Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 89

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 89
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEIMILISLÆKNINGAR að styrkja fagið inn á við. Á einu af þeim þingum sem ég hef sótt kynntu Danir og Spánverjar til dæmis sérstakt kerfi sem þeir nota til að styðja við starfsfélaga sína þegar þeir eru komnir út í öngstræti og finnst álagið of mikið. Pað er ákveðin hætta á kulnun vegna eðlis starfsins. Flestir eru mjög bundnir starfinu, kynnast skjólstæðingum sínum persónulega og finna mjög vel fyrir ábyrgðinni. Síðan er mikið áreiti í starfinu og allt gerir þetta að verkum að mönnum finnst stundum eins og þeir hafi ekki stjórn á stöðunni. Sennilega er meira um þetta meðal einyrkja því þeir eiga á hættu að einangrast með vandamál sín. Ég tel að sú þróun sem orðið hefur á síðustu árum, að heimilislæknar hópa sig saman, hafi orðið til að styrkja okkur á margan hátt, bæði faglega og félagslega. Par fyrir utan eykur þetta möguleika á að bæta aðstöðu og tækjabúnað verulega og stunda innra eftirlit og gæðaþróun.“ Andvaraleysi íslendinga Gagnagrunnsmálið var tekið til umrœðu á einum af fundum Evrópusamtaka lœkna, hvernig var sú umrœða? „Umræðan um gagnagrunninn snertir okkur heimilislækna mjög mikið, við erum oft með per- sónulegustu upplýsingarnar um sjúklinga. Við Katrín Fjeldsted vorum beðnar um að kynna málið á síðasta fundi samtakanna í Sviss í kjölfar umræðu þeirrar sem verið hefur í Alþjóðafélagi lækna (WMA). Við kynntum málið eins og staðan var þá, sögðum aðeins frá forsögu þess, umræðum af hálfu Læknafélagsins, viðræðunum við íslenska erfðagreiningu og stjórn- völd. Pað sem olli mestri umræðu var hugmyndin um „ætlað samþykki" í stað „upplýsts samþykkis“ og einnig að talað er um að allar upplýsingar séu ópersónugreinanlegar. Menn úti í salnum voru með efasemdir um að hægt væri að tryggja það. Einka- leyfishugmyndin var líka talsvert umrædd, það er að ákveðið einkafyrirtæki fái sérleyfi á gagnagrunni heillar þjóðar! Þetta eru atriði sem menn setja spurningarmerki við. Einnig vekur það undrun hversu jákvæð afstaða almennings er til gagna- grunnsmálsins. En hins vegar gera menn sér grein fyrir gildi gagnagrunna og að þeir geti átt rétt á sér, bæði fyrir heilbrigðisþjónustuna og heilbrigðis- starfsmenn sjálfa eða sem hjálpartæki við skipulag heilbrigðisþjónustu og rannsóknir. Menn voru í sjálfu sér ekki á móti gagnagrunni sem slíkum en umræðan snerist um hvernig að þessu var staðið. Á fundinum var meðal annars samþykkt ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til þess að að breyta lögum í þá veru að tryggja upplýst samþykki sjúklinga um notkun gagna.“ Hliðrun í heilbrigðiskerfi æskileg Hvernig sérðu framtíð heimilislœkninga á íslandi? „Það er grundvallaratriði fyrir framtíð heimilis- lækninga að ráðamenn átti sig á hlutverki okkar. Ef það er ekki vel skilgreint og opinberri stefnu ekki fylgt eftir í verki er hætta á að menn fái ekki þá faglegu fullnægju úr starfinu sem skiptir máli. Ég held að það sé farsælt fyrir almenning og heilbrigðis- starfsmenn að einhvers konar handleiðsla sé í kerf- inu, en þá verða að vera forsendur fyrir því að hand- leiðslan virki. Menn óttast ef til vill að það feli í sér meiri miðstýringu og skerðingu á frelsi en þegar um þjónustu er að ræða sem með einum eða öðrum hætti er greidd af almannafé verður að gera kröfur um skynsamlega nýtingu. í lögunum stendur að heimilis- læknar og heilsugæslan eigi að vera sá aðili sem fólk leitar fyrst til. Til að það sé hægt verður að búa svo um hnútana að nægt framboð sé á heimilislæknum. Það þarf í rauninni að eiga sér stað ákveðin hliðrun í heilbrigðisþjónustunni. Eins og sakir standa held ég að margir sérfræðingar séu í stökustu vandræðum vegna þess hve mikil ásókn er til þeirra og þeir sitja uppi með það að sinna ýmsum málum sem heyra kannski ekki endilega undir þeirra sérgrein og væru betur komin hjá heimilislæknum. Það mætti líka hugsa sér að létta aðeins álagi af heimilislæknum með því að virkja aðra faghópa á heilsugæslustöðvum til fjölbreyttari starfa en nú er gert. Erlendis eru ýmis dæmi um að hjúkrunarfræðingar sérhæfi sig til dæmis í forvarnastarfi og eftirliti með ýmsum langvinnum sjúkdómum og vinni í nánu samstarfi við lækna. Það hefur líka viljað brenna við að fólk leiti beint til sjúkrahúsanna vegna þess að það fær ekki aðgang að þjónustu annars staðar og það er auðvitað mjög dýrt fyrir kerfið. Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá yfirvöldum og þau þurfa að hafa kjark til að takast á við þessi mál. Þegar ákveðin hefð hefur verið við lýði í langan tíma þá ógnar það oft einhverjum ef á að fara að breyta henni og það er mjög slæmt. Læknar eiga að geta staðið saman og unnið sem heild að góðu heilbrigði landsmanna." aób Læknablaðið 2001/87 477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.