Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 63

Læknablaðið - 15.12.2001, Síða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 1 39 Áverkastig Jóhann Heiðar Jóhannsson Netfang: johannhj@landspitali.is Brynjólfur Mogensen læknir hringdi og bað um tillögu að íslenskri þýðingu á því sem hann nefndi abbreviated injury scale. Hann var að fást við flokk- un slysaáverka samkvæmt tilteknu erlendu kerfi, sem skipar slösuðum sjúklingum í sex flokka eftir því hversu alvarlegir áverkar þeirra eru. Enska nafnorðið scale er komið úr latínu þar sem eintalan scala merkir sennilega þrep og fleirtalan scalae er notuð um stiga. Læknisfræðiorðabók Dor- lands birtir lýsingu á scale: kerfi eða tól sem leyfir mat eða mœlingu á einhverjum eiginleika, svo sem með beinu yfirborði sem er merkt með reglulegu millibili til að afmarkafyrirfram ákveðnar mœlieiningar. Iðorða- safn lækna (S-heftið útg. í febrúar 1989) notar íslenska orðið kvarði til að tákna scale og sköddun eða meiðsli til að tákna injury. Orðrétt og samræmd þýðing samkvæmt íðorðasafninu á injury scale væri því sköddunarkvarði eða meiðslakvarði. Við þýðing- una á ICD-10 (útg. 1996) var hins vegar ákveðið að nota íslenska orðið áverki um injury og samkvæmt því yrði íslenska heitið áverkakvarði. Það, sem Brynjólfur var með í höndunum, var hins vegar ekki kvarði heldur meira í ætt við flokkunar- eða stigunar- kerfi. Eftir nokkra umræðu kom okkur saman um að íslenska orðið stig ætti betur við í þessu samhengi. Minnstu áverkar tilheyra fyrsta áverkastigi (AIS-1) og mestu áverkar sjötta stigi (AIS-6). Freistandi væri svo að nota orðið skali á sjálft kerfið. Abbreviated injury scale nefndist þá stuttur áverkaskali. en sam- kvæmt honum raðast áverkar eða sjúklingar á fyrr- greind sex áverkastig. Skali finnst reyndar ekki í Islenskri orðabók Máls og menningar frá 1992, en hefur svo náð inn í tölvu- útgáfu hennar frá árinu 2000 og því væntanlega öðlast þegnrétt í íslensku máli, þó tökuorð sé. Skali merkir þar mœlikvarði, einkunnaskali, einkunnastigi eða tónstigi. í Orðabanka íslenskrar málstöðvar kemur skali einungis fyrir í Orðaskrá um eðlisfræði. Hin orðasöfnin í bankanum nota íslenska orðið kvarði til að þýða enska orðið scale. Orðsifjabókin segir að skali sé frá 19. öld og hafi borist inn í íslensku frá dönsku. f elsta dæminu í ritmálssafni Orðabókar háskólans er rithátturinn scala sem bendir til þess að orðið hafi einnig borist til okkar beint úr latínunni. Áverkaskor Brynjólfur greindi einnig frá því að við nánara mat á hverju áverkastigi yrðu gerðir einfaldir útreikningar og reiknað út tölugildi sem á enskunni nefnist injuries severity score. Þá rifjaðist upp að Ragnar Jónsson læknir hafði fengið þá úrlausn í 54. pistli (FL 1994; 12: 8) að slíkt skyldi heita áverkaskor. Persistence María Ásgeirsdóttir lyfjafræðingur sendi tölvupóst og spurði um íslenska þýðingu á enska nafnorðinu persistence, sem hún sagði þannig útskýrt: persistence vísar til tímalengdar, sem sjúklingur heldur áfram fyrirmœltri meðferð, og er venja að mœla með því að rannsaka skrár um lyfjafyrirmœli. Orðið er ekki til í íðorðasafni lækna, en þar má finna latneska nafn- orðið persistentia, varanleiki. Það er einkum notað í fósturfræðinni til að gefa til kynna varanleika líffæris eða vefjar, sem venjulega eyðist eða hverfur á fóstur- skeiði. í íðorðasafninu er hins vegar enska nafnorðið compliance, sem er þýtt sem meðferðarheldni, það að hve miklu leyti sjúklingur fer að fyrirmcelum um meðferð, t.d. töku lyfja. Samkvæmt Tölvuorðabókinni merkir persistence þrákelkni, áframhald, seigla, eða stöðugleiki. Læknis- fræðiorðabók Dorlands útskýrir hins vegar þannig: áframhald hegðunar eða eiginleika á tíma sem vœnta mœtti að slíkt vœri horfið. Þessi skýring er í samræmi við þau blæbrigði sem fylgja almennri notkun orðs- ins, að eitthvað heldur áfram þrátt fyrir að slíks hafi ekki verið vænst. Skýringin sem María sendi, virðist þó hlutlaus og ekki gefa til kynna neinar duldar vænt- ingar, svo sem að meðferðin hafi haldið áfram lengur en vænst var. Sé skýringin tekin bókstaflega, er einungis verið að vísa í tímalengd meðferðar. Freist- andi er að tengja saman compliance og persistence, þannig að meðfcrðarhcldni megi mæla með tiltekinni tímalengdarkönnun og að sá tími, sem þannig grein- ist, nefnist heldnitími. Gaman væri að fá fregnir af öðrum hugmyndum eða tillögum. Orðalisti Rafn Benediktsson lyflæknir sendi bréf með stuttum orðalista úr sérgrein sinni, innkirtla- og efnaskipta- sjúkdómum. Þar á meðal var heitið insulin resistance. Læknisfræðiorðabók Dorlands lýsir hugtakinu í löngu máli, en fyrsta setningin í lýsingunni er þannig: skerðing á eðlilegri líffræðilegri svörun gagnvart insúlíni. Enska nafnorðið resistance er komið úr latínu, af sögninni resisto, sem hefur tvær aðalmerk- ingar: a. að stöðva, standa kyrr, verða eftir eða vera fyrir aftan og b. að veita mótstöðu, sýna viðnám, þola eða standast. Þýðingar Iðorðasafns lækna á resistance eru þessar: 1. mótstaða, 2. viðnám, 3. andóf. Einn varnarhátta., 4. viðnámsþróttur. Meðfœtt eða ákomið þol gegn sóttvaldandi örverum. 5. þol. Skortur á nœmi eða svörun við lyfi. Ljóst er, hvað insúlínið varðar, að ekki er um virka mótstöðu, viðnám eða andóf að ræða. Ofangreinda skerðingu á svörun gagnvart insúlíni er því réttast að nefna insúlínþol. Læknablaðið 2001/87 1023
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.