Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 61
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING
stöðum, aðallega smávægilegum göllum á fingrum og
tám en aðrar rannsóknir hafa ekki stutt þessar
niðurstöður (16-18). Þar sem þessir ákveðnu gallar
komu fram hafði alltaf verið tekið sýni fyrir 10 vikna
meðgöngu en það er ekkert sem bendir til áhættu
eftir 10 vikur. Eftir að þessar niðurstöður birtust hafa
flestir þeir sem starfa við fósturgreiningu ákveðið að
hafa einnar viku öryggismörk og taka ekki
fylgjuvefssýni fyrr en við 11 vikna meðgöngu þó það
sé tæknilega hægt mun fyrr.
Samantekt
Legvatnsástunga og fylgjusýnistaka eru þær rann-
sóknir sem notaðar eru til að greina litningagerð
fósturs. Báðar þessar rannsóknir hafa ákveðna hættu
á fósturláti í för með sér, legvatnsástungan þó senni-
lega aðeins minni. Legvatnsástunga er einfaldari í
framkvæmd en taka fylgjusýnis og skoðun legvatns-
sýnis á litningarannsóknadeild er auðveldari en
skoðun fylgjusýnis. Hún er auk þess áreiðanlegri
rannsókn en fylgjusýnistakan þar sem alltaf er örlítil
hætta á vafasvari vegna tíglunar frumuhópa í fylgju.
Okostirnir við legvatnsástungu eru þó að það þarf að
bíða fram á annan þriðjung meðgöngu þar til hægt er
að framkvæma hana og meðgangan er nær hálfnuð
þegar niðurstaða rannsóknarinnar fæst. Ef foreld-
rarnir kjósa fóstureyðingu er hún aðeins fram-
kvæmanleg með því að framkalla fæðingu en slíkt er
ávallt þungbær reynsla. Margir foreldrar kjósa því
fylgjusýnistöku þrátt fyrir að hætta á fósturláti og
vafasvari sé aðeins meiri en eftir legvatnsástungu.
Sérstaklega á þetta við um þær mæður sem eru með
verulega aukna hættu á litningagalla fósturs, annað
hvort vegna aldurs eða eftir skimpróf. Sérstaklega er
boðið upp á fylgjusýni ef áhættan er meiri en 1:100.
Ef niðurstaðan reynist óeðlileg má framkvæma
fóstureyðingu með tæmingu á legi í svæfingu og þó
það sé engan veginn auðveld lífsreynsla finnst
flestum konum það skárra en að bíða fram að miðri
meðgöngu þegar þær eru farnar að finna hreyfingar
og flestir ættingjar og vinir vita af þunguninni. Með
hlutlausri og góðri ráðgjöf má hjálpa foreldrum að
velja þá rannsókn sem hentar þeim.
Heimildir
1. Bevis DC. The antenatal prediction of haemolytic disease of
the newborn. Lancet 1952; i: 395-8.
2. Canadian Early and Mid-Trimester Amniocentesis Trial
(CEMAT) Group. Randomized trial to assess safety and fetal
outcome of early and midtrimester amniocentesis. Lancet
1998; 351:242-7.
3. Giorlandino C, Mobili L, Bilancioni E, D'Alessio P,
Garcioppolo O, Gentili P, et al. Transplacental amniocentesis:
is it really a higher-risk procedure? Prenat Diagn 1994; 14:803-
6.
4. Gold RB, Goyert GL, Schwartz DB, Evans MI, Seabolt LA.
Conservative management of second-trimester post-
amniocentesis fluid leakage. Obstet Gynecol 1989; 74: 745-7.
5. Ledbetter DH, Zachary JM, Simpson JL, Golben MS,
Pergament E, Jackson L, et al. Cytogenetic results from the
US Collaborative Study on CVS. Prenat Diagn 1992; 12: 317-
45.
6. Tabor A, Philip J, Madsen M, Bang J, Obel EB, Norgaard-
Pedersen B. Randomised controlled trial of genetic
amniocentesis in 4606 low-risk women. Lancet 1986; i: 1287-
92.
7. NICHHD National Registry for Amniocentesis Study Group.
Midtrimester amniocentesis for Prenatal Diagnosis. Safety
and accuracy. JAMA 1976; 236:1471-6.
8. Canadian Collaborative CVS-Amniocentesis Clinical Trial
Group. Multicentre randomised clinical trial of chorion villus
sampling and amniocentesis: first report. Lancet 1989; 1:1-6.
9. Smidt-Jensen S, Permin M, Philip J, Lundsteen C, Zachary J,
Fowler S, Gruning K. Randomised comparison of
amniocentesis and transabdominal and transcervical chorionic
villus sampling. Lancet 1992; 340:1237-44.
10. MRC Working Party on the evaluation of chorion villus
sampling. Medical Research Council European Trial of
chorion villus sampling. Lancet 1991; 337:1491-9.
11. Alfirevic Z, Gosden CM, Neilson JP. Chorion villus sampling
versus amniocentesis for prenatal diagnosis (Cochrane
Review). In: The Cochrane Library, Issue 1, 2001. Oxford:
Update Software Ltd.
12. Medical Research Council. An assessment of the hazards of
amniocentesis. Br J Obstet Gynaecol 1978; 85/ Suppl 2:1-41.
13. Greenough A, Yuksel B, Naik S, Cheeseman P, Nicolaides KH.
Invasive antenatal procedures and requirement for neonatal
intensive care unit admission. Eur J Pediatr 1997; 156: 550-2.
14. Sundberg K, Bang J, Smidt-Jensen S, Brocks V, Lundsteen C,
Parner J, et al. Randomized study of fetal loss related to early
amniocentesis versus chorionic villus sampling. Lancet 1997;
350: 697-703.
15. Firth HV, Boyd PA, Chamberlain P, Mackenzie IZ,
Lindenbaum RH, Huson SM. Severe limb abnormalities after
chorionic villus sampling at 56-66 days' gestation. Lancet 1991;
337: 762-3.
16. Burton BK, Schulz CJ, Burd LI. Limb anomalies associated
with chorionic villus sampling. Obstet Gynecol 1992; 79: 726-
30.
17. Evans JA, Hamerton JL. Limb defects and chorionic villus
sampling. Lancet 1996; 347: 484-5.
18. Froster UG, Jackson L. Limb defects and chorionic villus
sampling; results from an international registry 1992-94.
Lancet 1996; 347: 489-94.
Læknablaðið 2001/87 449