Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 40
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Mynd 1. Myndin sýnir margfeldi miðgildis alfa- fetóprótínmœlinga í sermi mœðra sem gengnar voru 16-18 vikur nteð einbura í eðlilegum þungunum, samanborðið við þunganir þar sem fóstrið var annars vegar með opna hryggrauf og liins vegar heilaleysi. Myndin er birt með leyfi American College of Obstetricians and Gynecologists og er tekin úr: Prenatal Detection of Neural Tube Defects. Technical Bulletin No 99, December 1986. Búast má við að við nákvæma ómskoðun finnist þeir fósturgallar sem verið er að leita að með alfa- fetóprótíns skimun. Ef alfa-fetóprótín er hækkað en ómskoðunin eðlileg eru mestar líkur á að fóstrið sé eðlilegt. Þó er vel þekkt að auknar líkur eru á að upp komi vandamál síðar meir á meðgöngunni og mælt er með nánara eftirliti, til dæmis ómskoðunum, til að fylgjast með vexti fósturs. Þessi vandamál eru vaxtarseinkun, blæðing á meðgöngu, fósturdauði, skortur á legvatni og fyrirburafæðing (5,6). Notkun alfa-fetóprótínmælinga til skimunar fyrir miðtaugakerfisgöllum hefur ekki verið stunduð hérlendis en nokkuð var gert af því að mæla prótínið í legvatni hjá konum sem höfðu fjölskyldusögu um opna miðtaugakerfisgalla. Hér á landi hefur leit að miðtaugakerfisgöllum á fóstursligi eingöngu byggst á ómskoðun við 18-20 vikur síðastliðin ár. Lang- stærstur hluti opinna miðtaugakerfisgalla hefur fundist með þessu móti en það hefur þó komið í ljós að í flestum þeim tilfellum þar sem misst var af grein- ingunni höfðu konurnar verið ómskoðaðar utan Reykjavíkur (7). Nákvæmni greiningarinnar miðast alltaf við gæði ómskoðunarinnar sem fer eftir tækja- kosti þeim sem fyrir hendi er og reynslu og kunnáttu þess sem skoðar. Það getur því verið til hagsbóta fyrir litla staði á landsbyggðinni, þar sem framkvæmdar eru fáar ómskoðanir á hverju ári og því erfitt að viðhalda þekkingu sinni, að nýta sér þessa skimunaraðferð. Þannig væri með þessu móti hægt að mæla með nákvæmri ómskoðun á fósturgrein- ingardeild Kvennadeildar hjá þeim konum sem væru með hækkað alfa-fetóprótín í móðursermi. Framkvæmd skimunar Skimunin fer þannig fram að tekið er blóð frá móður við að minnsta kosti 15 vikna meðgöngulengd, að fengnu upplýstu samþykki hennar. Magn alfa- fetóprótíns í blóði er mælt og borið saman við fyrir- fram gefna staðla byggða á niðurstöðum úr eðli- legum þungunum. Ef magnið er meira en 2,5 x miðgildi (multiples of the median, MoM) eðlilegrar þungunar er aukin hætta á alvarlegum fósturgöllum, fyrst og fremst í miðtaugakerfi (mynd 1). Til að túlka niðurstöður alfa-fetóprótínmælinga er nauðsynlegt að vita nákvæma meðgöngulengd því magn prótínsins í blóði móður er háð meðgöngulengd og eykst eftir því sem líður á meðgönguna. Niðurstöður í MoM eru alltaf gefnar upp miðað við þá meðgöngulengd sem skráð er á beiðni um sýnatöku. Æskilegast er að búið sé að meta meðgöngulengd með ómskoðun áður en blóðsýnið er tekið, því annars getur þurft að leiðrétta skimprófs- niðurstöðuna síðar, ef í ljós kemur að meðgöngu- lengd er ekki í samræmi við síðustu tíðir. Ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á þéttni alfa-fetóprótíns í móðursermi. Kynþáttur hefur áhrif á magnið, konur með insúlínháða sykursýki hafa lægri þéttni og aukin þyngd móður veldur hlutfallslegri lækkun á þéttni alfa-fetóprótíns. Við jákvætt skimpróf er konunni boðin ómskoðun á sérhæfðri fósturgreiningardeild. Eðlileg ómskoðun minnkar líkurnar á miðtauga- kerfisgalla um meira en 95% (8) og ætti að geta greint flesta þá fósturgalla sem þekktir eru að því að valda hækkun á alfa-fetóprótíni. Hjá þeim konum, þar sem ómskoðun leiðir ekki í ljós fósturgalla, þarf að fylgjast nánar með meðgöngunni með tilliti til þeirra vandamála sem nefnd voru hér að ofan. Því hærra margfeldi miðgildis, þeim mun meiri líkur á meðgönguvandamálum, ef margfeldi miðgildis er komið yfir fimm eru líkur á meðgönguvandamálum 91% (5), ef margfeldið er meira en þrefalt miðgildið eru líkur á fósturdauða tífaldar (6). Hvað ef alfa-fetóprótínmælingin er lág? Það kom í ljós með tímanum að þær konur, sem voru langt undir meðallagi í alfa-fetóprótínskimprófinu og höfðu þannig minni líkur á að fóstrið hefði miðtauga- kerfisgalla, eignuðust fremur börn með litningagalla (9,10). Þessar niðurstöður leiddu til áframhaldandi rannsókna sem leiddu til núverandi þríprófs (11). Mæling á alfa-fetóprótíni einu og sér er ekki nægilega góð til að byggja á skimpróf fyrir litningagöllum þar sem það leiðir til of hárrar falskt jákvæðrar svörunar og næmi (sensitivity) er ekki nægilegt (11). Farið var að leita að öðrum efnum sem gætu aukið næmi skimprófs fyrir litningagöllum og hefur komið í ljós að mælingar á efnum eins og til dæmis estríóli, B-hCG (beta human chorionic gonadotropin), PAPP-A (pregnancy associated plasma protein A) og inhibin- A auk ómskoðunar við 11-13 vikna meðgöngu geta aukið næmi skimprófsins og lækkað falskt jákvæða svörun (12). Ekki er hægt að nota alfa-fetóprótín til skimunar fyrir miðtaugakerfisgöllum og kviðveggs- göllum fyrr en eftir 15 vikna meðgöngu og upp að 22 vikum. 428 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.