Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 60

Læknablaðið - 15.05.2002, Síða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKRAFLUG Á LANDSBYGGÐINNI Læknavakt fyrir sjúkraflug frá Akureyrí Helga Magnúsdóttir Myndirnar voru leknar á námskeiði sem haldið var fyrir verðandi fluglœkna á Akureyri í vetur. Pað er Ijóst að grunnt er á fagmennskunni! Höfundur er svæfinga- og gjörgæslulæknir og læknis- fræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugsins á Akureyri. Frá miðjum mars hefur verið starfrækt læknavakl fyrir sjúkraflug á vegum Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri. Við þær aðstæður þegar nauðsynlegt er að læknir fylgi sjúklingi, auk sjúkraflutningamanns, er hægt að fá samband við vakthafandi lækni með að- stoð neyðarlínu eða með því að hringja beint í slökkvistöðina á Akureyri og óska eftir fylgd. Þessi möguleiki er fyrst og fremst hugsaður til að létta vinnu lækna úti í héruðum sem þurfa þá ekki að fylgja sínum sjúklingum sjálfir. Ef hjúkrunarfræðing- ur þarf að fylgja sjúklingi er það eftir sem áður hlut- verk sendanda að útvega hann. Hlutverk þessara lækna er fyrst og fremst sjúkra- flutningur og því mikilvægt að sjúklingur verði samt sem áður vel undirbúinn fyrir flug af hálfu heima- manna og er sjálfsagt að ráðfæra sig við vaktlækni sjúkraflugs og/eða þann lækni sem tekur við sjúklingi á áfangastað. Aðdragandi læknavaktarinnar er í stuttu máli sá að ráðuneytið hafði þegar ákveðið að þessi vakt yrði á Akureyri um leið og miðstöð sjúkraflutninga fyrir Suð-austur-, Austur- og Norðurland hefði aðsetur á sama stað. I janúar var tekin ákvörðun um að láta á það reyna hvort hægt væri að manna slíka vakt. Margir voru svartsýnir á að það tækist þar sem flestir hér ganga tví- til þrískiptar vaktir og fæstir tilbúnir til að bæta við sig meiri vinnu. Áhugi lækna almennt hér á Akureyri fyrir því að þessi þjónusta yrði veitt var mikill og með sameigin- legu átaki FSA og Heilsugæslunnar, unglækna og „eldri“ sérfræðinga var hægt að ná saman 24 læknum sem gátu hugsað sér að taka vaktir. Þessir læknar eru með ólíka menntun og fóru svo til allir á námskeið í febrúar og byrjun mars til undirbúnings. Um var að ræða fjögurra daga þjálfun sem var þrískipt. Byrjað var á sérhæfðri endurlífgun, bæði bóklegri og verk- legri. Þá tók við námskeið í fyrstu hjálp á slösuðum, flutningi þeirra og meðferð. Að lokum komu allir í heimsókn á svæfingadeild FSA til að rifja upp gömul handbrögð sem voru greinilega vel þjálfuð, ef til vill orðin örlítið stirð eftir áratuga notkunarleysi en alls ekki gleymd. Gert er ráð fyrir að þessi vakt verði mönnuð að miklu leyti af yngri læknum en þeir eldri verða tilbún- ir að taka vaktir ef þörf krefur. Ef þessi læknavakt verður áfram er stefnt að því að allir nýir aðstoðar- læknar fái strax að hausti svipaða þjálfun og veitt var á námskeiðinu á dögunum. Um leið gefst tækifæri fyrir hina reyndari að rifja upp. Enn er of snemmt að segja til um hvernig þetta reynist. Læknar hafa aðeins farið með í örfá flug og í einhver skipti hefur ekki verið tiltæk flugvél á Akur- eyri til að fara í sjúkraflug þegar um var beðið. Það er þó von okkar að þessi vakt verði til að létta vinnu lækna á landsbyggðinni sem geta fengið aðstoð við flutning veikustu sjúklinganna og sloppið við margra daga fjarvistir að heiman. 436 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.