Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 43

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLÞING Á AÐALFUNDI LÍ Málþing á aðalfundi LÍ: Eínkarekstur lækna hefur haldið uppí þjónustustigínu Málping sem haldið var í tengslum við aðal- fund LÍ fjallaði um starfsumhverfi lækna. í nóvem- berblaðinu voru tveimur fyrstu erindunum gerð skil og nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju. Priðja erindið á málþinginu flutti Steinn Jónsson læknir og nefndi það Ríkiö kaupandi þjónustu/veitandi þjón- ustu - heilbrigöisþjónusta á veguni einkaaðila. Hafi efni þess verið brýnt þegar það var flutt hefur ekki dregið úr mikilvæginu í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur upp á síðkastið. I upphafi mál síns leiddi Steinn rök að því að ís- lenska heilbrigðiskerfið sé „í hópi þeirra bestu sem þekkjast í heiminum“. Samt er það svo að „umræðan um heilbrigðismál hér á landi hefur þrátt fyrir þenn- an góða árangur einkennst mjög af vandamálum í fjármögnun og rekstri“. Astæðan er sennilega sú að ef tryggja eigi öllum landsmönnum bestu heilbrigðis- þjónustu sem völ er á hverju sinni muni það hafa í för með sér gífurleg útgjöld fyrir ríkissjóð. „Pví hefur verið talið óhjákvæmilegt að stýra með margvísleg- um hætti umfangi og eðli þjónustunnar. Af þessu leiðir einnig að nauðsynlegt er að treysta á fleiri en eina leið til að fjármagna heilbrigðisþjónustuna nefnilega framlög úr ríkissjóði og þjónustugjöld ... sagði Steinn og gerði síðan grein fyrir mismunandi fjármögnunarleiðum og vitnaði þar mjög til þriggja hagfræðinga, Barnum, Kutzin og Saxenian, sem starfa hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Alþjóða- bankanum. Mismunandi aðferðir við fjármögnun Steinn sagði að föst fjárlög væru talin „árangursrík aðferð við að halda niðri kostnaði að því tilskildu að einhver alvöru viðurlög bíði stjórnenda sem ekki ná árangri í þeim efnum ...“ Helsti ókosturinn við þau væru hins vegar að þau leiddu oft til þess að það drægi úr þjónustu og gæðum hennar vegna þess að enginn afkastahvati er innbyggður í kerfið. Annað kerfi sem menn hafa verið að prófa sig áfram með að undanförnu byggist á föstum greiðslum fyrir tilfelli byggð á flokkun eftir sjúkdómsgreiningum (case based/DRG). Petta kerfi hefur verið reynt í Bandaríkjunum og virðist geta dregið úr kostn- aðaraukningu, auk þess sem það hvetur til aukinna afkasta. Norðmenn hafa verið að prófa sig áfram með blöndu þessa kerfis og fastra fjárlaga þar sem sjúkra- hús fá helming kostnaðar í formi fastrar greiðslu sem á að standa undir grunnkostnaði en afgangurinn er mið- aður við greiðslur fyrir tilfelli og virðist þetta kerfi einnig leiða til aukinnar hagkvæmni. Hér á landi hafa greiðslur fyrir unnin verk lengi tíðkast í sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa. Þær hafa leitt til aukinnar þjónustu og hafa einnig haft jákvæð áhrif á gæði hennar. Tryggingastofnun semur við LR um þessar greiðslur og umfang þjónustunnar og hefur eftirlit með framkvæmd samningsins. „Af hálfu lækna og neytenda hefur verið ánægja með þetta fyrirkomulag en heilbrigðisyfirvöld hafa viljað færa stærri hluta þessarar starfsemi yfir á spítalana, væntanlega í kerfi fastra fjárlaga, til að hafa betri stjórn á þessu eins og það heitir þar á bæ. Ljóst er að miðað við þau hagfræðilögmál sem hér hefur verið vitnað í mun það leiða til þess að minni þjón- usta verði veitt og að hún verði rýrari að gæðum. Þegar haft er í huga að ríkið mun þurfa að fjárfesta verulega til að koma upp aðstöðu fyrir stóraukna utanspítalaþjónustu virðast allar Iíkur á að kostnaður muni einnig aukast.... Flest háþróuð ríki nota einhverja blöndu af fjár- mögnunarkerfum, þar með talið ísland. Hér eru sjúkrahúsin og heilsugæslan á föstum fjárlögum en sérfræðiþjónusta utan sjúkrahúsa á greiðslum sam- kvæmt samræmdum taxta með magnkvótum og gagnkvæmu eftirliti. Slíkri fjölbreytni er gefin mjög góð einkunn í grein hagfræðinganna og eru slík kerfi talin tryggja ánægju meðal neytenda ...,“ sagði Steinn. Viðvarandi rekstrarvandi Steinn vék þvínæst að þeim erfiðleikum sem glímt hefur verið við í íslensku heilbrigðiskerfi undanfarin ár. „Sjúkrahúsin hafa átt við viðvarandi rekstrar- vanda að stríða með árvissum halla upp á 2-3% og hefur þessi fjárhagsvandi haft margvísleg áhrif á starfsemi sjúkrahúsanna sem við læknar verðum mjög varir við í okkar störfum. Lokanir deilda, bið- listar, kjaradeilur, uppsagnir og mannekla eru vanda- mál sem staðið hafa svo lengi að þau virðast vera orðin krónísk. Heilsugæslan hefur einnig átt í tals- verðum erfiðleikum og lætur nærri að 10% heilsu- gæslulækna hafi á síðustu árum hætt störfum og farið í önnur störf og sérgreinar.“ Steinn kvaðst ekki sjá fram á að miklar breytingar yrðu á þessu ástandi þar sem engin teikn væru á lofti um að til standi að hverfa frá fyrirkomulagi fastra fjárlaga við fjármögnun á rekstri sjúkrahúsanna. Sameining stóru sjúkrahúsanna virðist heldur ekki megna að bæta þetta ástand. Þar er fyrirsjáanlegur 2,5-3% rekstrarhalli á þessu ári og horfur á að bið- listar muni lengjast í ýmsum sérgreinum. Steinn vitnaði í úttekt á þróun umfangs í heil- Læknahlaðið 2001/87 1003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.