Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 82

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 82
Durogesic Janssen-Cilag, 930066 ( X FORÐAPLASTUR; N 02 A B 03 R E Hver forðaplástur inniheldur: Fentanylum INN, 2,5 mg (gefur frá sér 25 míkróg/klst.), 5 mg (gefur frá sér 50 mflcróg/klst.), 7,5 mg (gefur frá sér 75 míkróg/klst.), eða 10 mg (gefur frá sér 100 míkróg/klst.), constit. q.s. Ábcndingar: Langvinnir verkir sem eru næmir fyrir morfínlytjum. Skammtastærðir handa fullorðnum: Skömmtun er einstaklingsbundin og byggir á almennu ástandi sjúklings svo og á fyrri sögu um notkun morfínlyfja. Hafi sjúklingur ekki fengið sterk morfínlyf áður ber að stilla inn stuttverkandi morfínlyf fyrst og síðan breyta þeim skammti yfir í Durogesic. Skammtur lyfsins er svo endurskoðaður með jöfnu millibili þar til æskilegum áhrifum er náð. Þegar breytt er úr morfínlyfjum til inntöku eða stungulyfjum yfir í Durogesic skal nota eftirfarandi til leiðbeiningar: 1 Leggið saman notkunina á sterkum verkjalyljum síðasta sólarhring. 2 Ef sjúklingurinn hefur notað annað lyf en morfín, breytið þá yfir í jafngildisskammt af morfíni til inntöku. (Sjá Sérlyfjaskrá vegna töflu um jafngildisskammta). Skipta skal um plástur eftir 72 klst. Hæfilegur skammtur fyrir hvern einstakling er fundinn með því að auka skammtinn þar til verkjastillingu er náð. Fáist ekki nægjanleg verkun af fyrsta plástri, má auka skammtinn eftir 3 daga. Síðan er unnt að auka skammtinn á þrigjya daga fresti. Þegar skipt er yfir á Durogesic eftir langvinna meðfcrð með morfíni, hefur verið greint frá fráhvarfseinkennum (þrátt fyrir nægilega verkjadeyfingu). Komast má hjá fráhvarfseinkennum með því að minnka notkun smátt og smátt hjá sjúklingum sem fá langvinna meðferð með ópíóíðum. Ef fráhvarfseinkenni koma fram er ráðlögð meðferð með stuttverkandi morfíni í lágum skömmtum. Þurfi sjúklingurinn meira en 100 míkróg/klst. má nota fieiri en einn plástur í senn. Durogesic skal líma á efri hluta líkamans cða á upphandlegg og á ógeislaða, slétta, og hcilbrigða húð. Ef hár eru á staðnum ber að klippa þau af en ekki raka en hárlaus svæði eru æskilegust. Ef þvo þarf svæðið áður en plásturinn er settur á, skal gera það mcð hreinu vatni. Ekki má nota sápu, olíu, áburð eða önnur efni scm geta ert húðina eða breytt eiginleikum hennar. Húðin á að vera vel þurr áður en plástrað er. Plásturinn skal líma á húðina strax eftir að pakkning hefur verið opnuð. Plásturinn er festur með því að þrýsta á hann með flötum lófa í um það bil 30 sekúndur. Allur plásturinn og sérstaklega kantarnir verða að liggja vel að húðinni. Þegar skipt er um plástur skal hann settur á annan stað. Fyrri stað má ekki nota fyrr en eftir nokkra sólarhringa. Skammtastærðir handa börnum: Lítil reynsla er af notkun lyfsins til meðferðar hjá börnum. Frábendingar: Slævð öndun. Varnaðarorð og varúðarreglur: Aukinn heiluþrýstingur, minnkuð meðvitund, meðvitundarleysi og órói í kjölfar neyslu áfengis og svefnlyíja. Hægur hjartsláttur. Astmi. Slímsöfnun í lungum. Samtímis notkun annarra slævandi lyfja. Fylgjast þarf náið með sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi svo og öldruðum sjúklingum og sjúklingum í kröm. Meðganga og brjóstagjöf: Morfínlyf geta slævt öndun hjá nýburum. Ef um langvarandi notkun lyfsins á meðgöngu hefur verið að ræða má gera ráð fyrir fráhvarfseinkennum hjá barninu eftir fæðinguna. Fentanýl berst í brjóstamjólk í nægilegu magni til þess að hafa áhrif á barnið, jafnvel þó að gefnir séu venjulegir skammtar. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Vara ber sjúklinga við stjórnun vélknúinna ökutækja samtímis notkun lyfsins. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir eru ógleði/uppköst (28%) og syfja (23%). Alvarlegasta aukaverkunin er hömlun öndunar og er skammtaháð, en þessi aukaverkun er sjaldgæf hjá sjúklingum, sem myndað hafa þol gegn morfínlyfjum. Algengar (>1%): Almennar: Kláði. Hjarta- og æðakerfi: Lágur blóðþrýstingur, hægur hjartsláttur. Miðtaugakerfi: Syfja. rugl, ofskynjanir, sæluvíma. Hömlun öndunar. Meltingarfivri: Ogleði, uppköst, hægðatregða. Húð: Húðerting (roði, kláði. útbrot). Þvagfœri: Þvagteppa. Ef um mikið eða langvarandi blóðþrýstingsfall er að ræða, þá ber að hafa vökvaþurrð/blóðþurrð í huga og velta fyrir sér vökvagjöf. Öndunarhemjandi áhrif lyfsins eru skammtaháð. Húðertingin hverfur venjulega innan sólarhrings eftir að plástur hefur verið tjarlægður. Sjúklingar, sem fá morfínlyf, geta myndað þol og einnig orðið háðir lyfinu. Milliverkanir við lyf eða annað: Samtímis notkun lyfja seni hafa áhrif á miðtaugakerfið, þ.á m. þunglyndislyf, ópíóíðar, sefandi lyf, svefnlyf, almenn svæfinga- og deyfingalyf, fenótfazín, róandi lyf, vöðvaslakandi lyf, róandi andhistamín og áfengi, getur valdið auknum bælandi áhrifum með grunnri öndun, lágþrýstingi, miklum sefandi áhrifum og dái. Þess vegna þurfa sjúklingar sérstakt eftirlit og umönnun þegar þessi lyf eru notuð unt leið og Durogesic. umbrotið fyrir tilstuðlan cýtókróm P450 3A4 cnsíma. Þó hefur ekki komið fram in-vitro hömlun vegna ítrakónasóls (þekktur cýtókróm P450 ensím hemill), líklega vegna hás útdráttarhlutfalls fcntanýls f lifur. Athugið: Durogesic á ekki að nota gegn bráðaverkjum eða verkjum eftir skurðaðgerðir þar sem þá gefst ekki nægjanlegur tírni til þess að finna hæfilega skammta og þar með getur lyfið valdið lífshættulegri öndunarbilun. Durogesic skal einungis gefið sjúklingum mcð langvinna verki sem áður hafa svarað meðferð með morfínlyfjum. Ef öndunarbilun kemur í Ijós skal taka plásturinn af og fylgjast vel með sjúklingnum. Öndunarhjálp skal veitt með þeim aðferðum sem með þarf (t.d. hvatning, sjúkraþjálfun, öndunarvél). Áfengi eykur öndunarhemjandi áhrif fentanýls. Áhrifin má stöðva með naloxóni. Þar sem fentanýláhrifin vara mun lengur en áhrif naloxóns þarf að fylgjast mjög vel með sjúklingnum. Fái sjúklingur alvarlegar aukaverkanir þarf að fylgjast mjög vel með honum í sólarhring eftir að plásturinn hefur verið tckinn af vegna þess hver verkunartími er langur. Þegar mcðferð með Durogesic er hætt skal hefja meðferð með öðrum morfínlyfjum í hægt vaxandi skömmtum. Morfínlyfjum skal að jafnaði hætt hægt. Ef sjúklingur fær hita (40°C) getur frásog fentanýls aukist um u.þ.b. 30%. Þess vegna þarf að fylgjast með sjúklingum sem fá hita og lækka skammtinn ef með þarf. Forðast ber að hita á cinhvcrn hátt plástursstæðið. Viðbragðflýtir sumra sjúklinga minnkar meðan á Durogesic meðferð stendur, þetta ber að hafa í huga til dæmis við akstur. Geymsla: Plásturinn skal geyma í órofnum umbúðum við herbergishita. Geymist fjarri börnum, einnig eftir notkun. Notaðir plástrar skulu brotnir saman og fargað með öruggum hætti. Pakkningar og verð 1. 4. 2001: Forðaplástur 25 míkróg/klst. 10 cm2 x 5 stk. kr. 5.283 Forðaplástur 50 míkróg/klst. 20 cm2 x 5 stk. kr. 9.244 Foröaplástur 75 míkróg/klst. 30 cm2 x 5 stk. kr. 12.360 Forðaplástur 100 míkróg/klst. 40 cm2 x 5 stk. kr. 14.962 Notkunarleiðbeiningar á íslensku skulu fylgjn hverri pakkningu lyfsins. THORARENSEN lyf Vatnagarðar 18 • 104 Rcykjavík • Sími 530 7100 4^ JANSSEN-CILAG UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR Laða þarf unglækna að heimilislækningum Steinunn Jónsdóttir yfirlæknir á Heilsu- gæslustöð Hlíðasvæðis í Reykjavík hefur undanfarin tvö ár verið aðalfulltrúi Læknafélags Islands í starfi Evrópusamtaka heimilislækna (UEMO). Auk hennar hefur Katrín Fjeldsted setið fundi samtak- anna sem aukafulltrúi (frá 1995) en hún er aðal- fulltrúi LÍ hjá fastanefnd lækna í Evrópu (CP). Evrópusamtök heimilislækna eru mikilvægur hluti af því fjölþjóðlega samstarfi sem íslenskir heimilislæknar taka þátt í. Megináhersla samtakanna er að fylgjast með og tryggja gæði þjálfunar og símenntunar heimilislækna í Evrópu, verja stöðu heimilislækna í heilbrigðisþjónustunni, gæta siðlegra, vísindalegra, stéttarlegra, félagslegra og fjárhagslegra hagsmuna evrópskra heimilislækna og frelsis þeirra við störf. Ennfremur að koma skoðunum aðildar- félaganna og samþykktum félagsins á framfæri við rétt yfirvöld og stofnanir og vinna með öðrum hags- munafélögum lækna. Helsta baráttumál samtakanna um þessar mundir er aukið samræmi í framhaldsnámi fagsins í aðildarlöndunum, en það er mikilvægt á sameiginlegum vinnumarkaði. Meðal annarra atriða sem samtökin hafa lagt áherslu á er að tekið verði tillit til símenntunar í kjarasamningum. Aðilar að samtökunum eru læknafélög í 20 löndum Evrópu auk eins áheyrnaraðila. Tvisvar á ári eru haldnir fundir á vegum samtakanna og þá fundi hafa Islendingar sótt frá árinu 1993, fyrst sem áheyrnaraðilar en frá 1996 með fullri aðild. Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags fslands var aðalfulltrúi íslands hjá samtökunum til ársins 1999 er Steinunn tók við. Samtökin gefa út Árbók (Reference book) þar sem fram fer umræða um stöðu heimilislækninga í aðildarlöndunum og önnur heilbrigðispólitísk mál- efni. Par eru einnig birtar allar samþykktir og stefnuyfirlýsingar samtakanna. í fyrra fengu allir íslenskir heimilislæknar þessa bók (um 300 síður í stærðinni A4) í hendur en áætlað er að hún komi út tvisvar á ári eftirleiðis. Vefsíða félagsins er einnig ætluð til fróðleiks og skoðanaskipta en hún er á eftirfarandi slóð: www.ueino.org. Steinunn skrifaði fróðlega grein um framtíð heimilislækninga í nýjasta hefti árbókarinnar (2000/2001) þar sem hún tekur upp ýmis atriði sem varða sérgreinina, framtíð heimilislækninga á sam- eiginlegum vinnumarkaði sem nær yfir stóran hluta Evrópu og samspil heimilislækninga og þeirra ólíku hefða sem eru við lýði í heilbrigðiskerfum hinna Sieinunn Jónsdóttir. ýmsu landa álfunnar. Hún fjallar meðal annars um nauðsyn þess að hafa góðan skilning á tilgangi heimilislækninga, þróun starfsgreinarinnar í síbreyti- legu samfélagi og með aukinni þekkingu í lækna- vísindum, þörfina fyrir mannafla og hver sé forsenda þess að greinin dafni í framtíðinni. Þá fjallar hún um þörf fyrir hvatningu í starfi og hvernig gera megi það sem mest aðlaðandi bæði fyrir starfandi lækna og unga lækna sem eru að velja sér sérgrein. Læknablaðið 2001/87 471
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.