Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 47
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING SÉRPISTILL B Grunnlíkur og einstaklingsmetnar líkur eftir skimpróf og fjölþátta líkindamat I fjölþátta líkindamati (multivariate risk assessment) eru metnar líkur á frábrigði fósturs í viðkomandi meðgöngu með tiiliti til upplýsinga sem þekktar eru fyrir (a priori) og eftir (a posteriori) mælingar í forburðarskimprófi. Endurmat á einstaklingsbundnum líkum: Grunniíkur —► Fjölþátta líkindamut Einstaklingsbundnar a priori iíkur T likur cftir skimpróf og Skimpróf, dæmi af samþættu prófi fjölþátta líkindamat t T T T a posteriori líkur aldur móður lífefnavísir lífefnavísir lífvísir meðgöngulengd MS-PAPP-A MS-frítt p-hCG HÞ í ómun T hér koma við sögu í lífefnaskimun: og ef er til staðar mælivísar og áhrifsþættir á þéttni þeirra, óháð frábrigði fósturs fyrri saga um litninga- áhrifsþættir á mælingu, tii dæmis efnagreining og gæðakvörðun frábrigði áhrifsþættir á mælingu fyrir mæligreiningu, til dæmis sýnistaka og sýnismeðhöndlun □ Grunnlíkur (a priori líkur): Hér er átt við þær náttúrulegu líkur á tilfelli sem markast af líffræðilegum þáttum svo sem aldri móður og lífvænleika (viability) fóstra með mismunandi litningafrábrigði, frá getnaði til burðar. Aætlað er til dæmis að upphaflega sé ein af hverjum f 50 meðgöngum með fóstur með þrístæðu 21 (Down heikenni, DH) og að meira en þijár af hverjum fjórum þeirra endi með fósturláti (1). I aldurs- og meðgöngulengdartengdum líkindamatstöflum (4,5) sem lagðar eru til grundvallar í bytjun, við mat á grunnlíkum, er tekið mið af þessum náttúrulegu þáttum. Einnig er tekið tillit til fyrri sögu um frábrigði fósturs/barns sem getur haft áhrif á grunnlíkur konu í nýrri meðgöngu. -Aldur múöur og aldurstengdar líkur (age specific risk, ASR): Með vaxandi aldri barnshafandi konu aukast líkur á tilfelium þrístæðu 21,18 og 13 en líkurnar á tilfellum þrílitnunar og Turner heilkennis eru aldursóháðar (6). Þrístæða 21 er þó ávallt líklegasta litningafrábrigðið í meðgöngu, hjá öllum aldurshópum og allan meðgöngutímann. Líklegt má telja að smæð litnings 21 og fá gen (7) ráði þar miklu um. Fæðingaralgengi (birth prevalence) barns með þrístæðu 21 hjá konu yngri en 25 ára er um 1 af 1500, eykst í um 1 af 1000 við 30 ára aldur og 1 af 40 við 40 ára aldur (1). -Mcðgöngulengd: Vegna skerts lífvænleika fóstra með alvarleg litningafrábrigði og því auknum líkum á fósturláti á meðgöngu, minnka líkur á tilvist slíkra fóstra og burði er líður á meðgönguna, eins og sjá má á meðfylgjandi yfirliti yfir lát fóstra með litningafrábrigði á meðgöngu (6): Fósturlát frá viku Litningafrábrigði 12-40 16-40 Þrístæða 21 (Down heilkenni) 32% 20% Þrístæða 18 (Edward heilkenni) 85% 75% Þrístæða 13 (Patau heilkenni) 80% 70% Þrílitnun/aukalitningasett >99% >99% Turner heilkenni (45,x) 75% 50% Kynlitningaójafnlitnun, önnur en Tumer (47,xxx; xxy; xyy) -5% -3% - Fyrri saga með tilliti til tilfella: Líkur á fóstri með þrístæðu 21, þrístæðu 18 eða þrístæðu 13 eru auknar ef saga er um slíkt hjá móður, fyrri meðganga og/eða fæðing slíks barns. Fyrri saga um þrístæðu 21 eykur grunnlíkurnar umfram aldurs- og meðgöngulengdartengdar líkur um 0,75% í nýrri meðgöngu. Dæmi: 1) Þrjátíu og fimm ára kona, við viku 12, almennar grunnlikur 1:249 (0,40%) en að viðbættri sögu 1:87 (1,15%), 2) 25 ára kona, við viku 12, almennar grunnlíkur 1:946 (0,106%) en að viðbættri sögu 1:117 (0,856%) (6) □ Endurmat á einstaklingsbundnum líkum með skimprófi og fjölþátta líkindamati: Grunnlíkur eru síðan teknar til endurmats á einstaklingsbundinn máta þar sem tekið er tillit til mæliniðurstaðna úr skimprófum, eftir leiðréttingu fyrir þeim áhrifsþáttum sem helst gætu skekkt eða gefið misvísandi niðurstöður. Þannig er reynt að sjá til að eftir standi aðeins þau áhrif á mælivísaniðurstöður sem tengjast og endurspegla litningafrábrigði fósturs. Slík nálgun eykur næmi, fækkar misávísunum og stuðlar að nákvæmara líkindamati. -Skimpróf. Mælivísar, mældar niðurstöður og áhrifsþættir óháðir frábrigðum fósturs. Mæliáhrifsþættir og mæliáhrifsþættir fyrir mæligreiningu: Áhrifsþœttir á þéttni lífefnavísa í mœðrasermi, sem reynt er að leiðrétta fyrir (1,12,15,17,26-31,33): - Meðgöngulengd: stuðst er við meðgöngulengdartengd þéttniviðmið fyrir hvem lífefnavísi vegna þéttnibreytinga á meðgöngutíma. - Þyngd móður við blóðsýnatöku: varðar þá mismunandi þynningu sem verður í blóðrúmmáli móður á lífefnavísum frá fylgju eða fóstri. - Kynþáttur móður: kynþáttabundinn munur er á þéttni lífefnavísa í mæðrasermi (skýrist ekki af þyngd). - Insúlínháð sykursýki (IDD): þéttni lífefnavísa er lægri í IDD meðgöngum (skýrist ekki af þyngd) og meiri likur á fósturskaða. - Reykingar móður á meðgöngu: áhrif á þéttni ýmist til lækkunar eða hækkunar eftir lífefnavísum svo og áhrif á algengi á meðgöngu. - Fjöldi fóstra/fjölburameðganga: þéttni lífefnavísa í mæðrasermi er háð fjöldra fóstra og ástandi hvers fósturs og/eða fylgjumassa. - Tæknifrjógvun (IVF): við fijógvun er MS-hCG hærra hjá konum sem hafa orðið þungaðar við tæknifrjógvun/örvað egglos. - Bæri (parity): lækkun verður á MS-hCG á meðgöngu eftir því sem meðgöngum konu fjölgar; oft ekki leiðrétt fyrir þessum þætti. Mœliálirifsþœttir (analýtískir þœttir): Þættir er varða til dæmis efnagreiningu og gæðakvörðun. Mœliáhrifsþœttir fyrir ntteligreiningu (preanalýtískir þcettir): Ytri þættir fyrir efnagreiningu og líkindamat sem geta breytt niðurstöðum til dæmis sýnistaka og sýnismeðhöndlun □ Einstaklingsbundnar líkur eftir skimpróf og fjölþátta líkindamat (a posteriori líkur): Niðurstaða úr líkindamati. Þær líkur á frábrigði fósturs í viðkomandi meðgöngu sem miðað er endanlega við eftir að allar upplýsingar, annars vegar þær sem lágu fyrir fyrir skimpróf og hins vegar var aflað með skimprófi, hafa verið vegnar og metnar. Læknablaðið 2001/87 435
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.