Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING
Mynd 5. Op milli gátla og
slegla eða lokuvísagalli.
Gáttaskil eru nœr engin og
því um eina sameiginlega
gátt að rœða (common
atrium CA). Aðeins lítill
hluti sleglaskila er til staðar
(ivs) og aðeins ein loka til
staðar milli gátta og slegla
(örvar).
hann er svo dæmigerður fyrir Downs heilkenni að slík
greining er ábending fyrir litningarannsókn. Athygli-
vert er að víxlun á stóru slagæðunum (transposition of
the great arteries), sem er alvarlegur meðfæddur galli,
er fremur sjaldan greindur fyrir fæðingu þar sem
slíkur galli brenglar ekki fjögurra hólfa sýn í 18-20
vikna ómskoðun þar sem ekki er litið eftir stóru
slagæðunum.
Fósturhjartaómskoðanir á íslandi
Fósturhjartaómskoðanir hafa verið framkvæmdar
á íslandi frá 1989 en á undanförnum árum hefur orðið
mikil aukning á slíkum skoðunum, sem eru nú yfir 200
á ári. í rannsókn sem nær til greiningar á hjarta-
sjúkdómum á fósturskeiði á íslandi frá 1989 til 1998
greindust 35 fóstur með hjartagalla eða að meðaltali
3,5 á hverju ári, (Óbirtar niðurstöður: Sigfússon G,
Helgason H, Geirsson RT, Harðardóttir H, Fischer P,
Hreinsdóttir M, et al.) Flest þessi fóstur voru með
alvarlegan hjartagalla og þar af átta með vanþroska
vinstra hjarta og fjögur með lokuvísagalla. Ófull-
nægjandi fjögurra hólfa sýn var algengasta ástæða
þess að hjartagalli greindist en aðrar ábendingar sem
leiddu til greiningar á hjartagalla voru hjartsláttar-
óregla hjá fóstri eða fjölskyldusaga um hjartagalla.
Nítján meðgöngur enduðu þar sem framkölluð var
fóstureyðing, eitt fóstur dó í móðurkviði og þrjú börn
skömmu eftir fæðingu. Tólf börn sem greindust með
hjartagalla á fósturskeiði voru á lífi en flest þeirra
hafa gengist undir aðgerð og hafði greiningin áhrif á
meðferð þeirra skömmu eftir fæðingu
Úrræði
Ávinningur af greiningu á hjartasjúkdómi fyrir
fæðingu fremur en eftir að barnið er fætt, getur verið
umtalsverður. Ef hjartagalli sem greinist hjá fóstri
fyrir 22. viku meðgöngu hefur mjög slæmar horfur, er
hægt að enda meðgönguna, ef foreldrar og læknar
komast að sameiginlegri niðurstöðu um slíka aðgerð.
Greining á hjartagalla á fósturskeiði getur orðið til
greiningar á litningagöllum eða heilkennum því svo
algeng eru slík vandamál samfara hjartagöllum, að
greining á fósturskeiði er í flestum tilfellum ábending
fyrir litningarannsókn.
Greining á hjartagalla á fósturskeiði getur verið
mikilvæg í sambandi við að tímasetja fæðingu og ekki
síður að ákveða fæðingarstað. Þannig getur verið
mjög mikilvægt að barn með slíkt vandamál fæðist á
stað þar sem sérhæfð aðstaða er fyrir hendi, enda geta
nýfædd börn með hjartagalla orðið lífshættulega veik
skömmu eftir fæðingu. Greining á hjartsláttartruflun
getur haft áhrif á hvernig barnið fæðist þar sem bæði
hrað- og hægtaktur gera eftirlit með fósturhjart-
sláttarriti í eðlilegri fæðingu erfitt og er því oft betra
að slíkt barn fæðist með keisaraskurði. Hraðtakt,
bæði ofsahraðan ofansleglatakt (supraventriculer
tachycardia) og gáttaflökt er mikilvægt að greina
enda er hægt að meðhöndla slíkt vandamál í fóstri
með lyfjagjöf til móður sem síðan flytur lyfið til
fóstursins yfir fylgju.
Greining á hjartagalla á fósturskeiði gerir mögu-
legt að fræða og undirbúa verðandi foreldra og er það
mikilvægt þar sem aðgerðar er oft þörf skömmu eftir
fæðingu barnsins. Er þetta ekki síst miklvægt þar sem
hjartaaðgerðir á nýburum eru ekki gerðar í heima-
landi, eins og hér á íslandi þar sem foreldrar þurfa oft
að fylgja fárveiku barni sínu til útlanda nokkrum
dögum eftir fæðinguna.
Heimildir
1. Sigfússon G, Helgason H. Nýgengi og greining meöfæddra
hjartagalla á íslandi. Læknablaðið 1993; 79: 107-14.
2. Kleinman CS, Hobbins JC, Jaffe CC, Lynch DC, Talner NS.
Echocardiographic studies of the human fetus: prenatal
diagnosis of congenital heart disease and cardiac dysrhythmias.
Pediatrics 1980; 65:1059-63.
3. Allan LD, Tynan MJ, Cambell S, Wilkinson JL, Anderson RH.
Echocardiographic and anatomical correlates in the fetus. Br
Heart J 1980; 44: 444-8.
4. Ott WJ. The accuracy of antenatal fetal echocardiographic
screening in high and low risk patients. Am J Obstet Gynaecol
1995;172:1741-9.
5. Kleinman CS, Copel JA. Prenatal diagnosis of structural heart
defects. In: Creasy R, Resnik R, eds. Matemal and fetal
medicine. 3rd ed. Philadelphia: W.B. Saunders; 1994.
6. Sharland GK, Allan LD. Screening for congenital heart disease
prenatally. Results of a 2V2-year study in the South East
Thames Region. Br J Obstet Gynaecol 1992; 99: 220-5.
7. Vergani P, Mariani S, Ghidini A, Schiavina R, Cavallone M,
Locatelli A, et al. Screening for congenital heart disease with
the four-chamber view of the fetal heart. Am J Obstet
Gynaecol 1992; 167:1000-3.
412 Læknablaðið 2001/87