Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 56
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING nokkurt skeið, til að greina miðtaugakerfisgalla hjá fóstrum, en alfa-fetóprótín er þá hækkað. Síðar bættust við aðrir lífefnavísar eins og tengt (unconjugated) estríol (uE3) og B-hCG (B-human chorionic gonadotropin) (2). Þannig varð til svokallað þrípróf sem byggir á mælingu þessara þriggja lífefnavísa í móðurblóði sem ásamt aldri móður má nota við 15-22 vikna meðgöngu til að reikna líkindamat fyrir litningaþrístæður 13,18 og 21 (3). Með þessari aðferð má fá vísbendingu um allt að tvo þriðju þrístæðu 21 þungana, miðað við 5% jákvæða skimun (3). Aðalgalli þessarar aðferðar er hve seint á meðgöngu niðurstaða liggur fyrir. Ef jákvæð skimun fæst úr þríprófi við 16-17 vikur, er gerð legvatnsástunga til endanlegrar greiningar og niðurstaða fæst tveimur til þremur vikum síðar. Þá er meðgangan tæplega hálfnuð og móðirin farin að finna meira til þungunarinnar meðal annars fósturhreyfingar. Ef litningagerð fósturs er óeðlileg og verðandi foreldrar óska eftir að enda meðgönguna, þá er það erfið reynsla fyrir þau, bæði líkamlega og andlega. Nýverið hafa komið fram lífefnavísar sem nota má á fyrsta þriðjungi meðgöngu til að reikna líkindamat með tilliti til litningagalla fósturs (4,5). Að færa fósturgreininguna fram um sex til átta vikur væri því mikilvægt. Ef niðurstaðan er að binda skuli endi á meðgönguna þá er aðferðin einfaldari og ekki eins erfið fyrir móðurina. Hér verður sagt frá samþættu líkindamati með tilliti til litningagalla fósturs sem byggist á ómskoðun og lífefnavísum. Afturskyggn athugun Spencer og félagar birtu árið 1999 afturskyggna rannsókn þar sem ómskoðun og hnakkaþykktar- mæling við 10-14 vikur var notuð samhliða lífefna- vísum til að reikna líkindamat með tilliti til þrístæðu fósturs (6). Notuð var aðferð við lífefnamælingar sem gerir kleift að fá niðurstöður á aðeins 30 mínútum frá blóðtöku (7). Þeir bentu því á þann möguleika að blóðprufa og ómskoðun gætu farið fram í einni heimsókn og verðandi foreldrar þannig fengið niðurstöðu og ráðgjöf strax. Ef líkindamat gefur til kynna auknar líkur á þnstæðu fósturs er gerð legvatnsástunga eða fylgjusýni fengið til endanlegrar greiningar á litningagerð fósturs. Lífefnafræðilegu vísarnir eru frítt B-hCG og PAPP-A, en þeir ásamt hnakkaþykktarmælingunni eru hver um sig óháður vísir um þrístæður hjá fóstri. Saman geta þessir þrír vísar, ásamt aldri móður, leitt til greiningar á allt að 90% þrístæðu 21 tilfella miðað við 6% jákvæða skimun. Hægt er að lækka jákvæðu svörin niður í 1 % en þá lækkar jafnframt greining þrístæðu 21 tilfella niður í 70%. Þarna var sett fram aðferð til skimunar fyrir þrístæðu 21 sem gaf von um góðan árangur, en hafði ekki verið prófuð á framskyggnan hátt. Framskyggn athugun Ári síðar birtu Spencer og félagar niðurstöður úr framskyggnri rannsókn, þar sem boðið var upp á skimun fyrir þrístæðum hjá fóstri í einu skrefi með lífefnavísum (frítt B-hCG og PAPP-A) og hnakka- þykktarmælingu (8). Á einu ári var 4190 konum, sem komu í mæðravernd, boðin skimun við 10 vikur og þrjá daga til 13 vikna og sex daga meðgöngu og 4088 (97,6%) þáðu skimunina. Meðal 6,5% kvennanna var meðgangan skemur á veg komin en þær höfðu talið og fengu þær nýjan tíma síðar. Hjá 6,1% kvenna var meðgangan lengra á veg komin en þær höfðu talið og fengu þær tíma í hefðbundinni skimun á öðrum þriðjungi meðgöngu með AFP og B-hCG, (skimun fyrir miðtaugakerfisgöllum og þrístæðu 21 eins og tíðkast í Bretlandi). Heimsóknin tók eina klukkustund og fólst í ráðgjöf vegna rann- sóknarinnar, blóðprufu og ómskoðun og túlkun á niðurstöðum með ráðgjafa í lok heimsóknar. Meðalaldur kvennanna var 29 ár og 12,7% voru eldri en 35 ára. Líkindamat var hærra en 1:300 (screen positive) meðal 6,7% (253/3762) kvennanna; þar af voru 5,5% fyrir þrístæðu 21 og 1,2% fyrir þrístæðu 13 eða 18. Eftir ráðgjöf varðandi legvatnsástungu eða fylgjusýni til endanlegrar greiningar á litningagerð fósturs ákváðu 82% kvennanna að fara í slíka rannsókn, langflestar í fylgjusýni. Nítján tilfelli fundust af mislitnun (aneuploidy) fósturs. Samþætt líkindamat byggt á aldri móður, hnakkaþykkt fósturs og fríu 6-hCG og PAPP-A í blóði móður leiddi til greiningar á 86% (6/7) þrístæðu 21 tilfellum, 100% (9/9) af þrístæðu 13 og 18 tilfellum og 95% (18/19) af öllum tilfellum með mislitnun. Ellefu fylgjusýni voru gerð til að greina hvert tilfelli af mislitnun. Hjá þeim 253 konum sem voru með jákvæða skimun dóu þrjú fóstur í móðurkviði á 18.-22. viku, fimm voru með nýrnagalla, eitt með vöðvarýrnun (myotonic dystrophy) og 10 voru með hjartagalla. Hér var staðfest með framskyggnri rannsókn að skimun fyrir litningagöllum á fyrsta þriðjungi meðgöngu stenst fyllilega þær væntingar sem afturskyggna rannsóknin gaf til kynna (6). Til að skimun á fyrsta þriðjungi meðgöngu sé betri en skimun á öðrum þriðjungi, þarf hún að vera nærri 10% betri til að vega á móti fjölda fósturláta sem verða frá náttúrunnar hendi (9). Skimun á öðrum þriðjungi meðgöngu með lífefnavísum leiðir til greiningar á að meðaltah 65% litningaþrístæðna (10), en ofangreind aðferð Spencers og félaga leiðir til greiningar á 95% litningaþrístæðna. Ekki leikur því vafi á yfirburðum skimunar á fyrsta þiðjungi meðgöngu. Aðrar leiöir við skimun fyrir litningagöllum fósturs Wald og félagar (11) hafa sett fram tillögu að sam- þættri skimun með lífefnavísum á fyrsta og öðrum 444 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.