Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 94

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 94
FRÉTTATILKYNNINGAR Ólafur Þ. Jónsson heiðursfélagi Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands Á aukaaðalfundi Svæfinga- og gjör- gæslulæknafélags Islands, sem haldinn var laugardaginn 11. nóvember 2000, í tilefni 40 ára afmælis þess, var Ólafur Þ Jónsson yfirlæknir svæfinga- og gjör- gæsludeildar Landspítala Fossvogi gerður að heiðursfélaga. Ólafur er fæddur 1935 í Vík í Mýrdal. Hann lauk námi frá lækna- deild HÍ 1962 og stundaði fram- haldsnám í svæfingum og gjörgæslu við Massachusett's General Hospital í Boston, Children's Hospital of Philadelphia (barnasvæfingar) og Stanford University Medical Center í Kaliforníu (svæfingar og deyfingar við barnsfæðingar). Þá tók Ólafur einnig hluta sérnámsins við Serafimerlasarettet í Stokkhólmi. Ólafur hóf störf sem sérfræðingur við svæfinga- og gjör- gæsludeild Borgarspítalans í Fossvogi 1969 og var ráðinn yfirlæknir við deildina 1. janúar 1988. Hann hefur einnig verið stundakennari, dósent og lektor við læknadeild HÍ. Varðandi félags- og trúnaðarstörf hefur Ólafur verið formaður Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagsins, í stjórn LR, hópslysanefnd landlæknis, stjórn Nordisk Anestesiologisk Förening, formaður læknaráðs og yfirlæknir Borgarspítalans og formaður Félags yfirlækna. Af öðrum störfum Ólafs má nefna að hann var læknisfræðilegur stjórnandi þyrlusveitar lækna 1987-1998. Ólafur hefur verið mikill áhugamaður um sögu læknisfræðinnar, verið í stjórn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar. Hvað varðar ritstörf hefur Ólafur einnig skrifað greinar í erlend læknarit og verið í ritstjórn ACTA Anaesthesiologica Scandinavica. Ólafur er kvæntur Báru Þorgrímsdóttur hjúkrunar- deildarstjóra háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítala Fossvogi og eiga þau þrjá syni, Jón Árna rekstrarfræðing, Braga Þorgrím meistaranema við stjórnmálafræðiskor HÍ og Eirík Orra tónlistarnema. Fyrir hönd stjórnar Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands Sveinn Geir Einarsson formaður Ný skilgreining S-merktra lyfja Hinn 1. janúar næstkomandi tekur gildi ný skilgreining á S- merkingu lyfja og fer hún ásaml skýringum um framkvæmd hennar hér á eftir: Lyf sem falla undir eftirfarandi skilgreiningu, hafa fengið eða munu fá merkinguna S hjá Lyfjastofnun, við afgreiðslu markaðsleyfis eða undanþáguheimildar. * Lyf sem eingöngu á að nota á eða í tengslum við sjúkrahús/ sjúkrastofnun. * Lyf notuð í sérhæfðri meðferð sem krefst sérfræðiþekkingar eða sérstaks eftirlits sérfræðinga á sjúkrahúsi/sjúkrastofnun. * Ný og mjög dýr lyf sem krefjast sérfræðiþekkingar og/eða sérstaks eftirlits sérfræðinga á sjúkrahúsi/sjúkrastofnun. * Notkun þessara lyfja skal vera samkvæmt leiðbeiningum (prótokollum). Hér er um að ræða flest stungulyf sem skráð eru. í mörgum tilvikum er um að ræða lyf sem eru sérhæfð, mikilvirk og notkun Lög um persónuvernd Lögin um persónuvernd tóku gildi um áramótin. Kynning á lögunum og ýmsar aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu Persónuverndar: www.personuvernd.is Hef hafið störf við fyrirtækið Saga Spa heilsuvernd og endurhæfing að Síðumúla 37, 108 Reykjavík. Guðmundur Björnssson endurhæfingarlæknir þeirra krefst ýtrustu varkárni, sérfræðiþekkingar og öryggis- búnaðar. Þau á eingöngu að nota innan eða í tengslum við sjúkrahús/stofnun. Vegna þessa verður á næsta ári flutt fjármagni frá Tryggingastofnun ríkisins til Landspítala - háskólasjúkrahúss til að mæta þessum útgjöldum sjúkrahússins og verða S-merkt lyf því ekki greidd af TR í framtíðinni. Samkvæmt þessu mun krabbameinssjúklingur sem vísað er á stofu viðkomandi sérfæðings til áframhaldandi meðferðar, fá lyfin afhent sér að kostnaðarlausu frá sjúkrahúsinu/sjúkrahús- apótekinu, eins og hann væri að þiggja meðferð þar. Meðferð sem hefst inni á sjúkrahúsi/sjúkrastofnun með S-merktum lyfjum verður greidd af viðkomandi sjúkrahúsi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 18. desember 2000 Tílkynnið skrifstofu LÍ fundi ! Læknar, vinsamlegast tilkynnið á skrifstofu lækna- félaganna í síma 564 4100 eða í netfang: gunna@icemed.is ef þið haldið fundi svo hægt sé að setja tilkynningu á heimasíðu félagsins. Hugmyndin er sú að á vefsíðu LÍ: www.icemed.is verði listi yfir fundi lækna þannig að unnt sé að skipuleggja fundi svo þeir rekist ekki hver á annan. 94 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.