Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 101

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 101
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 15 Bjarni Jónasson Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfasíma 564 4106 eða á netfang: bjami.jonasson@ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. Umsjónarmaður er heilsugæslulæknir í Garðabæ og stjómarmaður í Nordisk Selskap for Medisinsk Humor. Brotnír fingur og skornir Hljóðlaust og án lyktar Eldri kona kom til læknis og bar sig illa. „Þetta er alveg hræðilegt hjá mér, læknir minn góður. Eg er sífellt að leysa vind en sem betur fer er hann bæði lyktarlaus og hljóðlaus. Annars væri ég í vondum málum. Eg er til dæmis búin að reka við 10 sinnum á meðan við höfum verið að tala saman en að sjálfsögðu veistu ekkert af því úr því það finnst hvorki lykt né heyrist hljóð.“ Læknirinn skrifaði upp á grænar pillur, sagði konunni að taka eina á dag og koma síðan á stofuna viku seinna. Þegar konan kom aftur sagði hún: „Heyrðu læknir, það hefur nú orðið einhver breyting, en alls ekki til hins betra. Ég rek ennþá við út í eitt og það er alveg hljóðlaust eins og áður en nú er lyktin alveg hræðileg.“ „Þá hefur mér tekist að ná úr þér nefstíflunni“, sagði læknirinn „og þá er röðin komin að því að athuga í þér heyrnina.“ Alverkja Karl kominn af léttasta skeiði en þó alls ekki gamall kom til læknis. „Mig verkjar, þegar ég ýti héma“ (ýtir á síðuna) „og þegar ég ýti hérna“ (ýtir á hina síðuna) „og hérna“ (ýtir á lærið) „og hérna, hérna og hérna“ (ýtir á hitt lærið og báða handleggina). Læknirinn skoðaði manninn mjög nákvæmlega og fann loksins út eftir langa mæðu að maðurinn var puttabrotinn. Náið samband Loftur hafði verið heimilislæknir Þórdísar í áratugi og hafði gengið með henni í gegnum súrt og sætt. Samband læknisins og sjúklingsins einkenndist af gagnkvæmum skilningi og trausti. Þórdís hafði verið eitthvað slöpp og Loftur ákvað að senda hana í blóðrannsókn. Þegar Þórdís hringdi til að spyrja hver niðurstaðan væri svaraði læknirinn: „Hún er náttúrulega unaðsleg eins og manneskjan öll.“ Getur spilað Gutti kjötiðnaðarmaður kom á slysadeildina með nokkuð slæman skurð á vinstri löngutöng. Hann var strax drifinn inn á aðgerðarstofu þar sem tveir læknar lögðu á ráðin hvernig best væri að gera við fingurinn. „Haldið þið að ég geti spilað á píanó eftir þetta óhapp?,“ spurði Gutti. „Já, það á ekki að vera neitt vandamál. Við lögum þennan putta,“ sagði annar læknirinn og lagði sig í líma við að draga úr áhyggjum mannsins. „Það verður alveg stórkostlegt, því ég hef aldrei getað spilað á píanó,“ sagði Gutti. Meiri hreyfing Tveir menn tóku tal saman á biðstofu læknisins. Ekki leið á löngu þar til talið barst að krankleika og hinum ýmsu leiðum til betri heilsu. „Ég sat mikið fyrir framan sjónvarpið og horfði á golf,“ sagði sá þreknari. „Læknirinn minn benti mér á að ég þyrfti meiri hreyfingu ef ég ætlaði að léttast. Þrátt fyrir breytinguna hef ég ekki léttst um eitt gramm.“ „Og hvað hefurðu þá verið að gera?,“ spurði hinn. „Ég hef verið að fylgjast með tennis í staðinn fyrir golfið.“ Áfengi drepur Læknanemarnir hlustuðu með andakt á dósentinn fræða þá um eituráhrif alkóhóls. Til þess að færa sönnur á mál sitt setti hann nokkra orma í krukku sem var full af vínanda. Eftir nokkrar sekúndur voru ormarnir dauðir. „Eins og þið sjáið eru áhrifin augljós á þær lífverur, sem eru manninum óæðri“ sagði dósentinn. „Hvaða áhrif haldið þið svo að alkóhól hafi á manninn?“ Læknanemi í öftustu röð rétti upp hendi og sagði: „Sá sem drekkur áfengi fær ekki ormaveiki." Á spítala „Pabbi er búinn að vera í heilan mánuð á spítalanum,“ sagði Lalli litli við kennara sinn. „Það var leitt að heyra. Hvað amar að honum, Lárus minn?,“ spurði kennarinn. „Ekki neitt. Hann er nýorðinn læknir." Illt í maganum Hinrik lá á spítala og var illt í maganum. Til að bæta gráu ofan á svart var algjört lystarleysi að gera honum lífið leitt. Hann gat með engu móti komið niður súpunni sem honum var færð í hádeginu, aftur um kvöldið og loks fyrir nóttina. Morguninn eftir var hann vakinn til að fá stólpípu. I því hringir systir hans og spyr Hinrik hvernig hann hafi það. „O, ekki sem verst núna. En eitt skal ég ráðleggja þér, systir mín góð. Ef það á einhvern tímann fyrir þér að liggja að dvelja á þessu sjúkrahúsi skaltu fyrir alla muni borða súpuna þína, sama á hverju dynur, því annars vilja þau troða henni upp í afturendann á þér.“ Læknablaðið 2001/87 489
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.