Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 71

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARHJÁLP Ef einhver lœknir sem les þetta vill leggja sitt að mörkum, á hann þá að hafa samband við þig? „Já, endilega eða við Guðbjöm Björnsson. Þeir sem fara á átakasvæðin gera tvennt, þeir sýna auðvitað mikið hugrekki og velvilja með því að fara en á hinn bóginn er líka mikið upp úr því að hafa fyrir lækni að fara í slíka ferð. Óvíða er aðra eins reynslu að fá. Læknar og hjúkrunarfólk sem fer á staðinn geta einnig verið þess fullviss að þarna er góð aðstaða fyrir hendi og framúrskarandi skipulag. Það er vel tekið á móti fólki og vel búið að því.“ Hafa Norðurlandaþjóðirnar brugðist vel við hjálparbeiðnum ? „Já, þær eru áberandi í hjálparstarfinu, ekki síst Norðmenn. Þeir hafa verið með margvíslegt starf svo sem heilsugæslu í flóttamannabúðum í Palestínu og nærliggjandi löndum. Reynsla þeirra er mjög dýrmæt og þeir eru ólatir við að miðla henni til annarra." Góöar undirtektir Hefur gengið vel að afla fjár til verkeþúsins? „Já, undirtektir hafa verið jákvæðar, bæði hjá heilbrigðisyfirvöldum og Rauða krossi íslands. Við þurfum auðvitað helst að fá til liðs við okkur fleiri lækna en einn eða tvo, þannig að hægt yrði að senda að minnsta kosti tvo hópa. Við ætlum líka að senda lyf með hópnum því brýn þörf er á algengustu lyfjum svo sem verkjalyfjum, sýklalyfjum og svæfinga- og deyfilyfjum. Utanríkisráðuneytið er þegar búið að senda eina milljón til palestínska Rauða hálfmánans og flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í gegnum Rauða krossinn sem fjórfaldaði íslenska framlagið með því að leggja fram þrjár milljónir til viðbótar. Félagið Ísland-Palestína stend- ur fyrir neyðarsöfnun núna og byrjaði reyndar á því að tæma sjóð félagsins og senda okkur Guðbjörn með 3000 dollara framlag sem skiptist jafnt á milli tveggja sjúkrahúsa, Ahli-sjúkrahússins á Gaza og Makased-sjúkrahússins í Jerúsalem auk samtaka heilsugæslustöðva, UPMRC (Union of Palestinian Medical Relief Committees).“ Sjúkraflutningamenn nýjasta skotmarkiö Börnin hafa orðið sérstaklega illa úti íþessu stríði... „Já, um eitt hundrað þeirra 320 sem féllu á fyrstu 10 vikunum voru börn og unglingar yngri en 18 ára. Heimurinn man enn eftir 12 ára drengnum sem sat í fangi föður síns í 45 mínútur áður en hann var skotinn til bana, en það sem gerðist síðan og hefur ekki farið hátt er að sjúkraflutningamaðurinn sem reyndi að bjarga drengnum var einnig skotinn til bana. Dæmunum fer fjölgandi um sjúkraflutningamenn sem eru skotnir jafnvel undir stýri á sjúkrabílum merktum Rauða krossinum og Rauða hálf- mánanum." Vaxandi harka Er innra skipulag samfélagsins ekki meira og minna lamað? „Jú, það er mikilvægt atriði sem allt of lítið er fjallað um. Nánast enginn kemst lengur til vinnu, víða erfitt að nálgast helstu nauðsynjavörur, matvæli og annað, lyf og vatn eru ennfremur af skornum skammti. Israelar hafa oft lokað fyrir rafmagnið og það er búið að breyta þessu landi í allsherjar fanga- búðir, sem síðan sæta sprengjuárásum. Árásirnar verða alltaf harðari og harðari. í vikunni sem við vorum þarna sagði læknir sem við töluðum við að breytingin væri sú að í fyrstu hefðu um 40% af skotsárunum sem komu inn á sjúkrahúsið verið í bijóst og höfuð en hlutfallið væri komið upp í 80%. Þar fyrir utan hafa þeir rekist á hættulegra táragas en fyrr, en smábörn, eldra fólk og fólk með lungna- sjúkdóma getur dáið af venjulegu táragasi og þetta er mun skæðara. Auk þess fer eldflaugaárásum fjölgandi. Þetta eru ekki slysaskot í Palestínu." -aób Reyksíminn Nýlega var opnuð símaþjónusta Ráðgjöfí reykbindindi-grœnt númer, eða Reyksíminn, norður á Húsavík. Allur stuðningur og stuðningsefni sem sent er heim til fólks sem hringir í þjónustuna er því að kostnaðarlausu. Reyksíminn er mannaður hjúkrunarfræðingum sem eru sérþjálfaðir í tóbaksvörnum. Markmiðið er meðal annars að læknar geti vísað sjúklingum sínum á þjónustuna og losnað þannig við löng og tímafrek stuðningssamtöl. Vonir standa til að þetta verði til þess að læknar veigri sér síður að vinna kerfisbundið að tóbaksvörnum í klínísku starfi. Sjúklingar geta valið á milli þess að skrá sig með nafni og fá upphringingar (stuðningssamtöl) frá starfsfólki Reyksímanns eða fá stuðning með fullri nafnleynd, en þá er frumkvæðið að sambandi að sjálfsögðu alfarið í höndum viðkomandi. Þjónustan er rekin af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og er undir faglegri yfirstjórn sérfræðings frá sænsku Slutaröka linjen. Forsenda þess að tilraunin heppnist og Reyksíminn festist í sessi, er að læknar, hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk vísi sjúklingum sínum á þjónustuna. Númerið er 800 6030. Til að byrja með verður opið tvo tíma á dag, fimm daga vikunnar. Fréttatilkynning Læknablaðið 2001/87 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.