Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 94

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 94
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ALNÆMI Baráttan fyrir ódýrum alnæmislyfjum í Afríku Rétt eftir að grein þessi var frágengin í Læknablaðinu féllu lyfjafyrirtækin frá málsókn á hendur suður-afrískuni stjórnvöldum. Barátta fólks, víðs vegar um heim, hafði borið árangur og ástæða til að fagna þessum áfangasigri. Að undanförnu hefur verið mikil umræða um alnæmislyf sem notuð hafa verið í sunnanverðri Afríku og einnig að nokkur leyti í Suðaustur-Asíu. í þessari umfjöllun mun sjónum aðallega verða beint að fyrrnefnda svæðinu enda eru dauðsföll af völdum alnæmis í löndunum þar um slóðir eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum nútímans. Stór lyfjafyrirtæki hafa reynt beita áhrifum sínum þannig að bannað sé að flytja inn og nota alnæmislyf sem eru framleidd af öðrum en þeim sem tryggt hafa sér einkaleyfi á framleiðslu slíkra lyfja. Þar eiga jafnan í hlut stórir og áhrifamiklir lyfjarisar og lyf þeirra eru oftast margfalt dýrari en eftirlíkingar sem framleiddar eru annars staðar en innihalda svipuð eða sömu virku efni. Svipuð umræða hefur einnig átt sér stað varðandi ódýr malaríulyf. Þau lyf sem njóta einkaleyfis eru svo dýr að þau eru ofviða öllum almenningi, sem hefur orðið illa fyrir barðinu á HlV-veirunni. Einkarekin sjúkrahús selja þau fyrir háar fjárhæðir. og þótt þau séu ögn ódýrari hjá hinni opinberu heilsu- gæslu hafa mjög fáir efni á að kaupa þau. Umræða um þessi mál hófst árið 1997 þegar þáverandi forseti Suður-Afríku, Nelson Mandela, lagði fram frumvarp um að ávallt yrði leyft að kaupa ódýrustu fáanlegu lyf, bæði þau sem væru framleidd heima fyrir og erlendis, án tillits til sérleyfa lyfjanna. Helsta markmið þessa frum- varps var að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn heilbrigðisvandanum sem blasir við, ekki síst alnæmi og berklum. Stóru lyfjafyrirtækin sem höfðu einkaleyfi á framleiðslu lyfjanna hófu þegar baráttu gegn því að frumvarpið yrði lögfest og höfðuðu meðal annars mál á hendur fyrrverandi forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, og einnig gegn núverandi heilbrigðisráðherra landsins. Lyfjafyrirtækjunum hefur tekist að þæfa málið nú í þrjú ár. Alþjóðleg samtök á borð við Lœkna án landa- mœra og Oxfam hafa vakið athygli á þessu máli og á heimasíðu síðarnefndu samtakanna í Bretlandi eru í gangi aðgerðir allt þetta ár, þar sem fólk er hvatt til að senda framkvæmdastjóra eins lyfja- risans af þeim 39 sem eiga í hlut, GlaxoSmithKline bréf og mótmæla lögsókn þeirra á hendur suður- afrískum stjórnvöldum. Þrátt fyrir bannið hefur verið flutt talsvert inn af lyfjum til Suður-Afríku og fleiri landa sem í hlut eiga, ólöglega. Samtök sem kenna sig við aðgerðir til að tryggja meðferð (Treatment Action Campaign) hafa meðal annars flutt inn alnæmislyf en verið lögsótt fyrir vikið. Þau hafa þó reynt að halda aðgerðum sínum áfram. Einnig hefur að minnsta kosti eitt stórt lyfjafyrirtæki boðið suður- afrískum stjórnvöldum ókeypis lyf gegn ákveðn- um skilyrðum. Ekki er á þessari stundu vitað hvernig þeim viðræðum hefur reitt af, en þar er aðeins um eitt lyf af mörgum að ræða. annað stórt fyritæki hefur boðið þróunarlöndum að kaupa lyfjablöndu fyrir um 10% af alþjóðlegu markaðs- verði sem myndi til dæmis þýða að lyfjameðferð einstaklings í Senegal myndi kosta 60-140 þúsund krónur. Slíkar upphæðir eru bæði stjórnvöldum og almenningi víðast hvar ofviða. Mál lyfjarisanna gegn suður-afrískum stjórn- völdum var loks dómtekið þann 5. mars síðast- liðinn en frestað daginn eftir til 18. apríl - vegna formsatriða - að kröfu lyfjafyrirtækjanna. Lyfjaris- arnir mótmæltu því ennfremur að fulltrúar Treatment Action Campaign fengju að bera vitni en dómarinn ákvað að þeir fengju að vitna, enda væri vitnisburður þeirra mikilvægur, ekki aðeins í Afríku heldur um allan heim. Ennfremur skar dómarinn frest lyfjafyrirtækjanna til að svara vitnisburði samtakanna niður í sex vikur en venjulega er líkur frestur veiltur í allt að fjóra mánuði. Lyfjarisarnir vísuðu til reglna Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO) og þá helst hins svonefndu TRIP samþykktar (Trade Related Aspects of Intellectual Property Rights). Suður- afrísk stjórnvöld hafa reyndar bent á að inni í TRIP-samþykktinni séu ákvæði sem heimili stjórnvöldum að grípa til nauðsynlegra aðgerða sé þjóðarheill í veði. Talverð umræða hefur verið um málið að undanförnu og hina miklu neyð sem kallar á skjótar aðgerðir. Meðal þess sem fram hefur komið í umræðunni er eftirfarandi: 482 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.