Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 73

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 73
UMRÆÐA & FRETTIR / ERFÐATÆKNI „Mikilvægur þáttur verkefnisins er langvarandi hollusta alríkisstjórnarinnar við að flytja tækni til einkaaðila. Með því að úthluta einkafyrirtækjum tæknileyfum og veita fjármunum til rannsókna á nýjum sviðum, er verkefnið hvati á margbilljóna dollara líftækniiðnað Bandaríkjanna ..." (5). I lok nítjándu aldar var því slegið föstu, að Hugvitsmaður er sá sem hefir fundið eitthvað verðmætt. Það er fortakslaus eign hans. Hann getur haldið þekkingunni frá almenningi." (4). Við þessari valþröng bregðast vísindamenn á ýmsa vegu. Þeir, sem fyrstir urðu til þess að einangra insúlín úr brisi árið 1922, neituðu að fallast á þá tillögu lyfjafyrirtækisins, að aflað yrði einkaleyfis fyrir framleiðsluaðferðinni. Um miðja öldina var gerð tilraun til þess að afla einkaleyfis fyrir streptómýsíni, sýklalyfi í flokki amínóglýkósíða, unnið úr Streptomyces griseus. Af því varð ekki vegna neikvæðra viðbragða vísindasamfélagsins. Einkaleyfi á genamenginu og hlutum þess? A okkar tímum stendur deilan um það, hvort leyfilegt eigi að vera að veita einkaleyfi á hlutum genamengisins. Árið 1999 tilkynnti U.K. Wellcome Trust ásamt 10 stórum lyfjafyrirtækjum, að sett hefði verið upp stofnun, sem ekki verði rekin í ágóðaskyni, og væri henni ætlað að kortleggja um 300 000 afbrigði, sem gera einstaklinga móttækilegri fyrir alvarlegum klínískum röskunum. Afbrigðin eru dreifð um genamengið og nefnast á ensku „SNPs“ - „single nucleotide polymorphisms" og draga nafn af því, að í erfðaröðinni munar einu núkleótíði, til dæmis að AAGGCTAA verður ATGGCTAA. Markmiðið sé að birta erfðaröðina opinberlega á veraldarvefnum og auðvelda þannig aðgengi. Jafnframt verði fengið einkaleyfi fyrir öllum afbrigðum sem finnast. Einkarétturinn verði hins vegar ekki nýttur, því ætlunin sé að koma í veg fyrir að nokkur geti meinað öðrum aðgang að þessum upplýsingum (2). I Bandaríkjunum eru notuð fjögur atriði við mat á umsóknum um einkaleyfi fyrir notkun á hlutum genamengisins. Umsækjandinn verður a) að sýna fram á erfðaröðun, sem aðrir hafa ekki þegar bent á, b) tilgreina hvað þessi erfðaröð framleiði, c) taka fram hvernig efnið verkar og hvernig það megi nota og d) gera mögulegt að það verði notað í því augnamiði. Einkaleyfisstofnun Bandaríkjanna hefir þrjú ár til þess að gefa út einkaleyfi og í Evrópu er fresturinn hálft annað ár. Vestra gildir leyfið í 17 ár. Ekkert verður sagt um það hvernig þróunin kann að verða, en ógni hún fijálsum vísindalegum rannsóknum, verður málið án efa tekið upp á alþjóðavettvangi. Innan Evrópusambandsins liggur fyrir tillaga um tilskipun, sem felur í sér meginreglu um það, að mannslíkaminn og hlutar hans í náttúrulegu ástandi verði ekki álitnir uppfinning, sem hægt sé að fá einkaleyfi á. Greining og forspá Þegar er ljóst, að erfðatækninni verður beitt í auknum mæli við að greina og segja fyrir um sjúk- dóma og önnur skyld heilbrigðisvandamál. Þegar eru tiltæk próf, sem segja fyrir um erfðasjúkdóma eða koma að haldi, annað hvort við að bera kennsl á þann er ber tiltekið gen, sem veldur sjúkdómi eða við að uppgötva arfbundna hneigð til sjúkdóms eða næmi fyrir sjúkdómi. Vandinn er hins vegar sá, að erfitt er að túlka niðurstöður mikils hluta þessara prófa, vegna þess að þau gefa aðeins tölfræðilegar líkur og hins vegar óttast menn, að fái tryggingafélög og vinnuveitendur greiðan aðgang að erfðaupplýs- ingum, verði þeim beitt við að útiloka einstaklinga frá ráðningu og tryggingum. Jafnvel áður en þessi nýja tækni kom til, mun tíundi hver Bandríkjamaður þegar hafa verið skráður óhæfur til að fá tryggingar (uninsurable). Clinton forseti gaf í febrúar síðastliðnum út tilskipun þess efnis, að ekki megi krefjast eða nota erfðaupplýsingar hjá þeim sem sækja um vinnu eða starfa hjá alríkisstofnunum. Ráðherranefnd Evrópuráðsins hefir á sama hátt samþykkt tilmæli til aðildarríkjanna um erfða- prófanir og erfðaskimun í heilbrigðisskyni og þar segir: Vátryggjendur skulu ekki hafa rétt til þess að krefjast erfðaprófa né til þess að spyijast fyrir um niðurstöður fyrri prófa, sem skilyrði fyrir að gerður sé tryggingasamningur eða honum breytt (6). íhlutun meö erfðatækni og hömlur á erfðameðferöinni Á næstu árum mun íhlutun í sjúkdóma og skyld heilbrigðisvandamál aukast verulega frá því sem nú er, ef þekkingin á genamenginu eykst í þeim mæli, sem nú er vænzt. Hins vegar er ljóst, að hömlur eru innbyggðar í meðferðina og skulu nokkrar þeirra taldar (5). 1. Fyrst ber að geta sjálfrar ferjunnar, sem notuð er til þess að flytja erfðaefnið inn í líkamann. Við það hafa menn notað veirur. Vandinn er hins vegar sá, að veirum fylgja eituráhrif, ónæmis- og bólgusvaranir. Eitt skýrasta dæmið um erfðatækni og vandamál hennar eru „mannlegu" grísirnir í Cambridge á Bretlandi. Hjá þeim hefir mótefnavökum verið breytt, til þess að draga úr hættunni á líffærahöfnun. Hugmyndin er sú, að hver grís verði í raun líf- færabanki, sem hægt er að taka úr þegar þörf krefur. Ekki er siðfræðilegum vanda fyrir að fara, að því er virðist, en hins vegar koma menningarleg og trúarleg viðhorf þar við sögu. Líffærisþeginn mun að sjálfsögðu ávallt eiga vörn í sjálfsákvörðunar- réttinum. Læknablaðið 2001/87 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.