér á landi en það fyrra þekkjum við ekki.“ Já, þú hefur sagt að þú viljir ekki hrófla við skyldutryggingunum ... „Já, en ég vil að við ráðum hvar við tryggjum okkur, hvort sem það er hjá Tryggingastofnun eða vátryggingafélögunum. Það á hins vegar að vera skyldutrygging sem við greiðum með sköttunum okkar. Oft er vitnað til þess að um þriðjungur Banda- ríkjamanna sé ekki með tryggingar en það gleym- ist'oft að þetta eru að miklum hluta ungt fólk sem velur að vera ekki með tryggingu. Það er að koma undir sig fótunum og er enn mjög heilsuhraust. Síðan eru auðvitað margir sem ekki hafa efni á að tryggja sig en þeir fá heilbrigðisþjónustu hjá þeirri borg eða sveitarfélagi sem þeir búa í. Bandaríkjamenn eru að fara út á nýjar brautir. Stóru sjúkrahúsin eru farin að bjóða upp á að þau taki sjálf við tryggingunum og ábyrgjast að veita einstaklingum heilbrigðisþjónustu frá vöggu til grafar.“ Er þá ekki hœtt við að allir vilji heilbrigða fólkið og enginn hina? „Því ráða þau ekki. Þeim er gert skylt að taka við öllum sem vilja tryggja sig hjá þeim.“ Allt einkarekiö eftir 10-20 ár? Sérðu fyrir þér að hér verði sett á laggirnar einka- sjúkrahús? „Ég vona það. Fólk þarf að eiga valkost." Nú er um geysidýra framkvœmd að rœða og samkeppni um fjármagn, hefur þú trú á því að fólk vilji leggja fjármagn í slíka framkvæmd? „Já, það get ég alveg séð fyrir mér. Ég veit að innan heilbrigðisgeirans er áhugi fyrir hendi. Byggingaráform Landspítalans eru upp á 35 milljarða í viðbót við það bákn sem er fyrir svo það er alltaf spurning fyrir hverja er verið að byggja og utan um hvað.“ Ef einkarekstur verður vaxandi í heilbrigðis- þjónustu, sérðu hann fyrir þér í strálbýli eða mun það sama gerast og þegar opnað var fyrir einkarekstur Ijósvakamiðlanna að aukningin verði öll íþéttbýli? „Heilsugæslan víða um landið gæti allt eins verið einkavædd. Við höfum haft sjálfstætt starf- andi heimilislækna frá upphafi, þótt reynt hafi verið að drepa það rekstarform og færa allt inn á heilsugæslustöðvar. Og þar sem þú nefnir ljós- vakann sem dæmi þá er starf lækna í dreifbýli orðið miklu auðveldara með nýrri tækni. Það er ekkert vandamál að senda röntgenmynd lands- hluta á milli og fá svar um leið.“ Hvernig séðu framtíðina varðandi einkarekstur? „Mín trú er sú að ekkert verði ríkisrekið eftir 10-20 ár. Þar á ég við bæði heilbrigðisþjónustuna og menntakerfið. Fyrst það er hægt að greiða ákveðið með hverjum nemanda sem fer í Versló, þá ætti að vera hægt að gera nákvæmlega það sama í heilbrigðiskerfinu. Fólk hefur haft oftrú á ríkisrekstri og haldið að hann sé bestur, hugsanlega af því að þar eru hlutirnir ekki reknir með hagnaði. Þetta er að Læknablaðið 2001/87 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.