Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 23

Læknablaðið - 15.05.2001, Side 23
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Ábendingar Ahættuþættir sem setja fóstrið í aukna áhættu á að vera með hjartagalla geta verið fjölmargir og má skipta í áhættuþætti hjá fóstrinu sjálfu, áhættuþætti frá móður eða áhættuþætti í fjölskyldu. Þessir áhættu- þættir sem koma fram í töflu I eru hver um sig ábending fyrir fósturhjartaómskoðun. Áhættuþættir hjá fóstri eru til dæmis grunur um heilkenni sem oft hafa hjartagalla sem eitt af einkennum, litningagallar eða gallar í öðrum líffæra- kerfum en hjarta, sem fram hafa komið við fóstur- ómskoðum. Hjartsláttartruflanir, óreglulegur hjarta- sláttur, hrað- eða hægtaktur, er ábending fyrir fósturhjartaómskoðun þar sem slíkt getur verið orsakað af hjartagalla. Einnig er mikilvægt að meta nákvæmlega hvers eðlis hjartsláttarruflunin er þar sem möguleiki er á mismunandi meðferðarmögu- leikum eftir eðli hjartsláttartruflunarinnar. Fóstur- bjúgur, sem er í raun hjartabilun í fóstrinu, er ábending fyrir fósturhjartaómskoðun. Slíkt ástand er oftast orsakað af hjartagöllum eða hjartsláttar- truflunum, ef ekki er um ónæmisfræðilega ástæðu að ræða (immune hydrops fetalis). Aukin hnakkaþykkt hjá fóstri er nýtilkomin ábending fyrir fósturhjarta- ómskoðun sem á sannaralega eftir að verða algeng ábending fyrir slíkri skoðun í framtíðinni. Áhættuþættir hjá móður eru þeir helstir þar sem móðir er útsett fyrir lífefnafræðilegum þáttum (til dæmis sykursýki) eða utanaðkomnum þáttum (til dæmis lyf og sýkingar) á meðgöngu, sem auka líkur á hjartagalla hjá fóstri. Sé móðir með hjartagalla aukast líkur á að verðandi barn hennar sé með hjartagalla og það á einnig við ef hjartagallar eru í föður eða systkinum tilvonandi barns. Afbrigðileg fjögurra hólfa sýn við 18-20 vikna fósturómun er algengasta ástæðan fyrir fósturhjarta- ómskoðun og sú ábending sem gefur mestar líkur á að um hjartagalla sé að ræða (5). í þeirri ómskoðun, er auk þess að meta meðgöngulengd, litið eftir eðlilegu útliti fóstursins og hugsanlegum fósturgöllum. Við skoðun á hjarta fósturs er litið eftir fjórum hólfum og ef slík sýn sést ekki eða er afbrigðileg á einhvern hátt, er ástæða til að gera nákvæmari fósturhjartaóm- skoðun. Fjögurra hólfa sýn, sem hluti skimskoðunar á 18-20 vikna meðgöngu, hefur í rannsóknum erlendis leitt til þess að allt að 40-70% hjartagalla á fóstur- skeiði hafa fundist (6,7). Hjartagallar sem greinast á fósturskeiði Hjartagallar eru fjölmargir og misalvarlegir. Ákveðna hjartagalla er erfitt eða jafnvel ekki hægt að greina á fósturskeiði með ómskoðun. Þannig er opin fósturæð (patent ductus arteriosus) og op milli gátta (atrial sepal defect) eðlilegur hluti fósturblóðrásar en telst sem hjartagalli ef þau greinast í barni sem komið er af nýburaskeiði. Þrengsli í ósæð (coarctatio aortae) er Tafla I. Ábendinear fyrir fósturhiartaómskoöun. Afbrigðileg fjögurra hólfa sýn við 18-20 vikna fósturskoðun: Áhættuþættir hjá fóstri Litningagalli Grunur um heilkenni Gallar í öðrum líffærakerfum Hjartsláttartruflanir Fósturbjúgur Aukin hnakkaþykkt Áhættuþættir hjá móður Meðfæddur hjartagalli Lífefnafræðilegir sjúkdómar (sykursýki, fenýlketónmiga) Sýkingar á meðgöngu (rauðir hundar, bogfrymilssótt, cýtómegalóveirusýking, coxsackíveirusýking) Umhverfisþcettir Lyf (litíum, fenýtóin, retínóik sýra) Áfengi Áhættuþættir í fjölskyldu Meðfæddir hjartagallar (foreldri eða systkini) Heilkenni (Noonan, tuberous sclerosis, Marfan, Holt-Oram) Mynd 4. Vanþroska vinstra hjarta. Á þessari mynd má sjá mjög lilla ósœð engan vinstri slegil en stóran hœgri slegil (RV). erfitt að greina í fóstrum vegna þess hvemig fóstur- blóðrás er fyrir komið og lungnabláæðaþrengsli reynir lítið á fyrr en eftir fæðingu vegna takmarkaðs lungnablóðflæðis í fósturblóðrás. Þá getur verið erfitt að greina lítil op milli slegla vegna smæðar þeirra en einnig vegna þess að lítið sem ekkert blóðflæði er um slík op vegna þrýstingsjöfnunar í hægri og vinstri slegli í fósturblóðrás. Alvarlega hjartagalla er almennt auðveldara að greina á fósturskeiði en þá sem eru minniháttar, þó svo að sú regla sé ekki einhlít. Einn alvarlegasti meðfæddi hjartagallinn, svokallað van- þroska vinstra hjarta (hypoplastic left heart syndrome), þar sem vantar að miklu eða öllu leyti vinstri slegil greinist oftar en flestir aðrir hjartagallar á fósturskeiði þar sem hann gefur óeðlilega fjögurra hólfa sýn og því vaknar oft grunur um slíkan galla við 18-20 vikna fósturómskoðun (5) (mynd 4). Op milli slegla og gátta (atrioventricular septal defect) eða lokuvísagalli, sem er algengasti hjartagallinn í Downs heilkenni, greinist oft á fósturskeiði (5) (mynd 5). Greining á þeim galla leiðir oft til þess að litningagallinn uppgvötast á fósturskeiði þar sem Læknablaðið 2001/87 411
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.