Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 87

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 87
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR sem getur verið bæði kostnaðarsamt og ófull- nægjandi. Pað er skoðun mín að þrátt fyrir miklar framfarir í upplýsingatækni og almenna tölvuvæðingu í heilbrigðiskerfinu hérlendis þá stöndum við ná- grannaþjóðum okkar mun aftar í að upplýsa hvert annað um afdrif sjúklinga okkar. Þetta er grund- vallaratriði varðandi öryggi þeirra, en einnig for- senda þess að læknar geti unnið starf sitt af fag- mennsku." Byrja þarf á rótinni Sérðu leiðir til að auka hlut heimilislcekninga? „Já, ég held það eigi að byrja í rótinni, það er að segja í grunnnámi í læknisfræði. Þar þarf að opna augu unglækna fyrir gildi fagsins þannig að þeir fái mjög fljótt á tilfinninguna að þetta sé jákvæður kostur og fari gegnum grunnnámið með það í huga. Unglæknar eru aldir meira og minna upp á sjúkahússtofnunum og þar af leiðandi fá þeir ekki þá innsýn í heimilislækningar sem skyldi, þótt þær séu vissulega hluti af náminu. Ef þeir kynntust heimilis- lækningum betur á námstímanum og sæju þær sem áhugaverðan kost meðal starfsfélaga sinna, þá býst ég við að það breytti miklu. Við höfum skipst á skoðunum um hvernig best sé að hvetja lækna til að nema heimilislækningar. Þetta er mjög gefandi starf og býður upp á mörg tækifæri. Heildræn og samfelld samskipti við einstaklinga og fjölskyldur er botnlaus brunnur tækifæra til að þroskast faglega en víkkar einnig sjóndeildarhringinn og dýpkar skilninginn á tilverunni í meira mæli en nokkur önnur sérgrein læknisfræðinnar. Til þess að heimilislækningar verði eftirsóknarverður kostur fyrir lækna þurfa starfsaðstæður að vera góðar, fjölbreytileiki í starfi, góðir möguleikar til símenntunar, launakjör sam- bærileg við það sem gerist í öðrum sérgreinum og starfið þarf að njóta almennrar virðingar Við slíkar aðstæður gætu jafnvel læknar í öðrum sérgreinum verið tilbúnir að endurmennta sig til þessa starfs til að flýta fyrir endurnýjun í stéttinni. Tækifæri og efniviður til rannsókna eru einnig óþrjótandi ef mannskapur og fjármagn væri nægilega fyrir hendi. Hér er lítil hefð fyrir því að menn stundi heimilis- lækningar sem hlutastarf á móti starfi við rannsóknir, eins og víða gerist hjá nágrannþjóðum okkar. Af kostnaðarástæðum hafa lengst af verið litlir mögu- leikar hérlendis til rannsókna en með auknu sam- starfi á alþjóðavettvangi til að mynda í tenglsum við Evrópusambandið hafa komið til ný tækifæri. Hins vegar finnst mér mikill hugur í þeim sem ég hef rætt þetta við og flestir ákveðnir í að reyna að auka hlut rannsókna og finna til þess einhver tiltæk ráð. Helsti Prándur í Götu hér er tímaleysi og skortur á afleys- ingalæknum fyrir þá sem vilja taka sér rann- sóknarleyfi. Heimilislæknar sem fara út í rannsóknir nú lækka yfirleitt í tekjum ef þeir fá ekki styrk, eða verða að stunda rannsóknir utan vinnutíma. En starfið er krefjandi og vinnudagur langur og það hefur sýnt sig að það eru ekki nema einstaka ofurhugar sem treysta sér til þess. Ef við hlúum vel að öllum þessum atriðum eru líkur á að jákvæðari straumar fari að leika um okkur. En mikilvægast af öllu er þó trú okkar sjálfra á tilgang greinarinnar því annars tekst okkur ekki að hrífa aðra með okkur.“ Breyting á einum stað hefur áhrif á allt kerfið „Kröfurnar sem gerðar eru til heimilislækna eru að breytast. Allar breytingar sem gerðar eru annars staðar í heilbrigðiskerfinu hafa einnig áhrif á starf okkar. Styttur legutími á sjúkrahúsum, fleiri aðgerðir á dagdeildum og einkastofum eru meðal þess sem eykur þörfina á þjónustu við fólk utan sjúkra- húsanna. Þetta eykur til dæmis álagið á heima- hjúkrunina sem rekin er af heilsugæslunni því fólk er lengur að jafna sig eftir heimkomu og þarf meiri aðhlynningu. Aukið langlífi gerir einnig nýjar kröfur til heilbrigðiskerfisins. En ef mannafli er til staðar er það á margan hátt gefandi að takast á við ný verkefni.“ Þú nefndir áðan að við gætum miðlað ýmsu til annarra þjóða, hverju heist? „Smæð þjóðarinnar ætti að gera okkur auðveldar um vik að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna og að sumu leyti stöndum við okkur vel. Almennt er betra aðgengi hér á landi að þjónustu en gerist annars staðar. Islenskt samfélag er fremur einsleitt í samanburði við önnur lönd Evrópu þar sem íbúar eru af ólíku bergi brotnir og stéttaskipting meiri. Fjölbreyttur bakgrunnur lækna hérlendis sem sótt hafa framhaldsnám í ýmsum löndum og möguleiki lækna hér á að sækja símenntun til margara staða hefur komið íslensku heilbrigðiskerfi til góða og ætti það að vera öðrum þjóðum hvatning til að nýta sameiginlegan vinnumarkað og taka okkur þar til fyrirmyndar. Eg hef áður nefnt að hér er yfirleitt búið vel að okkur með húsnæði og vinnuaðstöðu sem ætti að vera öðrum til eftirbreytni. Heimilislækningar eru þannig fag að það er kostur ef sérnámið fer að hluta til fram í heimalandi viðkomandi læknis, því það skiptir mjög miklu máli að þekkja vel það heil- brigðiskerfi sem maður starfar í, innviði þess og innbyrðis tengsl. Pað er töluvert um að læknar hefji sérnámið hér heima en bæti síðan við það erlendis til að víkka sjóndeildarhringinn og öðlast meiri reynslu. Við höfum ágæt sambönd í gegnum eldri starfsfélaga og því er tiltölulega auðvelt fyrir okkur að komast í framhaldsnám. “ En lœrum við ekki ýmislegt fleira af öðrum Evrópuþjóðum, er það en það sem þú hefiir þegar nefnt? „Jú, það er ótalmargt. Við skiptumst mikið á skoðunum um hvernig staðið er að símenntun, fyrirkomulagi starfsins og hvernig hægt er að reyna Læknablaðið 2001/87 475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.