Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 64

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 64
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÆÐSLUSAMTÖK Frœðslunni er komið á framfœri með ýmsum hœtti, á póstkortum og í bœklingum. Þátttaka lækna Þeir læknar sem tekið hafa þátt í starfi FKB hafa sinnt margvíslegum verkefnum. Kvensjúkdóma- læknar hafa að vonum verið mest áberandi í þeirra hópi en heimilislæknar hafa einnig sýnt starfinu áhuga og oft komið með nýjar áherslur í ljósi reynslu sinnar. Sóst er eftir að fá fleiri heimilislækna til starfa, ekki síst vegna þeirra sérstöku tengsla sem þeir hafa við sjúklinga sína. Fræðslusamtökin hafa talið það í sínum verka- hring að standa fyrir fræðslu fyrir heilbrigðisstéttir og hafa haldið fundi um ýmis málefni. Þá hafa læknar getað sótt fræðslufundi og námskeið erlendis fyrir milligöngu samtakanna. Þau hafa lagt sérstaka áherslu á það að undanförnu að kynna neyðar- getnaðarvörnina ítarlega, meðal annars fyrir læknum, því upplýsingar um hana hafa verið af skornum skammti og misskilnings gætt. í því skyni hafa meðal annars verið skrifaðar greinar, útbúinn bæklingur og haldnir fundir. IPPF hefur á sínum snærum alþjóðlegt læknaráð (International Medical Advisory Panel) sem er hópur sérfræðinga í málefnum fjölskylduáætlunar. Ráðið gefur út fréttabréf nokkrum sinnum á ári. Ráðið fær ýmsar spurningar og verkefni á sitt borð og reynir að gefa faglegar ráðleggingar sem eru birtar í fréttabréfum þess og eru lesnar og notaðar af heilbrigðisstarfsfólki um allan heim. Þar er til dæmis að finna ráðleggingar um getnaðarvarnanotkun fyrir ákveðna langvinna sjúkdóma, ráðleggingar um fóstureyðingar og ófrjósemiaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt Heimasíða FKB er tengd heimasíðu IPPF, www.ippf.org en þar er meðal annars að finna nánari upplýsingar um læknaráðið. Alþjóðastarf Starfsemi aðildarfélaga IPPF er samræmt milli landa og mikil áhersla lögð á að samsvörun sé til dæmis í notkun ýmissa hugtaka. Þar af leiðandi eru þær upp- lýsingar sem safnað er saman frá hinum fjölmörgu aðildarlöndum sambærilegar og í sumum tilvikum mikilvægt efni í alþjóðlegum rannsóknum. Rík áhersla er lögð á að allt sem gert er í landssam- tökunum sé í samræmi við hugmyndafræði og sjónarmið sem alþjóðasamtökin hafa samþykkt. Samtökin fjalla mikið um mannréttindi og það er ekki síst á því sviði sem þessi afdráttarlausa afstaða og samræming hefur sannað gildi sitt. Mannréttindi eru að mati samtakanna algild réttindi sem eiga ekki að vera breytileg milli landa. Samtökin leggja áherslu á að kynlífs- og frjósemiréttindi séu hluti almennra réttinda. Þar er til dæmis átt við rétt hvers og eins til að ráða yfir líkama sínum, rétt til aðgangs að getnaðarvörnum, að þurfa ekki að undirgangast aðgerðir á borð við umskurð á unga aldri og að njóta jafnréttis án tillits til kynhneigðar. Það telst til tíðinda að alþjóðasamtök fólks af öllum trúarbrögðum heims frá fjölmörgum löndum og menningarsvæðum skuli standa saman að stefnumótun af þessu tagi. Starfsemin er mismunandi eftir löndum, sums staðar er um að ræða einu fræðslu og ráðgjöf sem tiltæk er um kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir, sums staðar er jafnvel boðið upp á fæðingarþjónustu og síðan hafa samtökin allvíða verið eini staðurinn þar sem hægt er að leita eftir fóstureyðingum. IPPF hefur mikið samstarf við Alþjóðaheilbrigðisstofn- unina (WHO) og hefur tekið virkan þátt í alþjóða- ráðstefnum á borð við Kaíró-ráðstefnuna og kvennaráðstefnuna í Bejing. Framundan Á nýju ári eru helstu verkefni félagsins að útvega góðan starfsmann sem getur tekið yfir ýmis verkefni sem fram til þessa hafa verið á höndum stjórnar og unnin í rýrum frítíma stjórnarfólks. Stefnt er að því að hafa fastan opnunartíma skrifstofu eftir að starfs- maður hefur verið ráðinn. Framundan eru ýmis verk- efni sem eru rétt að fara af stað. I bígerð er að vera með fræðslu fyrir foreldra og samvinnu við forelda- samtök í skólum. Unnið er að útgáfu bæklings um ófrjósemiaðgerðir. Verið er að leggja síðustu hönd á ítarlega starfsáætlun Fræðslusamtakanna. Áfram verður lögð mikið áhersla á samstarf við yfirvöld til þess að sjónarmið samtakanna um jafnan rétt allra á þessu sviði og að réttur einstaklingsins varðandi kynlíf og fjölskylduáæltun verði virtur. Þótt stundum heyrist að þessi málaflokkur sé í himnalagi á Islandi er ljóst að úr ýmsu þarf að bæta, ekki síst hvað varðar fræðsluna. Fjöldi fólks sem flyst til íslands frá öðrum menningarsvæðum fer vaxandi. Reynsla nágranna- þjóðanna hefur sýnt að þekking og þátttaka í alþjóð- legu starfi er gott veganesti í að laga fræðsluna að þeim ólíku þörfum sem geta verið til staðar í fjöl- menningaríkjum. -aób Tenglar við vefsíður: www.ippf.org www.mmedia.is/fkb 64 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.