Læknablaðið - 15.04.2002, Side 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 143
Meðgöngurof
Reynir Tómas Geirsson prófessor sendi bréf og
óskaði eftir að fjallað yrði um „termination of preg-
nancy“. Reynir gat þess í bréfi sínu að Asmundur
Brekkan prófessor emeritus hefði á síðastliðnu ári
stungið upp á því að slíkt yrði nefnt „meðgöngurof“,
sem væri ólíkt þekkilegri nafngift en „fóstureyðing".
Enska nafnorðið terniination getur, samkvæmt
orðabók Websters, táknað 1. það að loka; þá stað-
reynd að einhverju sé lokið. 2. staðinn þar sem ein-
hverju lýkttr; markalínu; takmörk. 3. enda eða útlim;
lokun eða niðurstöðu. 4. málefiti eða niðurstöðu. 5.
viðskeyti eða endingu. Orðið er komið úr latínu þar
sem ternúnatio er notað um takmörkun eða afinörk-
un. Pregnancy er þungun eða barnshöfn, samkvæmt
Iðorðasafni lækna.
Islenska nafnorðið þungun er, samkvæmt Orð-
sifjabókinni, leitt af lýsingarorðinu þungur og bent er
á sögnina að þunga. gera konu barn, og nafnorðið
þungi, fóstur, ófætt barn. Til gamans má einnig til-
greina tvær erlendar útskýringar á pregnancy. Lækn-
isfræðiorðabók Stedmans segir svo: ástand konu efiir
getnað þar til barn hefur fœðst, og læknisfræðiorða-
bók Dorlands lýsir þannig: það ástand að bera í lík-
amanum fósturvísi eða fóstur sem er að þroskast, eftir
sameiningu eggs og sœðisfrumu.
Fóstureyðing
Reynir Tómas vill losna við heitið fóstureyðing. Ið-
orðasafn lækna tilgreinir það sem þýðingu á abortus
inductus og abortus provocatus. Nafnorðið abortus
eitt sér er hins vegar þýtt sem fósturlát. Reynir vill
með þessari breytingu vafalítið milda þau óþægilegu
hughrif sem annars geta komið fram þegar rætt er um
„fóstureyðingu", að binda endi á meðgöngu áður en
fóstur er orðið lífvœnlegt. Eyðing er sterkt orð, það að
eyða einhverju, eyðilegging, útrýming. Fóstur merkti
upphaflega uppeldi, uppfœðsla eða afkvœmi (helst í
móðurkviði), en læknisfræðilega merkingin virðist nú
meira og meira vera að takmarkast við afkvæmi á
fyrri hluta meðgöngu.
Um tillögu Ásmundar er ekki nema gott eitt að
segja. Nafnorðið rof táknar sundrun eða slit og er
skylt sögninni að rjúfa og nafnorðinu rauf. Sjálfur
hefur undirritaður í starfi sínu oft notað heitið fram-
kallað fósturlát um abortus provocatus.
Fósturvisnun
Reyni lá fleira á hjarta í bréfí sínu. Hann nefndi fyrst
heitið blighted ovum. en það er ekki að finna í íðorða-
safni lækna. Hin almenna merking enska sagnorðsins
to blight er að valda visnun, hrörnun, niðurbroti, eða
að eyðileggja, ónýta, rústa. Framangreindar læknis-
fræðiorðabækur segja að blighted ovum sé frjóvgað
egg sem (snemma) hafi orðið fyrir þroskastöðvun og
hrömun. Læknis- og líffræðiorðabók Wileys frá 1986
bætir því við að eiginlegt fóstur sé þá ekki til staðar.
Þetta segir Reynir hafa verið - að hans undirlagi -
nefnt fósturvisnun á Kvennadeild Landspítalans.
Duliö fósturlát
Loks nefndi Reynir heitið misscd abortion. Læknis-
fræðiorðabækurnar lýsa fyrirbærinu þannig að fóst-
urdauði hafi átt sér stað en fósturlát ekki orðið,
þannig að fóstur- og fylgjuvefur sitji enn í leginu. Það
nefnir Iðorðasafn lækna eftirlegufóstur. Á Kvenna-
deildinni hefur verið talað um dulið fósturlát og segir
Reynir það virðast ætla að festast í sessi.
Reproductive health
Frá Halldóri Þorgeirssyni í Umhverfisráðuneytinu
barst fyrirspurn um heitið reproductive health. Til-
efnið var alþjóðasamningur um þrávirk efni sem haft
geta áhrif á fmmur og starfsemi æxlunarfæra. Fyrir lá
íslenska þýðingin æxlunarbcilsa og undirritaður bætti
við æxlunarheilbrigði. Bent var einnig á aðrar lausnir
en að þýða orð fyrir orð. Þannig mætti umorða og til-
greina að æxlunargetu eða æxlunarhæfni manna gæti
stafað hætta af áhrifum efnanna á æxlunarfrumur, æxl-
unarvef eða æxlunarfæri. Hin mikla nafnorðanotkun
enskunnar gerir orðrétta þýðingu oft framandlega.
Aögerðaheiti
Bryndís Óskarsdóttir læknaritari sendi tölvupóst
með fyrirspum um heiti á tveimur aðgerðum sem
nefnast cruroplastic og fundoplication. Báðar tengj-
ast því vandamáli sem þindarhaulun nefnist eða
hernia diaphragniatica. Við cruroplastic eru saumar
settir í hægri og vinstri vöðvaleggi þindar, crura dia-
phragmatis (ft.), til að þrengja þindarop, en við
fundoplication er búin til felling úr magabotni og hún
saumuð umhverfis neðri enda vélinda. Þessi heiti er
ekki að finna í Iðorðasafninu, en gastroplasty fær þar
heitið magalögun og gastroplication nefnist magafell-
ingagerð. Samkvæmt því má stinga upp á heitunum
þindarleggjalögun og magabotnsfellingagerö. Dettur
lesendum eitthvað liprara í hug?
Eintala, fleirtala
Sverrir Harðarson meinafræðingur sendi tölvupóst
og sagðist alveg ósammála hugleiðingum um eintölu
og fleirtölu í síðasta pistli. Hann telur fleirtöluhefðina
rökrétta og að „lungnasýni" sé sýni úr pari líffæra,
jafnvel þó aðeins eitt sýni sé tekið. Síðan segir hann:
„Ég held að það vœri mjög mikill Ijóður á málinu ef
lœknar fœru að tala um lungaœxli og nýrasteina en
það vœri eðlileg afleiðing ef tekið vœri tillit til hug-
mynda ykkar RunólfsGaman væri að heyra sjónar-
mið fleiri lesenda.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
johannhj@landspitali.is
Læknablaðið 2002/88 353