Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURGREINING var valin vegna þess að flest tilvik fósturgalla verða ekki í áhættuhópum, heldur þar sem ekki er búist við að slíkt geti komið upp (6,8). Skoðun áhættuhópa ein sér gefur ekki nema takmarkaðan árangur. A árabilinu 1989-1997 var smám saman bætt við betri skoðun á nýrum, augum, litla heilanum, görnum, andliti, naflastrengsæðum, höndum og fótum, farið að beina sjónum að nokkrum minni- háttar merkjum um litningagalla og bæta hjarta- skoðun fósturs. I töflu I eru sýndar niðurstöður athugunar á greiningum og útkomu þungana þar sem fóstur- eða fæðingargallar greindust á árabilinu 1990- 1993 á landinu (Reynir T. Geirsson, Kristín Ander- sen, Jóhann Heiðar Jóhannsson, óbirt athugun), að frátöldum hjartagöllum, sem fjallað er um sérstak- lega (11). Þá greindust 193 fóstur eða börn með sköpulagsgalla í meðgöngu, mörg við ómun bæði snemma og seint í meðgöngunni, en önnur greindust ekki fyrr en við eða eftir fæðingu. Þetta svararði til þess að meðal rúmlega 1% fóstra og fæddra barna fundust fjölbreyttir fósturgallar. Á þeim tíma var tæknin ekki eins fullkomin og nú, en einnig var þekking og tækjakostur ófullnægjandi á mörgum þeim stöðum þar sem skoðað var. Nokkrar konur fóru ekki í nægilega góða 18-20 vikna ómskoðun og alvarlegir fósturgallar fundust ekki. Flest þessara barna lifðu hins vegar, vegna þess að gallarnir voru oft of litlir til að finnast eða þeir voru þess eðlis að lífshorfur voru taldar góðar þrátt fyrir einhverja fötlun, þó svo væri ekki í öllum tilvikum. Framkallað fósturlát (síðkomin fóstureyðing) hefur aðeins komið til greina við alvarlega fósturgalla ef vænta mátti dauða í meðgöngu eða eftir fæðingu eða alvarlegrar fötlunar. Af göllum í heila og mænu greindust 73% á fósturskeiði. í flestum þessara tilvika var ekkert eða lítið unnt að gera fyrir börn sem hefðu fæðst, nema aðgerðir í nokkrum tilvikum, sem þó gátu oftast ekki komið í veg fyrir verulega fötlun. Af maga- og þarmagöllum fundust 44% og lifðu öll börnin eftir aðgerðir. Meðal barna með þvagvegagalla greindust 61%, en oft ekki fyrr en seint og mörg lifðu ekki. Flest fóstur með litningagalla fundust við legvatnsástungur. Hjá 22% þeirra sáust ummerki um gallana við ómunina. Af ýmsum sjaldgæfari göllum fundust 23%. Hjarta- gallana reyndist erfiðara að greina (11). Aðeins 5% þeirra fundust við ómunina og þá einkum alvar- legustu gallarnir. Af þeim fjórum hjartagöllum sem þá átti að vera unnt að finna, fundust þrír og þar var framkallað fósturlát. Eitt barn fæddist lifandi. Omgreiningin náði þannig fyrst og fremst til þeirra sköpulagsgalla sem voru alvarlegastir og þar sem líkur á dauða eða fötlun voru mjög miklar. Yfirlit yfir greiningar á Kvennadeild Land- spítalans á árinu 1998 er sýnt í töflu II. Grein- ingarhlutfallið þá og í athuguninni frá 1990-1993 Tafla II. Fjötdi og tegundir fósturgalla greindra á fósturgreiningardeild Kvennadeildar Landspítala Hringbraut 1998. Greining Fjöldi (n) Klofinn hryggur og vatnshöfuð 3 Vatnshöfuð eitt sér 1 Heilaleysi 1 Kviðveggsgallar 4 Klofin vör 1 Hjartagallar 3 Nýrnagallar 3 Lungnagallar 3 Þrístæða 21 Þrístæða 13 1 Gallar sem greindust snemma 3 Minniháttar einkenni (gátu leitt til fylgjusýnitöku eða legvatnsástungu) 26 sýnir að vænta má að eitthvert afbrigði í útliti fósturs geti sést í um einni af hverjum 100-110 skoðunum. Framkölluð fósturlát vegna alvarlegs fósturgalla hafa aðeins verið um 30-40 á ári. Mat á fylgjustaðsetningu skiptir einnig máli vegna ráðlegginga til konunnar á meðgöngunni. Við 18-20 vikna skoðunina voru 2,2% af fylgjum taldar fyrirsætar eða lágsætar, en sú tala lækkaði meira en tífalt þegar skoðað var aftur á lokaþriðjungi meðgöngu, í 0,15% eða 1:600 fæðingum (Reynir T. Geirsson, óbirt athugun). Mat á meðgöngulengd Við skoðunina hafa höfuð og lærleggur verið mæld og meðgöngulengd reiknuð út frá sænskri aðhvarfsgreiningarjöfnu, sem var endurbætt í Bret- landi (10,12). Nákvæmni þessarar aðferðar hefur verið sannreynd bæði í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Bretlandi og á Islandi, þar sem tvær rannsóknir hafa verið birtar um hana (13,14). í annarri var sýnt fram á að meðalgildi stærðarviðmiða fyrir fóstur á íslandi líkjast mjög sænskum gildum og því má nota sömu viðmið. Reyndar er mjög lítill munur á mælingum á fósturhöfði og löngum útlimabeinum milli þjóða og kynþátta fram yfir 20 vikna meðgöngu (15). Fleiri gögn voru unnin til að staðfesta að erlend viðmiðunargildi, einkum frá Norðurlöndum, má nota hér á landi (Reynir T. Geirsson, óbirtar upplýsingar). Nákvæmni ómskoðunar til tímaákvörðunar í með- göngu er jafngóð við 18-20 vikur og snemma í þung- uninni eða ± sex dagar fyrir tvö staðalfrávik (15). Með því að nota ákvörðun á meðgöngulengd við 18- 20 vikur til að ákvarða meðalfæðingartíma (40 fullgengar vikur, 280 daga) samkvæmt ómun, þá vannst að það er gert með sama hætti hjá öllum konum, sem eykur öryggi í ákvörðun meðgöngu- lengdar. Margar rannsóknir hafa sýnt að ákvörðun meðgöngulengdar með ómun verður nákvæmari en með því að nota síðustu tíðir sem viðmiðun (6,15). Konur muna síðustu blæðingar misvel, reikna til Læknablaðið 2001/87 405
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.