Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING um. Sama gildir um þrístæðu 18, en hins vegar eru líkur á þrístæðu 21 ekki auknar hjá þeim konum sem áður hafa eignast fóstur/barn með þrístæðu 18 (20). Fetal Medicine Foundation hefur þjálfað óm- skoðara í meira en 40 löndum og safnað upplýsingum úr yfir 100.000 hnakkaþykktarmælingum hjá einburum. Hnakkaþykkt var yfir 95. hundraðsmarki miðað við haus-daus lengd hjá 4,4% eðlilegra þungana en hjá 71,8% fóstra með þrístæðu 21 (7). Upplýsingar fengust eftir fæðingu frá 96.127 börnum. Alls voru 326 þrístæðu 21 tilfelli í þýðinu og 325 fóstur/börn með aðra litningagalla. Ef miðað er við 5% jákvæð svör (screen positive) má búast við greiningu 77% þrístæðu 21 tilfella. Ef mörkin eru hins vegar sett við líkindamat 1:300 og hærra þá voru 8,3% með jákvæða skimun og þar af 82,2% þeirra sem voru með þrístæðu 21 fóstur og 77,8% þeirra sem voru með aðra litningagalla. Aðrir litningagallar voru meðal annars þrístæður 13 og 18, einstæða X- litnings og þrflitnun. Setja má mörkin fyrir jákvæða skimun hærra og auka þannig greiningarhlutfall þrístæðu 21 en það myndi leiða til hærri tíðni inngripa. Æskilegt er að reyna að halda fjölda inngripa í lágmarki án þess þó að minnka greiningarhlutfall litningagalla. Jákvætt forspárgildi fyrir alla litningagalla var 6,2% en neikvætt forspárgildi var 99,9%. Aukin hnakkaþykkt og hjartagallar Það er vel þekkt að þegar hnakkaþykkt er aukin þá aukast líkur á hjartagalla fósturs, óháð litningagerð (21) . í uppgjöri Fetal Medicine Foundation var tíðni hjartagalla 1%, en jókst í réttu hlutfalli við aukningu í hnakkaþykkt (22). Ef hnakkaþykkt var undir 95. hundraðsmarki var tíðni hjartagalla 0,8% en þegar hnakkaþykkt var yfir 99. hundraðsmarki var tíðnin 6,35% (23). Ef hnakkaþykkt er aukin og litningagerð fósturs eðlileg er næsta skref að gera hjartaómun hjá fóstri, sem framkvæmd er af barnahjartalæknum. Slík rannsókn fer alla jafna fram við 18-20 vikur, en í undantekningartilfellum er hægt að framkvæma skoðunina fyrr, eða við 14-15 vikur. Aukin hnakkaþykkt og aðrir fósturgallar Þegar litningagerð fósturs er eðlileg og hjartagalli er ekki til staðar en hnakkaþykkt fósturs er aukin, er tíðni alvarlegra fósturgalla hærri en almennt gerist (22) . Stundum er um að ræða heilkenni sem ekki er hægt að greina fyrr en á nýburaskeiði en við 18-20 vikna ómskoðun má greina marga þá fósturgalla sem eru tengdir aukinni hnakkaþykkt fósturs, svo sem naflahaul (24), þindarslit (8), ýmsa beinasjúkdóma (25) og fleiri (22). Því meira sem hnakkaþykktin víkur frá væntanlegu gildi miðað við meðgöngu- lengd, þeim mun meiri líkur eru á vandamálum fósturs. Burðarmálsdauði hækkar einnig með aukinni hnakkaþykkt (22). Ef hnakkaþykkt er yfir 95. hundraðsmarki og allt að 3,5 mm fæðast 96,3% barna lifandi en ef hnakkaþykktarmæling er yfir 6,5 mm fæðast aðeins 44,4% lifandi. Það er því ljóst að því meiri sem hnakkþykktin er því verri eru horfur barnsins. Augljóslega getur þetta skapað erfiðleika við ráðgjöf á meðgöngu, en mikilvægt er þó að hafa í huga að ef litningagerð og hjartaómun fósturs er eðlileg og ómskoðun við 18-20 vikur er eðlileg, þá er búið að útiloka stóran hluta alvarlegra fósturgalla. Kostir og gallar við snemm- greiningu fósturgalla Greining alvarlegs fósturgalla leiðir stundum til þess að verðandi foreldrar ákveða að enda meðgönguna. Einn af kostum við snemmgreiningu fósturgalla er, að fóstureyðing, ef sú leið er valin, er ekki eins erfið upplifun við 12 vikna samanborið við 20 vikna meðgöngu. Hins vegar er ljóst að allt að þriðjungur fóstra með þrístæður deyr í móðurkviði frá 12 vikum fram að 40 vikum. Fyrir verðandi foreldra er ef til vill auðveldara að sætta sig við fósturmissi frá náttúrunnar hendi heldur en að ákveða sjálf að enda meðgöngu. Hins vegar er engin leið að greina við 12 vikur hvaða fóstur munu deyja síðar á meðgöngu. Að enda meðgöngu við 18-20 vikur hefur ávallt mikla sorg í för með sér, sorg sem er engu minni en sú sem fylgir því að missa barn undir öðrum kringum- stæðum, eins og við óvæntan bamsmissi seint á meðgöngu (32). Það er því ljóst að þessir foreldrar þurfa mikinn stuðning, bæði frá fjölskyldu og fagaðilum. Umræða Hér var lýst hnakkaþykktarmælingu fósturs með ómskoðun sem getur leitt til greiningar á allt að 80% þrístæðu 21 tilfella. Miðað við 5% jákvæða skimun, sem þýðir í raun 5% tíðni inngripa, má greina 77% tilfella af þrístæðu 21. Til samanburðar hefur tíðni inngripa á Islandi verið 13% og leitt til greiningar þriðjungs tilfella af þrístæðu 21 á fósturskeiði. Helsta breytingin felst í því að fósturgreining mun standa öllum verðandi foreldrum til boða, ekki aðeins þeim eldri, og að fósturgreining fer fram á fyrsta þriðjungi meðgöngu í stað annars. Að fá jákvætt svar úr þessu skimprófi er ámóta og að fá jákvætt svar úr legháls- stroki, sem er skimpróf sem allflestar konur þekkja. Langflestar konur sem fá jákvæða niðurstöðu úr leghálsstroki eru ekki með leghálskrabbamein. Sumar eru með bólgubreytingar sem þarfnast meðferðar eða forstigsbreytingar krabbameins sem ýmist ganga til baka eða þarfnast læknandi aðgerðar. Það getur valdið kvíða að ganga í gegnum slíkt ferli, en ef það er útskýrt vel í upphafi skilja flestar konur eðli málsins. A sama hátt þarf að tryggja að verðandi foreldrar fái greinargóðar upplýsingar fyrir óm- skoðun. Mikilvægt er að þau skilji tilgang óm- skoðunarinnar og hvað jákvæð og neikvæð skimun 420 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.