Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING Greining hjartasjúkdóma á fósturskeiði Ágrip Gunnlaugur Við fósturhjartaómskoðun er hjarta fósturs, bygging Sigfússon þess og virkni skoðuð. Slíka skoðun er hægt að framkvæma frá 14 til 18 vikna meðgöngu þó best sé að gera hana um 20 viku. Skoðunin er gerð með hefðbundnu ómskoðunartæki sem búið er hátíðni- ómhöfðum en þau hafa mikla upplausn og myndgæði. Við fósturhjartaómskoðun er hægt að greina flókna hjartagalla og aðra hjartasjúkdóma af miklu öryggi. Abendingar fyrir fósturhjartaómskoðun eru fjöl- margir þættir sem setja viðkomandi fóstur í aukna áhættu á að hafa hjartagalla en algengasta ábendingin og sú sem leiðir til flestra greininga er afbrigðileg fjögurra hólfa sýn, við 18-20 vikna fósturómskoðun. Greining á hjartasjúkdómi á fósturstigi getur haft umtalsverð áhrif á framvindu meðgöngu, gefur í sumum tilfellum tilefni til meðferðar í móðurkviði en gefur einnig möguleika á undibúningi forelda og heilbrigðisstarfsfólks fyrir fæðingu barns með alvarlegan hjartasjúkdóm. Inngangur ENGLISH SUMMARY Sigfússon G Prenatal diagnosis of heart disease Læknablaðið 2001; 87: 409-12 Fetal echocardiography is a detailed examination of the fetal heart, its anatomy and function, performed with high frequency, high-resolution ultrasound probes. Advancements in echocardiographic technology have made possible accurate diagnosis of complex cardiac defects from a transabdominal approach, as early as 14- 18 weeks of gestation, although optimal images are usually acquired at 20 weeks of gestation. Indications for fetal echocardiogram are maternal or fetal factors that place the fetus at increased risk for having heart defect but suspected cardiac abnormality on a level 1 scan is the most frequent referral indication and the one indication with the highest yield of positive fetal echocardiogram. Diagnosis of fetal heart disease can have major influences on the prenatnal and postnatal management and enables parents to prepare and plan for the birth of a child with a cardiac defect. Barnaspítali Hringsins Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gunnlaugur Sigfússon Barnaspítala Hringsins Landspítala Hringbraut, 101 Rcykjavík. Sími: 560 1000. Netfang: gulli@landspitali.is Lykilorð: lijarlagallar, fósturgreining, hjartaómskoðun. Meðfæddir hjartagallar eru algengastir og alvarlegastir meiriháttar fæðingargalla. Eitt af hverjum 100 lifandi fæddum börnum greinist með hjartagalla eftir fæðingu hérlendis og um helmingur þeirra eru alvarlegir gallar sem þarfnast meðferðar, yfirleitt skurðaðgerðar, á fyrstu mánuðum ævinnar (1). Þrátt fyrir slíka meðferð hafa hjartagallar veruleg áhrif á lífshorfur og lífsgæði viðkomandi einstaklinga. Greining á hjartagöllum í fóstrum varð fyrst möguleg eftir miðjan sjöunda áratuginn með tilkomu hreyfiómtækni en upp úr 1980 er eðlilegri og afbrigðilegri byggingu fósturhjarta lýst af umtals- verðri nákvæmni (2,3). A undanförnum 20 árum hefur síðan átt sér stað gríðarmikil framþróun í ómtækni sem hefur skilað betri myndgæðum og aukinni nákvæmni í greiningu missmíða á fóstur- hjarta. Tilkoma púls- og lita-Dopplers, sem nýtist til að meta blóðflæði um hjartahólf og -lokur, hefur enn aukið á nákvæmni greiningar á flóknum hjartasjúk- dómum í fóstrum. í þessari yfirlitsgrein er fjallað um fósturhjarta- ómskoðanir, hvernig slíkar skoðanir eru fram- kvæmdar, helstu ábendingar og úrræði í kjölfar grein- ingar á hjartasjúkdómum á fósturskeiði. Key words: congertital heart defects, prenatal diagnosis, fetal echocardiography, fetal cardiology. Correspondence: Gunnlaugur Sigfússon. E-mail: gulli@landspitali.is Framkvæmd fósturhjartaómskoðunar Fósturhjartaómskoðun er framkvæmd með sömu ómskoðunartækjum og notuð eru til hjartaómunar á bömum og fullorðnum en til þess eru notuð hátíðni (7-8 MHz) ómhöfuð sem gefa góða myndupplausn þó horft sé gegnum kviðvegg móður. Skoðunin er framkvæmd af barnahjartalækni sem hefur aflað sér þekkingar á fósturfræði, lífeðlisfræði og byggingu fósturhjarta. Fósturhjartaómskoðun er best við 20. viku meðgöngu en mögulegt er að framkvæma hana allt frá 16. viku meðgöngu ef aðstæður leyfa. Lega fósturs, stærð og hreyfanleiki þess, sem og þykkt á kviðvegg móður, eru áhrifavaldar sem geta truflað skoðun, sérlega snemma á meðgöngu. Omskoðunar- tæki sem bjóða upp á skoðun af fóstri um leggöng móður hafa gert möglegt að framkvæma fósturhjarta- ómskoðun frá 12.-16. viku meðgöngu en slíkar skoðanir hafa ekki ennþá öðlast sömu útbreiðslu og Læknablaðið 2001/87 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.