Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 43
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Lífefnaskimun fyrir fósturgöllum Guðlaug Torfadóttir', Jón Jóhannes Jónsson1'2 'Meinefnafræðideild Rannsóknastofnunar Landspítala Hringbraut, 2Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Guðlaug Torfadóttir líffræðingur, meinefnafræðideild Rannsóknastofnunar Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1841. Netfang: gudltorf@landspitali.is Lykilorð: forburðarskimun, lífefnaskimun, fósturgallar, litningafrábrigði/ litningagallar. Ágrip Lífefnaskimun fyrir fósturgöllum er um það bil 30 ára gömul. I fyrstu var markmiðið leit að miðtauga- kerfisgöllum með mælingum á oc-fetópróteini í mæðrasermi (MS-AFP) og legvatni (Lv-AFP). Fyrir tilviljun uppgötvaðist að lágt AFP í mæðrasermi sást oftar við litningafrábrigði hjá fóstri og jukust þá rannsóknir á notkun lífefnamælinga í forburðar- skimun. í kjölfarið voru þróuð fjölþátta próf sem meta líkindi á litningafrábrigði fósturs. Svonefnd tvípróf, þrípróf og fjórpróf á öðrum þriðjungi meðgöngu hafa mest verið notuð í þessu skyni en lokagreiningu verður að gera með litningarannsókn á frumum úr fóstri. Á íslandi hafa almennt ekki verið notaðar lífefnamælingar í forburðarskimun heldur er þunguðum konum eldri en 35 ára boðin litninga- rannsókn beint. Þetta fyrirkomulag þarf að endur- skoða. Á síðustu árum hefur verið þróuð lífefna- skimun fyrir litningafrábrigðum byggð á mælingum á PAPP-A (pregnancy associated plasma protein A) og fríu þ-hCG (free þ-human chorionic gonado- tropin) í mæðrasermi í meðgönguviku 11-13. Þetta próf er hægt að nota eitt sér en betri skimhæfni næst ef jafnframt er gerð hnakkaþykktarmæling á fóstri í snemmómskoðun og reiknað samþætt líkindamat fyrir fósturgalla. Inngangur Fæðingargallar eru fremur algengir. Talið er að um 2- 3% nýfæddra barna hafi svo alvarlega fæðingargalla að þau þurfi sérstakrar læknismeðferðar við. Orsakir þeirra eru margvíslegar og í mörgum tilvikum lítt eða ekki þekktar. Algenga, alvarlega fæðingargalla er leitast við að greina á fósturstigi. Markmið fóstur- greiningar er að afla upplýsinga um heilsu fósturs. Eftir atvikum geta þær upplýsingar leitt til meðgöngurofs ef um alvarlegt ástand er að ræða. í öðrum tilvikum leiðir fósturgreining til sérhæfðrar meðferðar á meðgöngu, við fæðingu eða á nýburaskeiði. Ráðgjöf til verðandi foreldra um fósturgalla og möguleika á fósturgreiningu er vanda- söm. Fósturgallar eru margvíslegir og með mjög mis- munandi afleiðingar fyrir líf, heilsu og félagslega velferð viðkomandi einstaklings og fjölskyldu hans. Greiningaraðferðir á fósturgöllum eru flóknar og ýmsum takmörkunum háðar hvað varðar næmi (sensitivity, detection rate, DR%) og sértæki (specificity). í sumum tilvikum felur fósturgreining í ENGLISH SUMMARY Torfadóttir G, Jónsson JJ Biochemical antenatal screening for fetal anomalies Læknablaðið 2001; 87: 431-40 Biochemical antenatal screening started 30 years ago. Initially, the goal was to detect neural tube defects by measuring oc-fetoprotein in maternal serum (MS-AFP) and amniotic fluid (AF-AFP). The serendipitous discovery of an association between low AFP maternal serum concentration and chromosomal anomalies resulted in increased research interest in biochemical screening in pregnancy. Subsequently double, triple or quadruple tests in 2nd trimester of pregnancy became widely used in combination with fetal chromosome determination in at risk individuals. In lceland, antenatal screening for chromosomal anomalies has essentially been based on fetal chromosome studies offered to pregnant women 35 years or older. This strategy needs to be revised. Recently first trimester biochemical screening based on maternal serum pregnancy associated plasma protein A (MS-PAPP- A) and free p-human chorionic gonadotropin (MS-free þ- hCG) and multivariate risk assessment has been developed. This screening test can be improved if done in conjunction with nuchal translucency measurements in an early sonography scan. Key words: antenatal screening, biochemical screening, fetal anomaiies, chromosomal anomalies/abnormalities. Correspondence: Guðlaug Torfadóttir. E-mail: gudltorf@landspitali.is sér inngrip og áhættu fyrir fóstur og móður. Verðandi foreldrar þurfa aðgengi að greinargóðum upplýs- ingum og svigrúm til umhugsunar. Mikilvægt er að verðandi foreldrum sé gerð viðeigandi grein fyrir öllum þeim þáttum sem máli skipta. Það er mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsmenn að átta sig á að til- finningar, gildismat og aðstæður verðandi foreldra eru mismunandi. Allt mótar þetta afstöðu verðandi foreldra til fósturgreiningar og hugsanlegs með- göngurofs ef fósturgalli er alvarlegur. Ákvörðun um rannsókn til að meta líkindi á fósturgalla og fóstur- greining eiga því að byggjast á upplýstu vali verðandi foreldra eftir viðeigandi ráðgjöf. Heilbrigðiskerfið þarf að styðja verðandi foreldra í ákvörðun þeirra hver sem hún er. Skimun (screening) hefur nýlega verið endurskil- Læknablaðið 2001/87 431
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.