Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Síða 5

Læknablaðið - 15.11.2003, Síða 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR 868 Af sjónarhóli stjórnar: Erlend samskipti Jón Snædal 869 Vitum að ýmislegt fer framhjá okkur Rætt við Sigurð Guðmundsson landlækni um öryggi sjúklinga Þröstur Haraldsson 871 Áhættureiknivél Hjartaverndar 872 Eiga íslendingar að flytja inn sjúklinga? Erindi Berglindar Ásgeirsdóttur á Lýðheilsuþingi Þröstur Haraldsson 876 111 meðferð fanga undir smásjá WMA Frásögn af ferð Jóns Snædal til Georgíu Þröstur Haraldsson 878 Dagur langvinnrar lungnateppu: Brýn nauðsyn að auka árvekni lækna Þröstur Haraldsson 880 Einkarekstur lækna: Tjöldum ekki til einnar nætur Rætt við Magnús Pál Albertsson um Orkuhúsið 881 Röntgen Domus 10 ára Þröstur Haraldsson 882 Læknar og greining heimilisofbeldis Drífa Snædal 883 Læknablaðið frá upphafí komið á netið Afmælisrit til heiðurs Ólafi Ólafssyni fyrrum landlækni 885 íðorðasafn lækna 160. Hjartaöng Jóhann Heiðar Jóhannsson 887 Faraldsfræði 33. Lyfjafaraldsfræði Anna Birna Almarsdóttir 889 Broshorn 42. Opin búð og veik ímyndun Bjarni Jónasson 891 Lyfjamál 119. Lífsstflslyf Eggert Sigfússon 894 Læknadagar 2004 901 Námskeið/styrkir 902 Lausar stöður 906 Okkar á milli 907 Sérlyfjatextar með auglýsingum 915 Ráðstefnur og þing laeknabladid.is Ólafur Elíasson fæddist árið 1967 í Danmörku en foreldrar hans eru íslensk. Hann býr nú í Berlín en starfar um allan heim. Hann hefur unnið verk á flestar stórsýningar sem haldnar eru reglulega, meðal annars á Manifesta-sýninguna 1996 og Feneyjatvíæringinn 1999; í sumar var hann aftur á tvíæringn- um og þá sem fulltrúi Dana. Verk hans hafa líka verið sýnd í helstu söfnum, svo sem Nútímalistastofn- uninni í Lundúnum (ICA), Nútíma- listasafninu í New York (MoMA) og Kunsthalle í Basel. Nú síðast hefur hann vakið gríðarlega athygli fyrir verk sitt í Túrbínusalnum svokall- aða í nýja Tate-safninu í Lundúnum. Verkið kallar hann Veðurverkefnið og felst í því að koma fyrir speglum í lofti þessa feiknastóra rýmis (loft- hæðin er 35 metrar), hengja upp fyrir enda salarins sól sem búin er til með 18.000 sódíum-lömpum og blása reyk inn í rýmið. Aðsókn á sýninguna hefur slegið öll met. Ólafur hefur áður velt fyrir sér veðrinu og myndin á forsíðu blaðsins er af verki sem hann vann fyrir sýningu á Kjarvalsstöðum 1998. Það er eins konar garðskáli sem reistur var utan við safnið og var stöðugt úðað yfir hann vatni. Þannig varð til nokkurs konar ís- skúlptúr þegar frysti, og er einföld útfærsla á því stöðuga samspili vatns og frosts sem við íslendingar þekkjum svo vel. Með verkum sínum hefur Ólafur skipað sér í fremstu röð alþjóðlegra samtímalistamanna og á þar ótví- rætt vel heima. Það er fengur að því fyrir ísland að hann heldur tryggð við landið, kynnir sig ávallt sem dansk-íslenskan listamann og vill sýna hér. (vetur verður hann með sýningu þar sem hann leggur undir sig allt sýningarrými Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Líklega væri mörgum stærri og fjársterkari söfnum eriendis akkur í að halda slíka sýningu. Jón Proppé Læknablaðið 2003/89 829
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.