Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 105
NAMSKEIÐ / STYRKIR
10.07.00 Valgerður Árný Rúnarsdóttir lyflækningar
19.07.00 Vera Baasland Halvorsen bæklunarskurðlækningar
22.05.00 Þóra Steinunn Steffensen vefjameinafræði og réttarmeina- fræði
12.12.00 Þórarinn Guðnason hjartalækningar
Endurhæfing
lungnasjúklinga
Á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ
Dr. Peter Wijkstra frá Groningen háskólasjúkrahúsinu í
Hollandi er aðalfyrirlesari á námskeiði
Endurmenntunarstofnunar um endurhæfingu
lungnasjúklinga sem haldið verður dagana 7. og 8. maí
kl. 9:00-16:00. Fjallað verður um orsakir, greiningu og
nýjungar í meðferð langvinnra lungnasjúkdóma, þol og
styrktarþjálfun og gildi endurhæfingar. Auk Wijkstra
halda ýmsir íslenskir sérfræðingar í lungnasjúkdómum
og endurhæfingu lungnasjúklinga fyrirlestra á
námskeiðinu, þeirra á meðal Andrés Sigvaldason, Dóra
Lúðvíksdóttir, Hans Jakob Beck, Jóhanna
Konráðsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Steinunn
Ólafsdóttir.
Nánari upplýsingar: www.endurmenntun.is
Málþing í samvinnu við
Geðlæknafélag íslands um
geðrof
Klínísk vandamál og nýjungar í meðferð
Verður haldið föstudaginn 18. maí 2001 kl. 17-19:30 á
Hótel Loftleiðum. Að málþinginu loknu verður boðið
upp á kvöldverð.
Nánari dagskrá verður send geölæknum,
heimilislæknum, taugalæknum og öldrunarlæknum.
Aðrir sem hafa áhuga á að fá upplýsingar um málþingið
vinsamlegast hafi samband í síma: 560 0900 eða með
tölvupósti: jonsdottir@lilly.com
NCU
Styrkir Norrænu
krabbameinssamtakanna
Norrænu krabbameinssamtökin, samtök norrænu
krabbameinsfélaganna, auglýsa styrki fyrir árið 2002.
Þeim er ætlað að styðja og örva samstarf í
krabbameinsrannsóknum á Norðurlöndunum (lágmark
samstarf tveggja landa). Rannsóknarverkefnin verða að
vera á krabbameinssviði, vera einstaklega fallin til þess
að framkvæma þau einmitt á Norðurlöndum og áhrif
samstarfsins þurfa að vera gagnvirk.
Fjármögnun slíkra samstarfsverkefna takmarkast við:
1) faraldsfræðilegar rannsóknir þar sem notaðar eru
krabbameinsskrár viðkomandi lands, 2) klínískar
rannsóknir, 3) skipulagning slíkra rannsókna og
frumverkefni (til dæmis innan undirbúningshópa á
Norðurlöndum).
Mat umsókna er í höndum Norrænu
vísindanefndarinnar.
• kostnaðaráætlun verkefnis
• verkefnislýsingu (hámark 10 A4 blaðsíður)
• stutta starfsferilslýsingu (ein til tvær A4 blaðsíöur)
• meðmæli
• lista yfir birtar fræðigreinar
Umsókn skal senda í sex eintökum til:
NCU- The Swedish Cancer Society
Department of Research and Development
S-101 55 STOCKHOLM, Sweden
Umsóknarfrestur ertil 16. maí, 2001.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Krabbameinsfélagi
íslands, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík. Sími: 540 1900.
Umsókn, rituð á ensku, skal innihalda:
• umsóknareyðublað
Læknablaðið 2001/87 493