Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Mynd 1. Fjögurra hólfa sýn og lega hjartans í brjóstholinu. Vmslri gátt (LA) er ávallt aðlœgt hryggnum (Sp) og þar sést í lungnabláœðar (pv). Hœgri slegill (RV) þekkist á vöðvaknippum (MB) og liggur hann nœr brjóstveggnum. Einnig sést í ósœðina (Ao) aftan við vinstri gátt. Mynd 2. Upptök ósœðar (Ao) frá vinstri slegli sjást vel og hér má mœla ósœðarlokuna nákvæmlega. Þá sjást vel skil milli slegla (ivs). • Ant Ao \ sup ÍrrT-' -»v ' .a i i ’-í *** •- :* <T^É8L> ^ .' 'j& ' ‘ V* jT • • ln PQ§1 Mynd 3. Ósœðarboginn. Upptök höfuð- og handarslagœða sjást vel (örvar) og einnig sést í lungnaslagœöina (PA). hefðbundin fósturhjartaómskoðun við 20 vikur. Við fósturhjartaómskoðun er metin lega hjartans í brjóstholinu og afstaða til annarra líffæra í brjóst- og kviðarholi (situs) (mynd 1). Bygging hjartans, stærð hjartahólfa og hjartaloka er skoðuð og mæld og litið eftir tilvist vökva í gollurshúsi (mynd 2). Lega og afstaða stóru slagæðanna frá hjartanu og bláæðatengingar aðlægt hjartanu eru skoðaðar og stærð þessara æða mæld (mynd 3). Hjartavirkni er metin og einnig er hægt að mæla samdráttarkraftinn (styttingarbrot) með sömu tækni og gert er við hefðbundna hjartaómskoðun. Með Dopplers tækni er mældur flæðishraði um hjartalokur, sem er aukinn ef um þrengsli er að ræða, og með sömu tækni er hægt að mæla útfall hjartans. Fósturhjartaómskoðun er ábyggileg og örugg rannsókn þar sem lítið er um falskt jákvæðar eða neikvæðar niðurstöður (4). Ákveðna hjartagalla getur þó verið erfitt að greina á fósturstigi en þeir eru fæstir alvarlegir, meðan almennt er auðveldara að greina alvarlega galla sem hafa slæmar horfur. Fósturblóðrás Pekking á fósturfræði og lífeðlisfræði fósturblóðrásar er mikilvægur hluti ómskoðunar á fósturhjarta. Hjartað er fullmótað á áttundu viku meðgöngu en blóðrás hefst þegar á þriðju viku. Vöxtur og þroski einstakra hluta hjartans fer eftir því blóðflæði sem þar fer um og því geta þrenglsi í hjartalokum eða alger lokun, valdið vanvexti á hjartahólfum. Hjartahólf sem lítur eðlilega út snemma á meðgöngu getur þannig orðið vanþroska er kemur að lokum meðgöngu ef blóðflæði þar um hefur verið skert. Við fósturhjarta- ómskoðun má þannig fylgjast með þróun meiriháttar hjartagalla á fósturskeiði og getur hún varpað ljósi á orsakir slíkra vandamála, en einnig er mikilvægt að þekkja þessa staðreynd, ef gerð er fósturhjartaóm- skoðun snemma á meðgöngu. Fósturblóðrás samanstendur af tveimur hlið- tengdum blóðrásum þar sem tengsl eru milli vinstri og hægri blóðrásar um fósturæð og fósturop milli gátta. Blóðrásir nýbura eru hins vegar raðtengdar, það er þar sem blóðið þarf að fara um hægri blóðrásina áður en það kemst yfir í hina vinstri. Þrengsli eða lokanir í annarri hvorri blóðrásinni hafa því mjög alvarlegar afleiðingar fyrir báðar blóðrásirnar eftir að rað- tenging kemst á við það að lungnablóðrás hefst. Vegna hliðtengingar í fósturblóðrás hafa slík þrengsli, lokanir eða jafnavel vöntun á öðrum hluta hjartans lítil áhrif og þess vegna hafa mjög alvarlegir hjartagallar engin áhrif á vöxt eða þroska fóstursins. Nýfædd börn með slík vandamál geta hins vegar orðið mjög skyndilega veik skömmu eftir fæðingu þegar fósturblóðrásin breytist í nýburablóðrás við upphaf eiginlegrar lungnablóðrásar samfara lokun á fósturæð og fósturopi. 410 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.