Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2002, Page 27

Læknablaðið - 15.05.2002, Page 27
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF Mynd 2. Þessi linurit eru frá Lasso legg sem er rétt innan við op á vinstri efri lungnabláœð hjá sjúklingi 1. Mynd 2A sýnir ástand fyrir brennslu. Rafvirkni í opi lungnabláœðar er greinileg (P) en í þessu tilfelli er verið að raförva (pacing) gáttirnar (A) frá kransstokk. Sleglarafvirkni fylgirsíðan I kjölfarið (V). Mynd 2B sýnir ástand eftir brennslu. Við raförvun í gátt (A) sést ekki lengur rafvirkni í opi lungnablá- œðar sem þýðir að þœr eru nú raflífeðUsfrœðilega einangraðar frá vinstri gátt. Sem fyrr fylgir sleglavirkni (V) í kjölfarið. koma af stað gáttatifi. Vegna hættu á segamyndun þegar verið er að brenna í vinstri gátt er gefin full blóðþynning með heparini á meðan á aðgerð stendur og warfarín blóðþynning í einhvern tíma eftir aðgerð til að fyrirbyggja síðkomin segarek. Hjá fyrri sjúk- lingnum sáust tíð aukaslög í hægri efri lungnabláæð meðan brennt var þó ekki kæmi fram gáttatif. Hjá hinum sjúklingnum sáust hins vegar tíð aukaslög úr vinstri efri lungnabláæð. I báðum tilfellum hurfu aukaslögin eftir brennslu sem benti til vel heppnaðr- ar aðgerðar (mynd 2). Annar sjúklinganna fékk skammvinna gollurshússbólgu eftir aðgerð, en ann- ars voru engir fylgikvillar. Þeir voru útskrifaðir eftir þriggja og fjögurra daga sjúkrahússdvöl. Sjö mánuð- um síðar höfðu einkenni beggja skánað allverulega og hvorugur fengið staðfesta endurkomu gáttatifs þó sjúklingur 1 hefði fengið þrjú stutt og væg hjartslátt- aróþægindaköst. Umræða Brennsluaðgerðir á sjúklingum með ofansleglatakt- truflanir vegna aukaleiðslubanda eða gáttaslegla- hringsóls og vegna gáttaflökts eru vel þekktar og hafa öðlast sess sem viðurkennd meðferðarúrræði hjá sjúklingum með slflc vandamál. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs, utan brennslu á gátta- og sleglahnút, hafa hins vegar verið sjaldgæfari en í vissri þróun á allra síðustu árum. Ýmis afbrigði af brennsluaðgerð- um vegna gáttatifs hafa verið reynd, en árangur verið misjafn. Svokallaðar línubrennslur í hægri gátt, þar sem tvær línur eru brenndar á milli efri og svo neðri holæðar annars vegar og á milli neðri holæðar og hrings þríblöðkulokunnar hins vegar, eru tæknilega einfaldar en hafa ekki gefist vel og langtímaárangur af slíkum brennsluaðgerðum er slakur (8, 9). Línu- brennslur hafa einnig verið reyndar í vinstri gátt þar sem markmiðið er að brenna línur í kringum lungna- bláæðar og einangra þær raflífeðlisfræðilega frá öðr- um gáttavef til að hindra að aukaslögin frá lungna- bláæðum geti orsakað gáttatif. Þessi aðgerð er mjög erfið með þeim brennsluleggjum og tækni sem notast er við nú á dögum og hefur þar af leiðandi skilað nokkuð misjöfnum árangri (10,11). Þó að upphafleg- ur árangur hafi verið þokkalegur er há tíðni bæði á endurkomu gáttatifs og jafnframt myndun gátta- flökts (atrial flutter) eftir brennsluna sem kemur til vegna þess að ófullkomin línubrennsla skapar oft að- stæður fyrir slíkt. Það er gjarnan mjög erfitt að með- höndla slíkt gáttaflökt frá vinstri gátt. Einnig er hætta á segamyndun í vinstri gátt og heilablóðfalli við línu- brennslu enda tekur aðgerðin oft talsvert langan tíma. Brennsla í lungnabláæðum er sú aðgerð sem best hefur gefist. Sem fyrr segir er markmiðið að brenna tengslin milli gáttavefs sem teygir sig nokkra sentí- metra inn í lungnabláæðina og vinstri gátt, en auka- slög þaðan geta oft komið gáttatifi af stað. Hjá sjúk- lingum með gáttatif í köstum er aukaslag alloft upp- haf takttruflunarinnar og í 96-97% tilfella er upp- sprettan í lungnabláæðum (2,12,13). í tveimur þriðju tilfella sáust runur af aukaslögum sem gátu verið uppspretta gáttatifs frá fleiri en einni lungnabláæð (2, 13). í upphafi var það talið skilyrði að skrá aukaslögin vel áður en ráðist var til atlögu með brennsluleggjun- Læknablaðið 2002/88 403

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.