Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING baka, eða muna þær alls ekki, svo að í að minnsta kosti hjá 30% og jafnvel hjá tveimur þriðju er í reynd ekki hægt að álykta að egglos og frjóvgun gætu hafa orðið 14 dögum eftir að síðustu tíðir hófust (15). Jafnvel þar sem allt á að vera „öruggt“ varðandi síðustu tíðir, hafa rannsóknir sýnt að hjá 10-12% kvenna getur verið meira en viku munur á síðustu tíðum og ómun, vegna þess að eggvaxtartími (folliculer phase) tíðahrings lengist iðulega fram yfir 14 daga og frjóvgun getur orðið allt að sex dögum eftir egglos. Þær konur er ekki hægt að finna nema með skimun (15,16). Jafnvel við glasafrjóvgun getur sennilega orðið til munur vegna seinkunar á að fósturvísir festist. Tímasetning hjá öllum er því nauðsynleg til að tryggja betri meðferð í með- göngunni, svo sem vegna forburðarskimunar, vegna annarra greiningaraðgerða, til að meta lífslíkur fyrir- bura, meta fósturvöxt, ákveða aðgerðir þegar kona gengur fram yfir tímann (framköllun fæðingar þar með talin) eða ef einhver inngrip þarf fyrir tímann, á tíma eða eftir, auk faraldsfræðilegs gildis af því að vita góða og einsleita tímasetningu meðgöngulengdar. Tvö staðalfrávik sem eru ± ein vika frá miðlínu aðhvarfsgreiningar, er mun meiri nákvæmni, en ef stuðst er við síðustu tíðir. Erlendar rannsóknir og innlendar sýna að inngripum, til dæmis í lok meðgöngu, fækkar úr um 10% í 3% (4-6,15-19). Samanburður á meðgöngulengd samkvæmt ómun og síðustu tíðum sem fenginn var úr íslensku fæðingar- skráningunni fyrir árin 1988 og 1989, eftir að byrjað var að skrá væntanlegan fæðingartíma (280 daga) í samræmi við ómskoðunarmat við 18-20 vikur árið 1987, sýndi að 11-11,8% kvenna fóru fram yfir 41 viku og 0,5% fram yfir 42 vikur samkvæmt ómun, en samsvarandi tölur samkvæmt síðustu tíðum voru frá 16,3-20,6% við 41 viku og 2,7-5,2% við 42 vikur (Reynir T. Geirsson, óbirt athugun). Tíðni á fram- köllun fæðingar hefði orðið mun hærri ef farið hefði verið eftir síðustu tíðum. Óvissan getur numið þremur til fjórum vikum sé miðað við síðustu tíðir (15). Slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar, meðal annars vegna vanþroska lungna, ef fæðing er óvart framkölluð of snemma. Auk þess verður árangur betri í fósturgreiningu við skipulega skoðun og skoðunin er hagkvæm (20,21). Ómun og verðandi foreldrar Ómskoðun í byrjun annars þriðjungs meðgöngu var vel tekið af íslenskum konum. Hún varð ánægjulegur og sjálfsagður þáttur í mæðraverndinni. Fóstrið varð raunverulegra fyrir konunni, hluti upplifunar hennar af þunguninni og makinn og aðrir nákomnir gátu deilt gleðilegri upplifun. Fjallað var um ómskoðunina á jákvæðan hátt í fjölmiðlum og meðal almennings. Væntingar almennings til skoðunarinnar voru, eins og gjarnan er um slíkar skoðanir, ekki þær sömu og væntingar starfsfólksins. Að vita kynið og mynda fóstrið skipti marga máli, en gat aldrei orðið aðalatriði fyrir þann sem skoðunina framkvæmdi. Meginatriði var að öllum bauðst það sama, af góðu fagfólki, þar sem því var við komið. Ómskoðunin var gerð á tíma þegar móðirin er oftast við góða líðan, lífeðlisfræðilegar líkamsbreytingar (physiological adaptation) komnar og fóstrið fullmyndað hvað varðar líffæragerð. Niðurlag Ómun við 19 vikur uppfyllir almenn skilyrði fyrir skimun. Hófleg og rétt beiting þessarar tækni, sem er sannanlega skaðlaus (6,19), er mjög mikilvægt atriði í mæðraverndinni. í um einni af 100 skoðunum finnst einhver fósturgalli, sem getur leitt til meðgöngurofs. I öðrum tilvikum gefst nauðsynlegt tækifæri til undirbúnings fyrir fæðingu, svo sem varðandi meðferð kviðveggsrofs (gastroschisis) og hjartagalla. Stundum, svo sem í nýrnagöllum með vatnsnýra og sumum hjartagöllum, má koma við nánari greiningu á nýburaskeiði og fylgja börnunum markvisst eftir til að bæta meðferð eftir fæðinguna. Alvarlegustu gallarnir, svo sem heilaleysi, hryggrauf, þindarslit, stórir hjarta- gallar, lungnagallar, þvagfæragallar, garnagallar og útlimagallar eiga næstum allir að finnast við 18-20 vikur. í>ó ómskoðunin sé álitin sjálfsagður hlutur í vel upplýstu samfélagi ágætlega menntaðs fólks á íslandi og í nágrannalöndum okkar, þar sem flestir vita um hvað hún snýst (22), þá á hún að vera og er tilboð fyrir þá, sem vilja þiggja skoðunina. Hún á að vera upplýst val, byggt á auðskiljanlegum staðreyndum og ekki er ástæða til að vantreysta almenningi og ætla að svo sé ekki. Hins vegar þarf að tryggja að fólk viti af því, eins vel og unnt er, að eitthvað getur fundist sem kallar á ítarlegri rannsóknir eða aðgerðir og að í skimun af þessu tagi geti slíkt hent hvern sem er. Starfsfólk þarf að vera þjálfað til að sinna nauðsynlegri ráðgjöf í þannig tilvikum. Endanleg ákvörðun um hvað gert er verður þó alltaf í höndum hinnar verðandi móður, maka hennar og fjölskyldu. Þakkir Fyrir samvinnu við samantekt upplýsinga frá árunum 1991-1994 er læknunum Kristínu Andersen og Jóhanni Heiðari Jóhannssyni þakkað og Maríu Hreinsdóttur ljósmóður og Önnu Sampsted ritara fyrir aðstoð við öflun upplýsinga um árið 1998. Heimildir 1. Donald I, MacVicar J, Brown TG. Investigation of abdominal masses by pulsed ultrasound. Lancet 1958; i: 1188-95. 2. Grennert L, Persson P-H, Gennser G. Benefits of ultrasonic screening of a pregnant population. Acta Obstet Gynecol Scand 1978; 78/Suppl: 5-14. 3. Persson PH, Kullander S. Long-term experience of general ultrasound screening in pregnancy. Am J Obstet Gynecol 1983; 146: 942-7. 4. Waldenström U, Axelsson O, Nilsson S, Eklund G, Fall O, 406 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.