Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 91
UMRÆÐA & FRETTIR / KLlNiSKAR LEIÐBEININGAR
Gæði læknisþjónustu aukin með
vefi um klínískar leiðbeiningar
A VEGUM LANDLÆKNISEMBÆTTISINS HEFUR VERIÐ
unnið að því á undanförnum misserum að byggja upp
vef undir heitinu Klínískrar leiðbeiningar. Þegar er
komið talsvert efni á vefinn en 26 vinnuhópar hafa
unnið að gerð þess. Sjö þeirra hafa þegar útbúið efni
sem er komið á vefinn, ýmist tilbúið eða í vinnslu.
Alls hafa um 70 læknar tekið þátt í vinnslu efnisins
auk fólks úr öðrum heilbrigðisstéttum. Vefurinn er
vistaður á heimasíðu landlæknisembættisins:
www.landlaeknir.is undir Leiðbeiningar/Eftirlit á
valstiku vinstra megin á síðunni. Auk þess hefur það
efni sem er tilbúið verið gefið út á geisladiski ásamt
vefnum Lyfjavali 2000. I bígerð er ennfremur að
helstu áhersluatriði sem birt eru á yfirlitssíðu hvers
málaflokks á vefnum verði útbúin sem plöstuð
minnisblöð. Það verkefni er nokkuð dýrt og verður
sennilega háð því að fjármagn fáist til verksins.
Læknablaðið hefur nú kynningu á því efni sem
er að finna á vefnum með því að taka ritstjóra
efnisins, Sigurð Helgason lækni, tali. Pistlar um
hin einstöku viðfangsefni sem hóparnir hafa tekið
fyrir verða birtir í Læknablaðinu á næstunni.
Stýrihópur undir forystu Ara Jóhannessonar
læknis hefur yfirumsjón með starfi þessu og mótar
verklag og stefnu, en Ari er formaður fagráðs
Læknafélags íslands um mat á lækningatækni og
gerð klínískra leiðbeininga. í hópnum sitja auk
þeirra Sigurðar og Ara: Rannveig Einarsdóttir
klínískur lyfjafræðingur, Sigurður Guðmundsson
landlæknir og læknanir Haukur Valdimarsson,
Óttar Bergmann, Sigurður Ólafsson, Runólfur
Pálsson, Magnús Jóhannsson og Sveinn Magnús-
son. í hópnum eru fulltrúar úr ýmsum sérfræði-
greinum læknisfræðinnar auk þess sem fulltrúi
unglækna í hópnum er tengiliður við stóran hóp
unglækna. Enn meiri fjölbreytni má greina ef litið
á allt það fólk sem tekur þátt í vinnu hinna
einstöku hópa og sumir eru í fleiri en einum hópi.
Markmiðið með klínískum leiðbeiningum er fyrst
og fremst að bæta gæði læknisþjónustu eftir því
sem kostur er.
Aðdragandinn
Aðdragandinn að gerð klínískra leiðbeininga á
netinu er sá að leitað var til Sigurðar Helgasonar
heilsugæslulæknis í Árbæ síðla árs 1999 og hann
beðinn að taka að sér ritstjórn þessa vefjar. Hann var
ekki með öllu ókunnur slíkri uppbyggingu eftir að
hafa unnið að hliðstæðu verkefni sem fjallaði um
Lyfjaval. Fagráð Læknafélags íslands undir forystu
Pálma Jónssonar hafði þá um eins árs skeið unnið að
tillögum um gerð klínískra leiðbeiningar og sett fram
mótaðar hugmyndir þar að lútandi (Læknablaðið
1999; 85:1004). „Það sem ýtti þessu af stað var að í
löndunum allt í kringum okkur er mikið af slíku efni.
Við höfðum dregið lappirnar svolítið í þessum efnum
og læknar sem sótt hafa menntun sína til ýmissa
landa hafa notast við þær leiðbeiningar sem þekkja
úr námi sínu og störfum erlendis.“ Sigurður var fyrst
ráðinn til eins árs og að því loknu var ráðning hans
framlengd um ár. Eitt fyrsta verkið var að setja á
laggirnar hópa til að sjá um einstaka efnisþætti. í
flestum tilvikum gekk vel að fá fólk til liðs við hópana
og margir þeirra hafa verið mjög virkir. Vinnan í
hópunum er að mestu unnin í sjálfboðaliðsstarfi utan
þess að greidd eru svokölluð „heiðurslaun" þegar
efni hópsins er tilbúið, að upphæð 20 þúsund krónur.
Það er að vísu í engu samræmi við vinnuframlagið, en
yfirleitt eru 12-18 fundir að baki hvers efnisflokks
auk ómældrar vinnu þar á milli. Hins vegar hefur
víða, meðal annars í Skotlandi, þar sem byggður
hefur verið upp öflugur vefur með klínískum
leiðbeiningum, verið farin sú leið að gera fólki kleift
að vinna slfk störf í vinnutíma sínum. Hér á landi er
reynt að fara að einhverju leyti sömu leið, til dæmis
hefur Heilsugæslan í Reykjavík sýnt verkefninu
sérstakan skilning. Enn er það þó svo að ef menn
skreppa frá á fund þurfa þeir oft og tíðum að bæta
vinnuna upp síðar. Ávinningur þeirra sem þátt taka
er því að miklu leyti óbeinn enda hafa ýmsir haft á
orði að starfið veiti þeim mikla faglega örvun.
Hvernig fer hópastarfið fram ?
„Það er sennilega best að taka dæmi. Nú er til að
mynda mjög öflugur hópur að fjalla um gáttatif. Þessi
vinnuhópur hefur það að markmiði að bæta gæðin á
blóðþynningu og helst viljum við vinna eftir
Drjúgur hluti áhafnar
stýríhópsins: Rannveig
Einarsdóttir, Ari
Jóhannesson, Sigurður
Helgason, Óttar Bergmann
og Sigurður
Guðmundsson.
Læknablaðið 2001/87 479