Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 63

Læknablaðið - 15.01.2001, Side 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÆÐSLUSAMTÖK getnaðarvarnir og barneignir. Meðalaldur unglinga við fyrstu kynmök er 15,4 ár en aðeins 60% þeirra nota getnaðarvamir þá. I rannsókn Sóleyjar kom einnig fram að unglingar standa nokkuð misjafnlega að vígi eftir búsetu, þeir sem búa í strjálbýli eiga erfiðara með að nálgast getnaðarvarnir en unglingar í þéttbýli. Allir þekkja alla í smábæjum og unglingar veigra sér því við að útvega sér getnaðarvarnir. Það er helst að ungt fólk treysti sér til að leita til skóla- hjúkrunarfræðinganna, sem hafa verið geysilega áhugasamir í starfi félagsins. Unga fólkið sem mest þyrfti á fræðslu, ráðgjöf og getnaðarvörnum að halda er þó oft hætt í skóla og jafnvel byrjað að búa án þess að hafa nokkurn tímann fengið almennilega ráðgjöf. Leiðirnar til að nálgast unga fólkið eru margvís- legar. Læknanemar á öðru ári, sem sérstaklega hafa menntað sig á þessu sviði, sinna kynfræðslu fyrir ungt fólk, bæði í skólum og félagsmiðstöðvum. Starf þeirra hefur gefið mjög góða raun. Þeir hafa sett upp heimasíðuna www.forvarnir.com og er þar margvís- legt fræðsluefni auk möguleika til að fá svör við innsendum spurningum. Fræðslusaamtökin eru einnig með heimasíðu, www.fkb.is og er hægt að finna þar áhugaverðar tengingar, ýmislegt um starf- semi félagsins auk umsóknareyðublaðs fyrir þá sem vilja ganga í samtökin. Fleiri leiðir hafa verið nýttar til að koma fræðslu til ungs fólks. Meðal annars hefur fulltrúi frá Félagi framhaldsskólanema setið í stjórn FKB og mynd- uðust þá góð tengsl við þann aldurshóp. Hitt húsið kemur til sögunnar I ágúst 1995 fengu Fræðslusamtökin aðstöðu í Hinu húsinu á horni Aðalstrætis og Vesturgötu í Reykja- vík (gamla Geysishúsinu). Þar var opnuð ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Þar er boðið upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir ungt fólk um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir og hægt er að fá neyðargetnaðarvörn ef þörf er á. í upphafi var þarna um að ræða móttöku með viðtölum, símaráðgjöf og sameiginlegri verkefnavinnu. Opið var einu sinni til tvisvar í viku, fjóra tíma í senn, en með breyttri starfsemi Hins hússins er ráðgjafi á vegum Fræðslu- samtakanna alltaf tiltækur á bakvakt og samið er um viðtalstíma eftir hentugleikum. Samtökin fengu her- bergi til afnota í Hinu húsinu og var það innréttað mjög ólíkt hefðbundnum læknastofum. Hugmynd- irnar komu flestar frá unga fólkinu sjálfu. Lýsingin er dempuð, í dökku loftinu er jólasería eða skreyting sem minnir á stjörnubjartan himin en á gólfinu eru notaleg antíkhúsgögn. Vaxandi umsvif Aðstaðan í Hinu húsinu hefur verið aðalaðsetur Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir. Auk ráð- gjafarinnar var þar aðstaða með símsvara og tölvu. Síðastliðið haust fengu samtökin hins vegar skrifstofuhúsnæði á Laugavegi 7 ásamt fleiri félögum. Þar hefur félagið þegar komið upp skrif- stofuaðstöðu og hefur aðgang að fundarsal. Draum- urinn er að fá starfsmann í hlutastarf á næsta ári og efla útgáfustarfsemi og námskeiðshald. Bókasafn samtakanna sem geymt hefur verið á Heilsuverndar- stöðinni mun einnig flytjast í nýja húsnæðið. FBK hefur sinnt frœðslu fyrir unglinga í sérhönnuðu húsnœði í Hinu húsinu í Reykjavík. RÉTTUR ÞINN Sérhver sem fær fræðslu og ráðgjöf um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir á rétt á: 1. Upplýsingum. Að geta fengið upplýsingar um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir. 2. Aðgengi að þjónustu. Að hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf óháð kyni, kynhneigð, kynstofni, hjúskaparstöðu og trúarbrögðum. 3. Vali. Að geta ákveðið sjálfur um takmörkun barneigna og tegund getnaðarvarna. 4. Öryggi. Að geta notað örugga getnaðarvörn. 5. Friðhelgi. Að geta rætt við ráðgjafa í einrúmi. 6. Þagnarskyldu. Að vera viss um að geta treyst fagfólki fyrir persónulegum málefnum. 7. Virðingu. Að framkoma starfsfólks einkennist af kurteisi, tillitssemi og umhyggju. 8. Vellíðan. Að geta liðið vel meðan á fræðslu og ráðgjöf stendur. 9. Áframhaldi á þjónustu. Að geta komið aftur til að fá frekari fræðslu og ráðgjöf. 10. Skoðun. Að geta sagt frá skoðun sinni á þeirri fræðslu og ráðgjöf sem veitt er. Þessar leiðbeiningar hafa meðal annars komið út á veggspjaldi og eru gerðar að fyrirmynd frá IPPF (1992) en þýddar af Sóleyju S. Bender í ágúst 1995. Læknablaðið 2001/87 63

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.