Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING
Ábendingar
Ahættuþættir sem setja fóstrið í aukna áhættu á að
vera með hjartagalla geta verið fjölmargir og má
skipta í áhættuþætti hjá fóstrinu sjálfu, áhættuþætti frá
móður eða áhættuþætti í fjölskyldu. Þessir áhættu-
þættir sem koma fram í töflu I eru hver um sig
ábending fyrir fósturhjartaómskoðun.
Áhættuþættir hjá fóstri eru til dæmis grunur um
heilkenni sem oft hafa hjartagalla sem eitt af
einkennum, litningagallar eða gallar í öðrum líffæra-
kerfum en hjarta, sem fram hafa komið við fóstur-
ómskoðum. Hjartsláttartruflanir, óreglulegur hjarta-
sláttur, hrað- eða hægtaktur, er ábending fyrir
fósturhjartaómskoðun þar sem slíkt getur verið
orsakað af hjartagalla. Einnig er mikilvægt að meta
nákvæmlega hvers eðlis hjartsláttarruflunin er þar
sem möguleiki er á mismunandi meðferðarmögu-
leikum eftir eðli hjartsláttartruflunarinnar. Fóstur-
bjúgur, sem er í raun hjartabilun í fóstrinu, er
ábending fyrir fósturhjartaómskoðun. Slíkt ástand er
oftast orsakað af hjartagöllum eða hjartsláttar-
truflunum, ef ekki er um ónæmisfræðilega ástæðu að
ræða (immune hydrops fetalis). Aukin hnakkaþykkt
hjá fóstri er nýtilkomin ábending fyrir fósturhjarta-
ómskoðun sem á sannaralega eftir að verða algeng
ábending fyrir slíkri skoðun í framtíðinni.
Áhættuþættir hjá móður eru þeir helstir þar sem
móðir er útsett fyrir lífefnafræðilegum þáttum (til
dæmis sykursýki) eða utanaðkomnum þáttum (til
dæmis lyf og sýkingar) á meðgöngu, sem auka líkur á
hjartagalla hjá fóstri. Sé móðir með hjartagalla aukast
líkur á að verðandi barn hennar sé með hjartagalla og
það á einnig við ef hjartagallar eru í föður eða
systkinum tilvonandi barns.
Afbrigðileg fjögurra hólfa sýn við 18-20 vikna
fósturómun er algengasta ástæðan fyrir fósturhjarta-
ómskoðun og sú ábending sem gefur mestar líkur á að
um hjartagalla sé að ræða (5). í þeirri ómskoðun, er
auk þess að meta meðgöngulengd, litið eftir eðlilegu
útliti fóstursins og hugsanlegum fósturgöllum. Við
skoðun á hjarta fósturs er litið eftir fjórum hólfum og
ef slík sýn sést ekki eða er afbrigðileg á einhvern hátt,
er ástæða til að gera nákvæmari fósturhjartaóm-
skoðun. Fjögurra hólfa sýn, sem hluti skimskoðunar á
18-20 vikna meðgöngu, hefur í rannsóknum erlendis
leitt til þess að allt að 40-70% hjartagalla á fóstur-
skeiði hafa fundist (6,7).
Hjartagallar sem greinast á fósturskeiði
Hjartagallar eru fjölmargir og misalvarlegir. Ákveðna
hjartagalla er erfitt eða jafnvel ekki hægt að greina á
fósturskeiði með ómskoðun. Þannig er opin fósturæð
(patent ductus arteriosus) og op milli gátta (atrial
sepal defect) eðlilegur hluti fósturblóðrásar en telst
sem hjartagalli ef þau greinast í barni sem komið er af
nýburaskeiði. Þrengsli í ósæð (coarctatio aortae) er
Tafla I. Ábendinear fyrir fósturhiartaómskoöun.
Afbrigðileg fjögurra hólfa sýn við 18-20 vikna fósturskoðun:
Áhættuþættir hjá fóstri
Litningagalli
Grunur um heilkenni
Gallar í öðrum líffærakerfum
Hjartsláttartruflanir
Fósturbjúgur
Aukin hnakkaþykkt
Áhættuþættir hjá móður
Meðfæddur hjartagalli
Lífefnafræðilegir sjúkdómar (sykursýki, fenýlketónmiga)
Sýkingar á meðgöngu (rauðir hundar, bogfrymilssótt,
cýtómegalóveirusýking, coxsackíveirusýking)
Umhverfisþcettir
Lyf (litíum, fenýtóin, retínóik sýra)
Áfengi
Áhættuþættir í fjölskyldu
Meðfæddir hjartagallar (foreldri eða systkini)
Heilkenni (Noonan, tuberous sclerosis, Marfan, Holt-Oram)
Mynd 4. Vanþroska vinstra hjarta. Á þessari mynd má sjá mjög lilla ósœð engan vinstri
slegil en stóran hœgri slegil (RV).
erfitt að greina í fóstrum vegna þess hvemig fóstur-
blóðrás er fyrir komið og lungnabláæðaþrengsli
reynir lítið á fyrr en eftir fæðingu vegna takmarkaðs
lungnablóðflæðis í fósturblóðrás. Þá getur verið erfitt
að greina lítil op milli slegla vegna smæðar þeirra en
einnig vegna þess að lítið sem ekkert blóðflæði er um
slík op vegna þrýstingsjöfnunar í hægri og vinstri slegli
í fósturblóðrás. Alvarlega hjartagalla er almennt
auðveldara að greina á fósturskeiði en þá sem eru
minniháttar, þó svo að sú regla sé ekki einhlít. Einn
alvarlegasti meðfæddi hjartagallinn, svokallað van-
þroska vinstra hjarta (hypoplastic left heart
syndrome), þar sem vantar að miklu eða öllu leyti
vinstri slegil greinist oftar en flestir aðrir hjartagallar á
fósturskeiði þar sem hann gefur óeðlilega fjögurra
hólfa sýn og því vaknar oft grunur um slíkan galla við
18-20 vikna fósturómskoðun (5) (mynd 4). Op milli
slegla og gátta (atrioventricular septal defect) eða
lokuvísagalli, sem er algengasti hjartagallinn í Downs
heilkenni, greinist oft á fósturskeiði (5) (mynd 5).
Greining á þeim galla leiðir oft til þess að
litningagallinn uppgvötast á fósturskeiði þar sem
Læknablaðið 2001/87 411