Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2003, Page 19

Læknablaðið - 15.11.2003, Page 19
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ greinilega mjög til hjástoðar við IL-2, sem líta má á sem aðalhvata svarkerfisins (13). „Kóstímúlerandi verkun“ á T-eitlafrumur sam- hliða hömlunum á verkunum TNFa veldur því að talídómíð hefur, eða getur haft, margþætta verkun á T-eitlafrumur. Notagildi talídómíðs til lækninga Notkun við bólgusjúkdóma 1. Holdsveiki: húðhnútabólga í holdsveiki (erythema nodosum leprosum\ ENL). Við alvarlegustu stig holdsveiki (sérstaklega lepra lepromatosa) kemur í að minnsta kosti 30% tilfella fyrir alvarlegt bólguástand í húð sem er óháð þeim sjúklegu breytingum af völdum holdsveiki er fyrir kunna að vera. Þetta sjúkdómsfyrirbæri sem nefnist á latínu erythema nodosum leprosum mætti kalla húð- hnútabólgu í holdsveiki á íslensku. Áberandi í sjúk- dómsmyndinni eru aumir, rauðleitir og vessandi hnútar í húðinni, oft með sárum, svo og verkir í liðum og víðar. Líkamshiti er hækkaður og sjúklingar eru slappir, sljóir og á allan hátt vesalir. Þeir megrast og mjög. Þetta sjúkdómsástand sem getur verið lífs- hættulegt er ekki fátíðara en svo að það er talið hrjá um eina milljón manna (11, 22). Elsta lýsing á húð- hnútabólgu í holdsveiki og þeirri vesöld er með fylgir er væntanlega hin fræga Iýsing úr biblíunni á Lazarusi sem hlaðinn kaunum hafði verið komið fyrir við for- dyri ríka mannsins: „ ... og girntist hann að seðja sig af því, er féll af borði ríka mannsins og j afnvel hundar komu og sleiktu kaun hans“ (Lúkas 16:20). Kaun eins og stendur í biblíutextanum hittir sérlega vel í mark í lýsingunni því að kaun getur merkt allt í senn: hrúður, skeina, kýli og sár. Húðhnútabólga í holdsveiki er algengust samfara gjöf holdsveikilyfja (sýklalyfja gegn holdsveiki), en kemur einnig fyrir eftir að lyfjagjöf hefur verið hætt og stundum einnig áður en meðferð hefst (11). Sjúk- dómsfyrirbærið hefur yfirbragð ofnæmissvörunar af 3. gerð að því best er vitað. Við það ástand myndast mótefnafléttur með IgM og fulltingispróteinum (complement) í æðum. Talídómíð dregur úr myndun á IgM, en verkar samt mun hraðar á húðhnútabólgu í holdsveiki en svo að hömlun á IgM geti eingöngu skýrt verkun þess (22). Jakob Sheskin hét maður og var læknir að mennt. Eftir heimsstyrjöldina síðari fór hann til Venezúela og sérhæfði sig í meðferð holdsveikra. Árið 1956 fluttist hann til Jerúsalem og starfaði þar áfram að lækningum á holdsveikum. Átta árum síðar fékk hann til meðferðar frá Frakklandi sjúkling sem var sérlega illa haldinn af húðhnútabólgu og meðfylgj- andi sjúkdómseinkennum. Sjúklingurinn hafði verið rúmfastur í 19 mánuði. Hann var haldinn miklum verkjum og gat ekki sofið. Svefnlyf reyndust haldlítil. Sjúklingurinn var að dauða kominn. Sheskin fann á spítalanum glas með 20 talídómíðtöflum og: „With nothing to lose in this case, the patient was given two thalidomide tablets as a last resort“. Og árangurinn var þessi: „He slept soundly for twenty hours, and, upon waking, felt well enough to get out of bed with- out assistance. After two more pills, his pain disap- peared entirely and his sores began to heal. When treatment was stopped, the symptoms returned, and when it was resumed, his condition again improved dramatically. Six other patients in the hospital were then treated, with similar dramatic results" (15). Þetta var sannkallaður „dramatískur árangur“ enda kalla Stephens og Brynner þann kafla í sinni bók þar sem um þetta er fjallað mjög svo hnyttilega „Lazarus Rises“! Sheskin gerði svo árið eftir grein fyrir árangri af meðferð fyrrnefndra sex sjúklinga með talídómíði (23). Allmörgum árum síðar gerði Sheskin (24) grein fyrir árangri af meðferð með talídómíði við húð- hnútabólgu í holdsveiki. Hann benti á að meðferðin gerði gagn í yfir 90% tilfella, stytti legutíma, auðveld- aði meðferð með holdsveikilyfjum og flýtti fyrir því að sjúklingarnir gætu komist til vinnu. Síðari rannsóknir hafa svo staðfest að hamlandi verkun talídómíðs á þéttni TNFa í blóði skýrir best hina miklu og skjótu verkun þess á húðhnútabólgu í holdsveiki og önnur einkenni henni samfara. INFy kemur hér líka við sögu (11). Trúlega verkar INFy fyrir tilslilli TNFa og öfugt. í júlí 1998 hlaut talídómíð (Thalomid®) viður- kenningu Fæðu- og lyfjamálastofnunar Bandaríkj- anna (Food and Drug Administration) til notkunar gegn erythema nodosum leprosum. Notkun lyfsins er ströngum skilyrðum háð (15, 25).* Engu að síður hefur þetta auðveldað læknum að prófa lyfið við ýmsa aðra sjúkdóma, þar á meðal ýmsa bólgusjúk- dóma á borð við Crohnsjúkdóm. 2. Svæðisþarmabólga (Morbus Crohn; Crohnsjúk- dómur). Svæðisþarmabólga getur verið hvar sem er í melting- arvegi, en kemur oftast fyrir neðarlega í mjógimi. Svæðisþarmabólga er einkum meðhöndluð með amínósalicýlsýru, sykurvirkum sterum, cýklósporíni eða öðrum svarbælandi lyfjum (auk sýklalyfja). Við alvarlega þarmabólgu er oftast byijað með stóra skammta af sykurvirkum sterum. Öll þessi lyf eiga það sameiginlegt að hamla virkni umritunarþáttarins NF-kB (samanber á undan) og geta þannig hamlað myndun TNFa auk ýmissa annarra lífefna. Nýlegt lyf er infliximab sem er kímerískt (chimeric) mótefni gegn TNFa. Stungið var upp á því fyrir meira en 20 * Því hefur nýlega verið haldið fram að ómögulegt sé að tryggja að talídómíð sé ekki misnotað og vægi þess við meðferð á húð- hnútabólgu í holdsveiki sé nánast ekkert (Pannikar V. WHO Pharmaceuticals Newsletter 2003; 2:11-2). Læknablaðið 2003/89 843

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.