Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ Mynd 1. Yfirlit yfir mynd- un œða og myndun útlima og hamlandi verkun talídómíðs. IGF-1 og FGF- 2 vaxtarvakar verka á týrósínkínasaviðtœki, IGF- IR og FGF-2R, er kemur af stað umritun á genum alfa v og beta 3 integrína fyrir tilstilli umritunarhvatans Spl og hlutaðeigandi RNA pólímerasa. Leiðir það til myndunar tvenndarsam- eindar alfa v beta 3 integ- ríns ífrumuhimnum á vaxt- arstað útlima, er aftur örvar nýmyndun œða og annarra vefja í verðandi útlimum. Stýriraðir þessara gena (og fleiri sem koma við sögu myndunar útlima) eru óvanalega gvanósínríkar. Talídómíð eða umbrotsefni þess bindast við gvanósín- hluta hlutaðeigandi gena og hamlar (einkum) virkni umritunarhvatans Spl. Tekið eftir (7). - Sjá einnig texta. IGF-1 FGF-2 \ IGF-IR / FGF-2R \ Sp 1 Sp 1 / Talídómíð hamlar- -Talldómíð hamlar alfa v integrín beta 3 integrín alfa v beta 3 integrin Myndun æða (angiogenesis) Eölileg myndun útlima talímíðhluti sameindarinnar gæti troðið sér inn í kjarnasýruraðirnar og myndaði tengsl við gvanósín- hluta kjarnasýrusameindanna. Slík tengsl eru oft nefnd innskot (intercalation) og eru engan veginn óþekkt fýrirbæri í lyfjafræði. Innskot þurfa ekki að boða neitt sérstakt, nema efnahvörf in situ leiði af innskotinu. Jönsson gerði einmitt ráð fyrir því að efnahvörf yrðu milli glútarímíðhluta talídómíðsam- eindanna og deoxíríbósa í sameindum DNA annars vegar og milli talímíðhluta talídómíðs og gvaníns í sameindum DNA hins vegar. Þessi hugmynd sem í stórum dráttum var sett fram án meðfylgjandi rann- sóknaniðurstaðna gerir ráð fyrir því að talídómíð verki sérhæft á DNA á afmörkuðum svæðum í líkam- anum og það skýri fósturskemmandi verkun þess. Þetta myndi jafnframt skýra að talídómíð hefur ekki umtalsverð eiturhrif vegna kjamaskemmda í frumum í blóðmerg (sjá á eftir). Síðari rannsóknir hafa eindregið rennt stoðum undir þá kenningu að talídómíð geti haft sértæka verkun á viss gen í DNA sameindum og það skýri fósturskemmandi verkun þess. Má því segja að hug- mynd Jönssons hafi verið stefnumarkandi í þessum efnum. Síðari rannsóknir staðfesta og að fóstur- skemmandi verkun talídómíðs og hörnlun á myndun æða séu af sömu rót. Hið sama kann enn fremur að eiga við taugaskemmandi verkun talídómíðs þótt það sé lítt rannsakað. Verður nú að þessu vikið. Tilraunir með myndun æða í slímhúð augna í kanínum bentu eindregið til þess að talídómíð hamli æðamyndun af völdum bFGF (basic fibroblast growth factor), vaxtarvaka bandvefs. Talídómíð hafði enga verkun staðlega í augunum heldur varð að gefa dýr- unum það við inntöku til þess að það yrði virkt. Af þessu var ályktað að talídómíð sjálft væri ekki virkt heldur væri það umbrotsefni sem myndaðist in vivo. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að verkunarháttur hömlunar á æðamyndun og fósturskemmda af völd- um talídómíðs myndi vera hinn sami og óháður hamlandi verkun þess á myndun TNFa (sjá á eftir) (3). I tilraunum með hænsnfóstur var og síðar sýnt fram á að talídómíð hamlaði marktækt örvandi verk- un FGF-2, vaxtarvaka bandvefs-2, og IGF-1 (insulin- like growth factor 1), insúlínslíks vaxtarvaka-1 á vöxt útlima. I þessum tilraunum höfðu afbrigði af talídóm- íði, sem valdið geta fósturskemmdum, sömu verkun. Afbrigði af talídómíði sem voru án fósturskemmandi verkunar heftu hins vegar ekki vöxt útlima í hænsn- fóstrum (4). Tengslin milli hamlandi verkunar á myndun æða og hömlunar á vexti útlima og þar með fósturskemmda af völdum talídómíðs virðast því vera nokkuð ljós. IGF-1 er einn svokallaðra vaxtarvaka sem mynd- ast í vefjum fyrir tilstilli vaxtarhormónsins og miðlar, ásamt fleirum sams konar vaxtarvökum, verkunum hormónsins á vöxt og þroska (5). IGF-1 líkist insúlíni að gerð og bæði IGF-1 og FGF-2 verka á viðtæki, sem eru týrósínkínasar (sams konar og insúlínvið- tæki) og eru misdreifð eftir vefjum (6). Áverkun á týrósínkínasaviðtæki sem þessi getur leitt af sér áber- andi miklar breytingar í starfsemi hlutaðeigandi frumna (5). Ein meginafleiðing af áverkun IGF-1 og FGF-2 á hlutaðeigandi týrósínkínasaviðtæki er að koma af stað umritun á genum alfa v og beta 3 integrína með eftirfarandi myndun á tvenndarsameind alfa v beta 3 integríns á yfirborði frumna. Á vaxtarstað útlima hvetur þetta til æðamyndunar, brjóskmyndunar og annarra vefja í útlimum. Stýriraðir (promoter regions) gena þessara integrína eru ríkar af gvanós- íni, öfugt við langflestar stýriraðir annarra gena í lík- amanum. Sérstakur umritunarþáttur, Spl (stimula- tory protein 1), binst við stýriraðir þessara gena og auðveldar verkun hlutaðeigandi RNA pólímerasa. Áverkun á þessar tiltölulega fáu gvanósínstýriraðir í líkamanum getur þannig verið forsenda mikillar sérvirkni. Talið er að fósturskemmandi verkun talí- dómíðs (og hamlandi verkun á myndun æða) sé ein- mitt fyrst og fremst fólgin í því að hamla tengingu Sp 1 á gvanósínstýriraðir þeirra gena, sem stjórna mynd- un og vexti útlima eða annarra líffæra og talídómíð verkar á (6,7) (sjá mynd 1). Þess skal hér getið að integrín myndast á yfirborði fjölda frumna og stuðla að tilfærslu frumnanna, með- al annars við íferð úr blóðbraut í vefi við bólgusvörun (8). Integrín eru hluti af svokölluðum hefti- og við- loðunarpróteinum (cellular adhesive molecules) (sjá einnig á eftir). Rannsóknir Bauers (9) og Parmans (10) benda til þess að talídómíð sjálft sé ekki að baki hömlunar á myndun æða eða fósturskemmda, heldur eitthvert umbrotsefni þess sem myndast in vivo og verði ekki eingöngu til við vatnsrof (samanber (1) og á undan). Talídómíð hefur að jafnaði einungis fósturskemm- andi verkun í mönnum, mannöpum og sumum teg- 840 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.