Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 44
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING greind af prófessor Nicholas Wald, einum aðal- frömuði forburðarskimunar (antenatal screening), sem kerfisbundin notkun á prófi eða könnun, til þess að finna þá einstaklinga sem hafa nægilega miklar líkur á ákveðnum sjúkdómi til að viðkomandi gagnist af frekari rannsókn eða beinni forvörn, hjá einstaklingum sem hafa ekki leitað eftir læknisaðstoð vegna sjúkdómseinkenna (1). Ef verðandi foreldrar óska eftir forburðarskimun með tilliti til fósturgalla þarf heilbrigðisþjónustan að geta brugðist við þeirri ósk með skipulagðri þjónustu sem greinir fósturgalla sem nákvæmast og með sem minnstri áhættu og tilkostnaði. Fæðingargallar orsakast oft af frábrigðum (anomalies, abnormalities) í litningagerð, sem kallast jafnan litningagallar (chromosomal defects) vegna alvarlegra afleiðinga flestra þeirra fyrir heilsu og horfur viðkomandi einstaklinga. Greining litninga- frábrigða (chromosomal anomalies, chromosomal abnormalities) er gerð með litningarannsókn á fósturvef, jafnan á frumum úr legvatni eða fylgjuvef. Sýnistaka vegna slíkrar rannsóknar felur í sér ákveðna áhættu. Jafnvel á sérhæfðri fósturgrein- ingardeild er talið að fósturlát eigi sér stað í 2% tilvika við fylgjuvefssýnistöku (chorionic villus sampling) en 0,5-1% við legvatnstöku (amnio- centesis). Rannsóknastofuvinna við ákvörðun litn- ingagerðar er einnig mjög vandasöm og dýr. Vegna framangreindra þátta er mikilvægt að ákvarða líkindi á litningafrábrigði hjá fóstri með eins nákvæmum hætti og unnt er áður en tekin er ákvörðun um litningarannsókn. Hægt er að meta þau líkindi með hliðsjón af aldri móður, fyrri sögu um litninga- frábrigði, meðgöngulengd og niðurstöðu óm- skoðunar. Einnig er hægt að gera lífefnarannsóknir á sermi móður til að meta líkindi á litningafrábrigði og reyndar ýmsum öðrum fósturgöllum. í þessari grein er yfirlit um forburðarskimun með lífefnarann- sóknum þar sem lögð er áhersla á nýjungar á því sviði. Varðandi almenna stefnumörkun í forburðar- skimun viljum við jafnframt benda á alþjóðlegar lillögur um siðfræði erfðaþjónustu sem settar voru fram í kjölfar fundar Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar um það efni (2). Forburðarskimun fyrir fósturgöllum með lífefnarannsóknum á mæðrasermi Margs kyns heilsufarsvandi fósturs og/eða þungaðrar konu tengist afbrigðilegum mæliniðurstöðum sem fást við forburðarskimun með lífefnamælingum á mæðrasermi. Niðurstöður á lífefnaskimprófi þung- aðrar konu gefa ekki einar og sér sjúkdómsgreiningu heldur tölfræðileg líkindi, það er vísbendingar um líkur á heilsufarsvanda fósturs. Hjá þeim afmarkaða hópi þar sem líkurnar eru mestar gefa niður- stöðurnar ef til vill vísbendingar um eðli vandans og þörf fyrir frekari læknisfræðilegar rannsóknir. Notkun forburðarskimprófa getur þannig stuðlað að greiningu fósturgalla meðal annars algengustu alvarlegu litningafrábrigðanna sem hér verða mest til umfjöllunar. Varðandi skimhæfni prófs almennt skiptir tvennt meginmáli: 1) Hversu vel sundurgreinir prófið sjúka og heilbrigða og 2) hverjar er líkurnar á því að einstaklingur, sem er yfir settum skimprófsmörkum (screen positive), beri þann sjúkdóm sem skimað var fýrir. Sundurgreiningin á viðkomandi skimprófi er byggð á hlutfallslegri tíðnidreifingu mæligilda prófa, annars vegar hjá sjúkum og hins vegar heilbrigðum einstaklingum (myndir 1 og 2). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að líkur á að einstaklingur sem er yfir skimprófsmörkum beri viðkomandi sjúkdóm byggjast einnig á algengi (prevalence) þess sjúkdóms. Reynt er að leggja mat á skimhæfni prófs með því að huga að næmi þess, sértæki, misávísun (false positive rate) reiknuð sem 100%-sértæki, og hlutfallslíkur á tilfelli hjá þeim sem eru yfir settum líkindamörkum viðkomandi prófs (odds of being affected given a positive result, OAPR). Próun skimprófa stefnir að auknu næmi og sértæki og hærri OAPR líkum, það er að nákvæmari prófum. Nákvæmari skimpróf leiða til þess að fleiri tilfelli finnast á sama tíma og áhættu- sömum og dýrum greiningarprófum, það er sýna- tökum úr fósturvef og litningarannsóknum fækkar. í tveimur sérpistlum með greininni er nánar lýst aðferðafræði skimprófa og líkindamats (sérpistill A, sérpistill B). Margs annars er þó að gæta. Skimtími á meðgöngu skiptir miklu máli. Þau próf eru talin betri sem unnt er að gera sem fyrst á meðgöngunni. Skimhæfni prófs gagnvart mismunandi aldurshópum barnshafandi kvenna og jafnræði allra verðandi foreldra eða barnshafandi kvenna að upplýstu vali á slíku skimprófi, svo og gott aðgengi að þjónustu og einfaldleiki í framkvæmd, varða og miklu. Allt eru þetta þættir sem koma inn í skipulagningu for- burðarskimunar og hvaða rannsóknaraðferðum er beitt. Einnig þarf að huga að faglegri hæfni þeirra sem þjónustuna veita, gæðastöðlun og kostnaði við slík próf. Mikil framþróun á sér nú stað á lífefnasviði og varðandi samþættingu þess við önnur svið sem styrkir framangreinda þætti. Varðandi lífefnaskimun og tengda þjónustuþætti ber hæst mikla tækni- og tækjaþróun á sviði ónæmisefnagreiningarprófa (immunodiagnostics) ekki hvað síst svonefnda Kryptor-TRACE™ tækni (8), þróun og hagnýtingu tölfræðilegra reiknirita fjölþátta líkindamats (multivariate risk assessment) svo og upplýsinga- tækni. 432 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.